Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Frittir DV Fengu á þriðju milljón í styrki Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra afhenti MND-félaginu styrk til rekstrar starfsemi sinnar í fyrradag. Ráðherrann afhenti Guðjóni Sigurðssyni, formanni félagsins, um 500 þúsund krónur. Við sama tækifæri afhentu Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og Suðurnesjamennirnir Ásmundur Friðriksson og Axel Jónsson MND-félaginu tvær milljónir króna. Þeir beittu sér, ásamt forsvarsmönnum Bláa lónsins, fyrir söfnun fjárins meðal gesta í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Bláa lóninu í samstarfi við Sparisjóðinn í Keflavík og Bláa lónið fyrir skemmstu. Kanna kostnað við nagladekk Umhverfisráð Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sínum í gær að láta kanna hversu mikið nagladekk kosta borgarbúana. Markmiðið er að fá á hreint hversu miklum skemmdum nagladekkvalda á umferðaræðum og hversu mikið kostar að lagfæra þær skemmdir. Þar að auki á að kanna kostnað af tjöruaustri og neikvæðum áhrifum svif- ryks og þann kostnað sem það hefur í för með sér. rværvikuríað Syrgismálið skýrist Tvær vikur eru í að fr egna megi vænta af rannsókn á kynferðis- brotum í Byrgismálinu svokall- aða. Ríkissaksóknaraembættið fer með rannsókn málsins en átta konur hafa lagt fram kæru vegna kynferðisbrota á hendur Guð- mundi Jónssyni, fyrrverandi for- stöðumanni Byrgisins. Rúmt ár er síðan málið komst í hámæli. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra rannsakar skattahluta Byrgismálsins og auðgunarbrota- hluta. Þar fengust þær upplýsingar að rannsókn væri í fullum gangi og nokkuð í að henni lyki. Ekki er ljóst hvort ákærur verða gefnar út. Tvö og hálft skeyti á mann Alls voru 830 þúsund smá- skilaboð send aðfaranótt ný- ársdags, samkvæmt upplýsing- um frá Símanum. Þar er um að ræða 30 prósenta aukningu á milli ára. Ef miðað er við tölur frá Hagstofu tslands yfir mann- fjölda á íslandi voru íslending- ar rétt tæplega 313 þúsund 1. desember. Því má reikna með að hver íslendingur hafi sent um 2,65 skeyti eftir að nýtt ár gekkígarð. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum má sjá mikla fjölgun smáskilaboð á milli ára. Á gamlársdag jókst um- ferð skilaboðanna jafnt og þétt fram yfir miðnætti þegar álag á kerfi Símans var hvað mest. Landgræðsla ríkisins hefur rifið niður eina af fasteignum sinum að Gunnarsholti þar sem Götusmiðjan hafði áður aðsetur. Það var gert þrátt fyrir að tvö kauptilboð lægju fyr- ir, annað þeirra upp á 60 milljónir króna. Áhugasamir kaupendur skilja ekki hvers vegna tilboð þeirra voru hundsuð og ihuga að leita réttar sins. Götusmiðjan Unglingaheimilið var áður starfrækt í Gunnarsholti. Mummi forstöðumaður segir súrt að horfa á eftir gömlu höfuðstöðvunum sinum. fl fí . - I 4$ U 4 ‘>í/ ii * . JOkffl v TRAUSTI HAFSTEINSSON blaöamaöur skrifar: traustmdv.is Búið er að rífa húsið sem áður hýsti Götusmiðjuna í Gunnarsholti. Það var rifið í desember þrátt fyrir að kauptilboð hefðu borist í húsnæðið. Það var metið ónýtt af yfirvöldum og ekki talið svara kostnaði að gera end- urbætur á því. Húsið var nærri 1.000 fermetrar að gólffleti. Það var fært undir vernd- arvæng Landgræðslu ríkisins í fyrra er unglingaheimilið var flutt á Efri- Brú, þar sem áður var meðferðar- heimilið Byrgið. Húsið var reist árið 1955 og þar var fyrstu árin embættis- mannabústaður. Síðar stoftiaði heil- brigðisráðuneytið vistheimili fyrir drykkjusjúklinga í Gunnarsholti og var það starfrækt til ársins 2003. Eftir að heimilið var lagt niður fékk Götu- smiðjan að leigja húsið undir starf- semi sína. Hin síðari ár hafði viðhaldi hússins verið verulega ábótavant og á endanum var svo komið að það veitti „Aftur á móti veit ég til þess að gerð voru tvö peningatiiboð í húsið en samt var það rifíð." varia lengur skjól fyrir veðri og vind- um. Búið að ganga frá öllu Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir ekkert annað hafa komið til greina en að rífa húsið. Hann bend- ir á að ýmsar eftirlitsstofnanir hafi um