Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 29
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 29 mtsm Strætó bs. færmlnusinn að þessu sinni en eiginkona framkvæmdastjóra Strætós starfar sem framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Heilsuvernd ehf. sem sérum veikindaskráningu vagnstjóra. Vagnstjórar eru ósáttir eins og kom fram ÍDVi gær og telja ómögulegt að trúnaður riki um skráninguna. SPÖRNIIVGIN TEKUR ÞÚ LÝSI? „Nei, ég fæ m(nar omega-fitusýrur úr hörfræolíu. Ég neyti reyndar ekki mikils af vörum úr dýraríkinu og reyndar er því svo farið að ég þoli illa lýsi," segir Sólveig Eiríksdóttir, einn eigenda Himneskrar hollustu og Græns kosts. í DV í gær var greint ffá þv( að lýsisperslurfrá Lýsi hf. fyrir (slenskan markað eru húðaðar með nautagelatíni þrátt fyrir gagnrýni vegna hættu á Creutzfeldt-Jakob- sjúkdóminum. Erlendir umboðsaöilar fúlsa við vörunni og fá því lýsisperlur húðaðar fiskigelatfni. Ein að vestan Gömul tæki koma oft að jafn góðum notum og þau nýju eins og þessi gamla grafa að vestan sýndi og sannaði á brotajárnshaugnum í Hafnarfirði á dögunum. MYNDIN íhaldið brosir ráðvillt til vinstri Undarlegasta uppákoman í íslenskum stjórmálum á síðasta ári var myndun rfldsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Allt síðasta kjöru'mabil horfði þjóðin á Samfylkinguna halda því á lofti að hún væri stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn og höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins. En svo gerðistþað eins og hendi væri veifað að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét skutla sér og stækum vinstri-, alþjóðavæðingar- og þjóðleysisflokki sínum austur á Þingvöll beint í faðm borgaralega flokksins sem hingað til og stundum með réttu - hefur reynt að kenna sig við sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Svo bregðast krosstré sem önnur tré, hugsaði ég þá um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta vom vonbrigði því að þarna vom aðrir kostir í stöðunni. Sá aug- ljósasti að mínu mati, var sá að mynd- uð yrði rfldsstjóm Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins. Þessi stjórn hefði haft ör- uggan þingmeirihluta, eða 36 af 63 þingmönnum. Því miður var ekki látið reyna á þennan möguleika. í honum fólst og felst myndun hófsamrar, ff am- farasinnaðrar og frjálslyndrar borgara- legrar rfldsstjómar gegn vinstri öflun- um ílandinu. Samfylkingin hefði verið sett út fyrir sviga eins og hún átti skil- ið eftir að hafa beðið herfilegan kosn- ingaósigur og fylgistap í vor, miðað við úrslitin 2003. Að stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn skyldi „afreka" að tapa rúmlega fjórum prósentum eftir öll sóknarfærin á síðasta kjörtímabili var háðuleg útreið sem réttílega hefði kostað forystu Samfylkingarinnar sætí sín hefði iífgjöfin ekki borist frá Geir Hilmari Haarde og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Með því að mynda rrkisstjóm með Samfylkingunni sýndi núverandi for- ysta Sjálfstæðisflokksins að hún hefur hvorki metnað né getu til að standa í ístaðinuogtryggjaað flokkurinnverði áffam það afl sem hann var í íslensk- „Ráðherrar og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins virka hálf- lamaðirog ut- angátta" MAGNÚSÞÓR HAFSTEINSSON stjórnmdlamaður skrifar um stjómmálum, það er sem helstí merkisberi borgaralegra viðhorfa hér á landi. f staðinn er Sjálfstæðisflokkur- inn lagður af stað í þá vegferð að daga uppi sem sósíaldemókratískt viðund- ur bundið vinstra megin á klafa ís- lenskra stjómmála. Samfylkingin undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur hef- ur hins vegar á örfáum mánuðum náð vopnum sínum fyrir tilstiUi for- ystuteymis Sjálfstæðisflokksins. Ég