Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 7 Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á íjögurra ára dreng í Keflavík með þeim afleiðingum að hann lést verður áfram í farbanni. Lögreglan telur að hann hafi talað við vitni, fengið þau til þess að samræma framburð og spillt þannig rannsókn málsins. Fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að rannsókn málsins sé á lokastigi. I farbanni Maðurinn sem grunaður er um að hafa banaö fjögurra ára dreng gengur út úr dómssal í Hafnarfirði í gær. Hann þarf að láta lögreglu vita um ferðir sínar einu sinni á dag. SPILLTIFRAMBURÐIVITNANNA SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON I bladamadurskrifor: sigtryggur^dv.is Farbann yfir Pólverja á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa ekið á Kristin Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, með þeim afleiðingum að hann lést, var í gær framlengt til 29. janúar. Maðurinn hefur verið í farbanni frá því að gæsluvarðhald yfir honum rann út fyrrihluta desembermánaðar. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir rannsókn málsins nærri lokið. Vitn- um að atburðinum ber í dag sam- „Við erum farin að sjá fyrir endann á þessu." an um það sem átti sér stað, en þau voru áður ósamhljóða. Talið er að hinn grunaði hafi ráðfært sig við vitnin og spillt rannsókn málsins. „Við erum farin að sjá fyrir endann á þessu," segir Eyjólfur. Samræmdu vitnisburðinn Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur þegar lýst vonbrigðum sínum yfir því að Héraðsdómur Reykjaness hafi sett hinn meinta ökumann í farbann í stað þess að framlengja gæsluvarðhald. Litlu hafi breytt þótt Hæstiréttur hafi verið sammála héraðsdómara því skaðinn hafi þegar verið skeður. Heimildamenn innan lögreglunnar benda á að hinn grunaði hafi haft ráðrúm til þess að samræma framburð vitnanna fjögurra strax eftir að ekið var á litla drenginn. Atburðurinn hafi átt sér stað föstudaginn 30. nóvember og fyrstu handtökurnar ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Mistökin ekki lögreglunnar Lögreglan vill ekki meina að mis- tök hafi orðið við rannsókn málsins. Niðurstöðu héraðsdómara um að sleppa manninum lausum hafi orð- ið að hlíta. Sömu aðilar fara með rannsókn málsins og í upphafi, og ekki er ráðgert að skipta út rann- sóknarlögreglumönnum. Sjálfur hefur maðurinn staðfast- lega neitað sök alveg frá upphafi. Fjöldi fólks var yfirheyrður vegna málsins í byrjun desembermánaðar. Tvær bifreiðar óku strax í kjölfar bíls hins grunaða, en enginn þeirra sem komu að slysinu gat gert skýra grein fyrir atburðarásinni. Sorg og reiði Ákeyrslan átti sér stað í síðdegisrökkri 30. nóvember á mótum Vesturgötu og Birkiteigs í Keflavík. Ökumaðurinn ók óhikað af vettvangi. Kristinn Veigar hlaut alvarlega áverka, meðal annars á höfði, og er talið að hliðarspegill hafi valdið höfuðáverkunum. Litla drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu og lést hann af áverkum kvöldið eftir. Fljótlega beindist grunur að eiganda dökkrar skutbif- reiðar, en trefjar úr fötum drengsins fundust á henni. Sorg og reiði ríktu vegna málsins og sýndu íbúar hluttekningu sína með því að tendra á kertum á slysstað og fjölmenna til minningarathafnar um Kristin. Fyrst eftir atburðinn bar nokkuð á andúð í garð útlendinga í Reykjanesbæ. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Kópavogur aðhefst ekki meira vegna ásakana um einelti: Eineltismáli á bókasafni lokið Kannabisplöntur á Akureyri Lögreglan á Akureyri lagði hald á fimm kannabisplöntur í íbúð í bænum í síðustu viku. Lögregluna grunaði að þar færi ff am kannabisræktim en auk kannabisplantnanna lagði lögreglan hald á fimm hitalampa og annan búnað sem notaður var við ræktunina. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir og viðurkenndu við yfirheyrslu að hafa staðið fyrir ræktuninni. í íbúðinni fannst einnig þýfi úr innbroti í veitingahúsið Strikið á Akureyri. Annar mannanna viðurkenndi að hafa brotist inn á staðinn. „Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa formlega lokið ágreiningsmáli um stjórnunarhætti bæjarbókavarðar. Honum og kæranda var formlega til- kynnt um niðurstöðuna," segir Þór Jónsson, forstöðumaður almanna- tengsla Kópavogsbæjar. DV greindi frá því í gær að nú- verandi og fyrrverandi starfsmenn Bókasafns Kópavogsbæjar lýsa eft- ir formlegri niðurstöðu í kærumáli á hendur bæjarbókaverði Kópa- vogs frá árinu 2005. í samtölum við DV undrast flestir viðmælendurnir hvers vegna forstöðumaður bóka- safnsins hafi hvorki verið hreinsaður af ásökununum né áminntur í kjölfar kærunnar. Þórbendiráaðóháðir sálfræðingar hafi rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki reynist fótur fýrir ásökunum um einelti af hálfu bæjarbókavarðarins. Hann segir litið alvarlegum augum á fullyrðingar Kópavogsbæjar sæti einelti og heldur þess sem lagði fram kæruna um ekkiaðþeirséubornirröngumsökum eineltistilburði forstöðumannsins. um að stunda einelti," segir Þór. „Ekki er liðið að starfsmenn trausti@dv.is Bókasafn Kópavogs Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa lýst eftirformlegri niöurstöðu en bæjaryfirvöld segja málinu lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.