Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Heilsublað DV Næsta þriöjudag hefst splunkunýtt námskeið í Heilsuakademíunni sem nefnist golf-fitness. Æfingarnar eru sérhugsaöar til að auka styrk, þol og liðleika kylfinga. Guðrún Elvira Guð- mundsdóttir einkaþjálf- ari Hefur gert tilraunir með styrktaræfingar á sjálfri sér og séð góðan árangur. Fyrsta námskeið sinnar tegu- ndar hérlendis hefst í Heils- uakademíunni næstkom- andi þriðjudag en námskeið þetta nefnist golffltness. „Golffitness er sérhæfð þjálfun til að auka styrk, þol og liðleika kylfingsins. Þetta er sex vikna námskeið sem er sam- blanda af einkaþjálfun hjá mér í sal tvisvar í viku, allur hópurinn saman og hjá progolf-kennara uppi í bás- um einu sinni í viku til að fara yfir tæknilegu atriðin," segir Guðrún El- vira Guðmundsdóttir, einkaþjálfari í Heilsuakademíunni, oftast ícölluð Elvira. „Þetta er búið að vera draum- ur hjá mér í langan tíma eða alveg síðan ég fékk þessa golfdellu. Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf og afreksmaður í íþróttum og þá að- allega frjálsum. Þetta átti fyrst að vera bara hobbí hjá mér og mann- inum mfnum en það dugði mér ekki, ég þarf að ná árangri í því sem ég geri og þá fór ég að stúd- era þetta og komst að því að mér finnst vanta styrktarþjálfun inn í golfmenningu Islendinga. Það er ekki nóg að mæta til kennara úti á velli, heldur vantar líka tilsögn í því hvernig kylfingurinn getur bætt líkamsástandið með því að bæta sveifluna eða einfaldlega ná betra spili úti á velli." Árangurinn greinilegur Að sögn Elviru eru æfingamar sér- hæfðar fyrir golfara. „Þú getur nátt- úrulega farið í tækjasal og gert fullt af æfingum en það kannski hjálpar þér ekki í að ná betri sveiflu eða betra spili sem skilar sér í því að þú sért öflugri og sterkari á vellinum, með betra þol. Þetta hjálpar svo kylfingnum að líða betur úti á vellinum." Elvíra hefur gert tilraunir á sjálfri sér með því að gera sérhæfðar æfing- ar þannig að hún bæti sig og segir hún árangurinn hafa verið vel greinilegan. „Mig langar að hjálpa fleirum að ná árangri með þessum sérhæfðu æfing- um og eins finnst mér liðleikmn vera mjög mikilvægur. Góður kylfingur þarf að búa yfir góðum liðleika, ég vil gera það að vana hjá kylfingnum að gera smá liðleikaæfingar fyrir og eft- ir golf. Því það gefúr líka af sér bætta spilagetu því ef þú ert með góðan lið- leika nærðu betri og sterkari sveiflu." Tæknileg atriði með kennara Elvira segist hafa kynnt sér styrkt- arþjálfunaraðferðir kylfinga mjög mikið, meðal annars úr bókum eftir bestu golfþjálfara heims. „Ég er sjálf að æfa golfið á fullu og hef verið að bíða svolítið eftir því að ég sé tilbúin líka og mér finnst mjög gaman að geta gert þetta. Námskeiðið er fyrir byrj- endur jafnt sem lengra komna. Ef þú ert byrjandi fylgi ég þér bara í gegnum æfingamar og við erum hópur saman í þessu. Svo ferðu yfir tæknilegu atrið- in með golfkennaranum," segir Elvira hress að lokum. Styrktartímamir með Elvim munu fara fram á þriðjudögum og fimmtu- dögum inní sal en á miðvikudögum uppi í básum með progolf-kennaran- um. Þátttakendur fá auk þess frjálsan aðgang að tækjasal heilsuakademí- unnar meðan á námskeiðinu stendur. Golfverslunin Nevada Bob veitir þátt- takendum námskeiðsins góð tilboð á golfbúnaði auk þess sem allir þátttak- endur fá glaðning frá versluninni. Nánari upplýsingar um golf-fitn- ess námskeiðið er að vinna inn á heimasíðunni ha.is. krista@dv.is Tony Veizich, gestadanskennari í Listaháskólanum, heldur tólf vikna námskeið í Kramhúsinu: Slepptu dýrinu lausu Það verður nóg um að vera í Kramhúsinu að vanda þessa vorönnina. Ásamt hinni glæstu og fjölbreyttu dagskrá sem alltaf er hægt að ganga að í Kramhúsinu fer eitt nýtt námskeið af stað. Um er að ræða dansnámskeið í nútímadansi en það er gestakennarinn Tony Veizich frá Nýja-Sjálandi sem kennir. Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem þegar hefur dansgrunn. „Ég hef unnið að því að þróa ákveðna dans- tækni undanfarin ár sem byggist á því að verja dansara fyrir alvarlegum meiðslum íkrefjandi danshreyfingum niðri við gólfið. Það er nú þannig að með réttri lfkamsbeitingu verður dansinn flæðandi og áreynslulaus. Ég kalla þessa tækni Slepptu dýrinu lausu, nota gólfið mikið og dansarnir eru mjög kraftmiklir," segir Tony sem kom hingað til lands í haust til að kenna í Listaháskólanum. Erfitt að fá atvinnuleyfi Tony hefur búið víðs vegar um heiminn en lengst af vann hann í Þýskalandi sem atvinnudansari. „Undanfarið hefur kennslan þó tekið yfirhöndina." Það var Karen María Jónsdóttir, fagstjóri dansnáms við leiklistardeild Listaháskólans, sem vann hörðum höndum að því að fá dansarann hingað tíl lands. „Það er ekkert grín að fá atvinnuleyfi þegar maður kemur frá landi sem ekki tílheyrir Evrópusambandinu. En þetta hafðist á endanum." Bryndís Jónsdóttír, verkefriisstjóri í Kramhúsinu, segir svona danskúrsa ekki á hverju strái. „Þetta er tilvalið námskeið fyrir fólk sem hefur góðan grunn í dansi en hefur af einhveijum ástæðum hætt." Námskeið Tonys Vezich hefst næsta fimmtudag. Þetta er tólf vilcna námskeið sem verður haldið á þriðjudögum og fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.