Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Side 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 9 sina Nicolas Sarkozy Tilkynnti um alvarleika sambands síns og Cörlu Bruni á blaðamannafundi í gær. Bandaríkin. Þó hann hafi verið and- vígur innrás þeirra í írak hefur hann ekki farið í launkofa með skoðun sínaádeilu vesturveldanna við írani vegna kjamorkuáætlana þeirra síð- amefiidu. Ef eitthvað er hefur hann tekið dýpra í árinni en Bandaríkja- menn um hættuna sem heimsfriðn- ,lrn stafar af írönum. Gekk Sarkozy : að Kínverjum að leggja blessun yfir hertar refsiaðgerðir gagn- vart Irönum vegna þess, en gaf sér þó tíma til að stofna til dýrmætra og mikilvægra viðskiptasambanda við kínversk stjómvöld. Gmnnt hefur verið á því góða í sambandi Frakka við fýrrverandi nýlendu þeirra, Alsír. í opinberri heimsókn til Alsírs tókst Sarkozy að bera klæði á vopnin, að meira leyti en fyrr hafði tekist. Skilnaðurog ástkona Þann 18. október 2007 var til- kynnt að Sarkozy og Cécilia, eigin- kona hans, hefðu skilið í fiillri vin- semd. Sambúð þeirra undanfarin ár hafði ekki einkennst af sam- heldni, heldur þvert á móti, og um mitt ár 2005 flutti Cécilia frá honum og bjó með áðumefndum Attias og almannarómur sagði að Sarkozy hefði sjálfur verið í sambandi við blaðakonuna Anne Fulda. f upphafi árs 2006 komust á sætt- ir og tilkynnt var að hjónin hefðu flutt saman á ný, en það var skamm- góður vermir og auðséð að brestir þeir sem komnir vom í hjónaband- ið yrðu ekki lagaðir. Eftir skilnað- inn hefur líf Sarkozys dregið dám af lífi glaumgosa og finnst Frökk- um mörgum hverjum nóg komið af lúxusferðalögum forsetans og nú síðast af ástamálum hans. Alvarlegt samband Á sama tfma og Frakkar voru orðnir langeygir eftir þeim efna- hagslegu umbótum sem Sarkozy hafði lofað fóm að berast myndir af honum í fylgd fyrirsæmnnar fýrr- verandi og söngkonunnar Cörlu Bruni. Þetta kom mörgum í opna skjöldu, því aldrei hafði verið til- kynnt opinberlega um samband þeirra. Um jólin vom hjónaleysin saman í Egyptalandi og birtust af þeim myndir frá því þar sem þau héldust í hendur. Á fréttafundi í gær sagði Sarkozy að samband hans og Cörlu Bruni væri alvarlegt, en hvort og hvenær þau gengju í hjónaband yrði ekki ákveðið af Journal du Dimanche eða nokkru öðm dagblaði. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að blöðin fréttu af hjónabandi þeirra eftirá. Vinsældir Sarkozys hafa dal- að sem nemur sautján prósent- um síðan á sumarmánuðum og á meðan þjóðin bíður eftir betri tíð með blóm í haga tilkynnir Christ- ine Lagarde fjármálaráðherra að franska þjóðin standi frammi fyrir verðbólgu sem muni frekar vaxa en hitt. Ekki er talin ástæöa til bjartsýni vegna heimsóknar Bush til ísraels: Ólga vegna heimsóknar Bush Tveimur sprengjum var skotið frá Líbanon og sprungu þær í Norð- ur-ísrael í gær og að sögn ísraelska hersins er það hluti aukins ofbeld- is í undanfara heimsóknar George W. Bush Bandaríkjaforseta til Isra- els sem hefst í dag. fbúar sögðu að um þrjár flaugar hefði verið að ræða en herinn staðfesti aðeins tvær. Ekki urðu slys á fólki. Önnur flaugin lenti á verönd húss í bænum Shlomi og sagði eig- andi hússins að hávaðinn hefði ver- ið ærandi og gat komið á einn út- vegg hússins. Árásin í gær er önnur árás Líbanons á fsrael síðan sumar- ið 2006. Þá átti ísrael í stríði við líb- anska Hisbolla-skæruliða og hátt í fjögur þúsund flaugum var skot- ið á ísrael. Átökin kostuðu fjölda mannslífa. Fjörutíu óbreyttir ísrael- ar létu lífið og eitt hundrað og nítján ísraelskir hermenn, en stærsti hluti fórnarlamba átakanna var óbreyttir líbanskir borgara, því fleiri en eitt- þúsund þeirra lágu í valnum. Umdeildar landnemabyggðir Palestínumenn á Gaza hafa sak- að ísraela um að herða tökin á her- numdu svæðunum nú þegar nær ,-vrrEU STA TE^ Flugvél Bandaríkjaforseta, Airforce