átti von á því að Samfylkingarinnar biðu þau örlög að verða undir í nú- verandi ríkisstjóm, svona svipað og gerðist með Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn sáluga í faðmlögum við gamla íhaldið. Skrifaði meira að segja um það kjallaragrein hér í DV í haust er leið. En þetta hefúr allt snú- ist óvænt við í vetur. Vendipunkturinn var þegar Sjálfstæðisflokkurinn glutr- aði meirihlutanum í Reykjavíkurborg úr höndum sér. Nú er það Samfylk- ingin sem hefur ffumkvæðið í hönd- um sér þegar stjóm fslands er annars vegar. Ráðherrar og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins virka hálflamaðir og utangátta. Þau em h'tt sýnileg á meðan þinglið Samfylkingarinnar blómstrar af sjálfstraustí hvem einasta dag, vit- andi að þau geta hvenær sem er hent íhaldinu fyrir róða og myndað stjóm með vinstri grænum og Framsókn, og þar með rústað Sjálfstæðisflokknum. Og á meðan á þessu stendur berst fykt af deilum og ídofningi úr Valhöll. Augljóst er að sú ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að ganga til rík- isstjómarsamstarfs með Samfylking- unni hefúr haft hroðalegar afleiðingar fyrir fyrmefrtda flokkinn, sem enn em aðeins komnar í ljós að hluta. Sam- fylldngin hefði til að mynda aldrei náð að beita sér fyrir því að fella meirihlut- ann í Reykjavík ef Framsókn hefði ver- ið áfram í ríkisstjórn og Samfylking- in fyrir utan. Málsmetandi fylkingar innan Sjálfstæðisflokksins virðast ger- samlega hafa tapað sér í glórulausu mgli þar sem deilt er um með hvomm vinstri flokknum sé nú rétt að vinna í meirihlutastjómmálum hér á landi. Ég horfi á þetta í undmn og kemst að þeirri ályktun að íhaldið sé nú að missa fótanna. Sandlcassinn I Kristján Hrafn Guðmundsson lætur hugann reika HVAÐ SEM LÍDUR gæðum margra þeirra bóka sem komu út í nýaf- stöðnu jólabókaflóði er ein sem stendur upp úr að ákveðnu leytí. Það er bókin Negrastrákam- ir, eða Tíu litlir negrastrákar eins og hún er gjarnan köll- uð. Þetta „ákveðna leyti" snýr að umræðunni sem spannst vegna útgáfú hennar. Alltaf gaman þegar slíkar bækur koma út. ÖNNURBÓK sem út kom í haust og vaktí umtal var sjálf Biblían í hinni nýju þýðingu. Sá debatt virtíst þó deyja fyrr út en umræðan um Negrastrákana, kannski vegna þess að deilumar um hana vom fyrir- sjáanlegar. Það var vitað mál að ef hróflað yrði við einhverju myndu heitír trúmenn reka upp rama- kvein, og ekki síður aðrir hópar ef umdeild orð og orðalag yrði látíð standa óbreytt. Ég veit ekki með þorra þjóðarinnar en ég hafði allavega ekki hugmynd um að til stæði að gefa út að nýju bókina um Negrastrákana og því var sú orrahríð óvæntur glaðningur, ef svo má að orði komast. Einnig má nefna ævisögu Guðna Ágústsson- ar, fyrst og fremst vegna uppljóstr- ana hans um ýmislegt sem gerðist á bak við tjöldin í fjölmiðlamálinu. Ef jafnframt er horft til þýddra bóka var Leyndarmálið vitanlega mest á milli tannanna á fólki. ENGIN BÓK kom þó út á nýliðnu ári sem varð jafnumtöluð og um- talaðasta bók ársins á undan, Draumaland Andra Snæs, enda ein umtalaðasta bók síðari tíma hér á landi. Ef farið er aðeins lengra aftur koma ævi- saga Hannesar Hólmsteins um Laxness og ævi- saga Steingríms Hermannsson- ar einna fyrst upp í hugann. Sú skáldsaga semmest hefúr verið rædd í þjóðfélaginu í seinni tí'ð er hins vegar án efa Höfundur íslands eftír Hallgrím Helgason sem kom út fyrir rúmum sex árum. Sumir Laxnessaðdáendur nánast froðufelldu af reiði yfir henni. Þá var gaman. Hvenær ætli við fáum aftur íslenska skáldsögu sem hristir svona eftirminnilega upp í fólki, án þess að innihalda níð eða eitthvað þaðan af verra, og allir virðast hafa skoðun á? Sú skáldsaga óskast. hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.