árabil gert athugasemdir við ástand húsnæðisins. „Niðurrifinu er lokið og búið að ganga frá að öllu leyti. Kröf- ur um brunavamir og heilbrigðismál gerðu það að verkum að útilokað var að reka þar starfsemi. Það var talið gríðarlega dýrt að gera við húsið og því var best að rífa það. Til þess feng- um við leyfi ffá fjármálaráðuneytinu og unnum þetta í góðu samstarfi við tilheyrandi yfirvöld," segir Sveinn. Guðmundur Týr Þórarinsson, for- stöðumaður Götusmiðjunnar, horfir svekktur á eftir húsnæðinu og skilur ekki hvers vegna það var rifið. „Mér finnst dapurt að húsið skuli hafa ver- ið rifið. Það er blóðugt að sjá hvernig eignir ríkisins hafa grotnað niður. Aft- ur á móti veit ég til þess að gerð voru tvö peningatilboð í húsið en samt var það rifið. Það skil ég ekki því þetta eru verðmæti landsmanna. Þó að húsið hafi verið orðið lélegt er súrt að horfa á eftir því," segir Guðmundur. Göfug markmið Lúvís Pétursson, meðferðarfúlltrúi í Götusmiðjunni, leiðir hóp sem lagði ffam 60 milljóna króna tilboð í húsnæðið. Hann undrast hvers vegna húsið hafi verið rifið þrátt fyrir áhuga á endurbótum á því. „Við fengum þau svör að fyrir löngu væri búið að ákveða að rífa húsið. Mér finnst skrítið að ekki hafi verið hægt að endurskoða þá ákvörðun í ljósi þess að kauptilboð lágu fyrir," segir Lúvís. „Sjálfur starfaði ég í Götusmiðj- unni á sínum tíma og sá not fyr- ir húsið. í höndunum hef ég tilboð í viðgerð á því sem hljóðaði upp á a <■■ * Fengu leyfi Landrækt ríkisins fékk leyfi frá fjármálaráðuneyt- inu til þess að rífa húsið. miklu minni fjárhæðir en ríkið held- ur fram. Við æduðum að setja á fót meðferðarheimili fyrir unglinga sem hvergi eiga athvarf og leiðst hafa út í afbrot og neyslu. Vandinn var sá að þeir vildu hreinlega ekki fá neina starfsemi þarna aftur, það skiptí ekki máli hversu göfug markmið við höfðum um framtíð hússins." Umhverfisráðherra skipar nefnd til þess að kljást við fríblöð og ruslpóst: Ötgefendur beri ábyrgð á óumbeðnum dagblöðum Þórunn Sveinbjamardóttir um- hverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að athuga hvort hægt sé að minnka úrgang af völdum fríblaða og auglýsingapósts. Nefndin á meðal annars að athuga leiðir til þess að inn- leiða svokallaða framleiðendaábyrgð. „Hugsunin er sú að þeir sem fram- leiða og dreifa fríblöðum og fjölpósti beri ábyrgð á þessum vörum alla leið- ina í endurvinnsluna," segir Sigur- björg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytínu og formaður nefndarinnar. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem gefa út Fréttablaðið, á sætí í nefndinni. „Þetta snýst ekki um að auka skattíagningu á þennan atvinnureksmr frekar en aðra," segir hann og bætir við að hann telji að framleiðendaábyrgðin komi tíl með að snerta bæði útgefendur fríblaða sem og áskriftarbiaða. „Það verður auðvitað verkefni fyrir okkur að finna hagkvæmustu leiðimar tíl þess að ná þessum markmiðum," segir hann spurður um kostnað fyritækja við að skila óumbeðnum dagblöðum til endurvinnslu. Ari bendir á að Fréttablaðið og dreifingaraðilinn, Pósthúsið, hafi þegar komið upp kössum fyrir afgangsblöð þar sem Fréttablaðinu er dreift í stórum stíl. Dreifingaraðilinn sjái svo til þess að þessi blöð fari til endurvinnslu. „Að- alatriðið er að ná pappímum til endur- vinnslu þannig að hann flokkist frá venjulega sorpi," segir Ari. Þess em dæmi frá Norðurlöndunum að Dagblöð Nálægt200 þúsund eintökum af fríblöðum er dreift til landsmanna daglega. útgefendur fríblaða beri ábyrgð á úrgangi sem útgáfan skapar. Sigurbjörg segir að þetta eigi jafrtvel við um fleiri vömflokka. „Það hefúr orðið gríðarleg þróun í þessum efnum á Forstjóri 365 Ari Edwald segir að mikilvægast sé að blöðin komist í endurvinnslu. síðustu árum, jafrivel þótt við séum rétt að byrja. Ég mun kalla nefndina til starfa á næstu dögum og hún mun kafa í málið. Það er allt eins líklegt að niðurstöður nefndarinnar muni kalla á einhveijar lagabreytíngar þegar upp er staðið," segir Sigurbjörg. sigtryggur@

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.