One Erfitt verkefni bíður forsetans þegar hann stígurfrá borði ((srael. heimsókn Bandaríkjaforseta dreg- ur. Nabil Abu Rudeina, talsmaður Mahmouds Abbas, leiðtoga Palest- ínumanna, sagði að Palestínumenn væntu þess að Bush bæði ísraels- menn að láta af landnemabyggð á umdeildu svæði í austurhluta Jerús- alem, en þær framkvæmdir hafa far- ið verulega fyrir brjóstið á Palestínu- mönnum. Vonir embættismanna eru að heimsókn Bush hnykki á þeim ár- angri sem náðist á friðarráðstefn- unni í Annapolis í Maryland í nóv- ember síðastliðnum. En það er ekki mikil ástæða til bjartsýni því friðar- viðræður milli Palestínumanna og fsraela hafa nú þegar siglt í strand og menn óttast að ástandið á svæðinu eigi eftir að versna til mikilla muna. Sonur Benazir Bhutto treystir ekki rannsókn stjórnvalda: Vill Sameinuðu þjóðirnar í málið Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna morðsins á Benazir Bhutto í lok síðasta árs. Þrátt fyrir að liðs- menn bresku rannsóknarlögregl- unnar Scotland Yard hafi kom- ið til Pakistan að beiðni þarlendra stjórnvafda, er Bilawal Bhutto Zard- ari, sonur Benazir, ekki sáttur. Hann hefur nú farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar fari fyrir í rannsókn máls- ins. Að hans sögn er nú þegar búið að spilla stórum hluta sönnunar- gagna í málinu. Þó Bilawal sé ungur að árum hefur hann verið nefndur sem eftirmaður móður sinnar sem formaður Alþýðuflolcks Pakistans og lýsti því yfir að hann væri hvergi smeykur við að takast á við það verkefni. „Jafnvel þótt mig skorti nú reynslu, skortir mig ekki vilja til að tileinka mér nýja hluti og læra," sagði hann. Benazir einni að kenna Pervez Musharraf, forseti Pakist- Léstígassprengingu Níu ára stúlka lenti undir vegg sem hrundi og lést þegar gassprenging varð í einbýlishúsi í Plymouth, Englandi í morgun. Stúlkan, sem hefur verið nafngreind sem Stephanie Hammacott, var fótgangandi á leið í skólann þegar hún gekk fram hjá húsinu sem spralck. Stúlkan festist undir rústum veggjarins og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Femt slasaðist við sprenginguna. Kona, sem talið er að sé móðir stúlkunnar, var færð á sjúlaahús vegna minniháttar meiðsla og áfalls. íbúar hússins, eldri hjón, hlutu einnig minniháttar meiðsl og reykeitrtm. Gaslykt fannst í nágrenni við svæðið áður en sprengingin varð. Bilawal Bhutto Zardari, fyrir miðju Er nefndur sem eftirmaður móður sinnar. ans, hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að tilræðið við Benazir skuli eingöngu skrifast á hana sjálfa. Hann sagði þó að einhugur væri um það hjá stjórnvöldum að komast að sannleikanum í málinu og sjá til þess að tilræðismennirnir hljóti við- eigandi refsingu. Stuðningsmenn Benazir Bhutto eru mjög tortryggn- ir út í stjórnvöld og efast um heilindi þeirra í málinu. Benazir Bhutto var andstæðingur Musharrafs forseta og þrátt fyrir að þau hefðu gert með sér samkomulag um að deila völdum fór Benazir ekki leynt með þá ákvörðun sína að beijast gegn honum í kosn- ingunum sem núhefur verið frestað. Lík Benazir var ekki krufið, því eigin- maður hennar gaf ekki leyfi til þess; hann sagði dánarorsök ljósa, en þar fór hann viilur vega því enn er mörg- um spumingum ósvarað. Akaeftireyranu Almenningi í Frakklandi og þarlendum stjórnvöldum líst en meira en svo á blikuna. I Ijós hefur komið að bílstjórar flutningabif- reiða hafa tamið sér þann ósið að horfa á sjónvarp og spila töivuleiki til að berjast gegn þeim leiða sem ásækir þá er þeir bruna um þjóðvegi landsins á m'utíu kílómetra hraða á klukkusmnd. Það er ekki aðeins sjónvarps- glápið sem veldur áhyggjum heldur einnig sú staðreynd að þeir stilla hraðastillinn, setja fæturna upp á mælaborðið, láta fara vel um sig og aka eftir evranu. Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finntandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.