Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Flreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAI\»KOKIV ■ Sjálfstæðismenn í Reykjavík dreifðu í gær kynningarriti um árangur borgarstjómarflokks síns til borg- arbúa. Þar varundir forystugrein Vilhjálms Þ. Vil- hjálmsson- ar oddvita farið fögmm orðumum góðan árangur reykvískra sjálf- stæðismanna á fyrstu sextán mánuðum þessa lq'örtímabils sem endaði með þeirri skelf- ingu að vinstriflokkarnir komust til valda. Þar vom líka kynntar áherslur borgarstjórnarflokksins til að gera Reykjavík að enn betri borg til að búa í. Það vakti þó at- hygli sumra að forsíðumyndin, af borgarstjómarflokki reykvískra sjálfstæðismanna, var tekin í Hveragerði. Hvað svo sem má lesa úr því. ■ Gleðigjaflnn Gissur Sigurðs- son fréttamaður á Bylgjunni er með skemmtilegri sýn og túlkun á mannlíf en margur. Að vanda mætti hann í morg- unþáttinn í bítið í gær- morgun þar sem hæst barslakt gengi Hill- ary Clinton forsetaframbjóð- anda sem virðist vera að missa fótanna í keppninni við Barack Obama. Gissuri var nokkuð niðri fyrir þá hann sagði að Hillary hefði verið klökk. Hann hnykkti svo á þeim tíðindum með því að gefa Hillary þá einkunn að hún væri enginn pappakassi. ■ Nokkur óvissa ríkir um það hvað auðjöfúrinn Magnús Þor- steinsson muni taka sér fyrir hendur eftir að hann lét af stjórn- arformennsku í Hf. Eimskipa- félagi íslands. Magnús er ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni og Björgólfi Guðmundssyni einn þeirra þriggja sem stóðu að Sam- son i upphafi. Hann hafði uppi stór áform um að gera Eimskip að stórveldi á lofti, láði og legi. Um áramótin var flugreksturinn seldur út úr félaginu og draum- urinnvarformlegaallur. Nú heyrist að Björgólfur eldri muni taka yfir hlutinn í Eimskipi. Velta menn fyrir sér hvort leiðir hafi þá skilið milli þeirra félaganna. ■ Skakki tuminn, blað um vísindi fyrir alla í ritstjóm Illuga Jökuls- sonar, er væntanlegt um miðjan febrúar. Illugi ritstýrir einn- igSögunni allri og hefur undanfar- ið stjómað bókafor- laginu Skugga sem kom ágætlega út úr jólavertíðinni. Nú hefur Elín Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Birtíngs og DV bætt Skugga undir regnhlíf sína og stjómar forlaginu sem stefiiir hátt á þessu ári í grjóthörðum slag við Forlagið, Veröld og aðra bókarisa. Helsta tromp Skugga um nýliðin jól var bók Hrafiis Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar. LEIÐARI Samíylking á jarðsprengjusvæði REVNIR TRAUSTASON RITSTJÓRISKRIFAR. Sjálfstœdisflokkiirinn er lantaðw afiwiri ileilum og ásökiinum um spillingu. Samfylking þarf að vara sig á því að fá ekki á sig stimpil frændhygli eða annarrar spillingar. Eftir að landslag ís- lenskra stjórnmála hefur verið nánast eins um áratuga- skeið eru loksins líkur á því að íleiri flokkar en Sjálfstæð- isflokkurinn eigi þess möguleika að vera stærsti flokkur Iandsins og þannig leiðandi afl. Samfylking hefur átt í ákveðinni fylgis- kreppu frá því flokkurinn varð til við samruna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista þegar draumur um sameinaða fylkingu vinstrimanna virtist vera að rætast. En fylkingin rofnaði þegar vinstri grænir urðu til upp úr Alþýðubandalaginu og síðan hefúr Samfylking lengst af átt í tilvistarkreppu. Þegar núverandi ríkisstjórn komst á koppinn vænkaðist heldur hagurinn. Sam- fyllcingarfólk var með hreina ímynd hvað varðar spillingu eftir áralanga veru í stjórnarandstöðu. Augu almennings hafa aftur á móti beinst að ýmsum gjörðum Sjálfstæðisflokksins sem þyk- ir sýna fádæma ósvífni í stöðuveitingum og við að úthluta gæð- um sem áður voru ríkiseign. Sjálfstæðisflokkurinn er lamaður af innri deilum og ásökunum um spillingu. Á meðan hefur sam- starfsflokkurinn verið ráðandi í stjórnarsamstarfinu. Afleiðingin er sú að í fyrsta sinn í sögunni á Samfylking raunhæfa möguleika í næstu kosningum til að verða sterkasta aflið. En þetta verður ekki að veruleika ef flokkurinn fellur í þá gryfju að láta annar- lega hagsmuni ráða við stöðuveitingar. Allur almenningur fylgist með framgöngu forystumanna flokksins og ef þeim verður fóta- skortur mun allt hrökkva í sama gamla farið. Örlög Samfylkingar j verða þau sömu og Alþýðuflokks og Framsóknarflokks áður sem vesluðust upp í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylking | er á jarðsprengjusvæði og það væri lýðræðinu hollt að leiðtogar flokksins gættu fóta sinna. B0NSAI-B0RGIN Svarthöfði hefur kaldhæðnis- legan áhuga á fólki sem reynir hvað það getur að láta gott af sér leiða en veldur tómum skaða. Svona eins og Lenny í Mýs og menn, sem strauk músunum svo fast í alúð sinni að þær drápust. Þannig eru Torfúsamtökin líka. * Iæsku átti Svarthöfði vin sem var ofvemdaður. Foreldr- ar hans plöntuðu í hann ótta við breytingar. Allt átti að vera eins. Hann þorði varla út og þegar Svarthöfði kom í heimsókn léku þeir sér með bein. Allt þetta varð auðvitað til þess að barnið sem átti að vemda gegn breyt- ingum þroskaðist ekki, snarsturlaðist og varð fullorðinn fáráðlingur. Svona er Reykjavflcurborg. Hún er frík. En það er ekki henni að kenna. Ekki nóg með það að borgin hefur verið ofvernduð, heldur hefur hún verið reyrð eins og hausinn á inkabami þannig að hún vaxi sem undarlegast. Þannig spretta fram kýli hér og þar í borginni, þar sem hún reynir að vaxa eftir að hafa verið reyrð fyrir miðju. Miðbæjar- byggð í Bryggjuhverfi, í faðmi iðnað- arhverfis, umferðaræðar og steypu- stöðvar, er dæmi um handstýrða hörmungina sem sprettur af kæfingu miðbæjarins. Lfldega hefði borgin orðið fallegri efyfirvöld hefðu látið nægja að skipuleggja gamakerfi og Nýjasta barátta hippanna í Torfusamtökunum er björg- un kofaræksnanna á Lauga- vegi 4 og 6. Svarthöfði fylltist hreint hryllingi þegar hann áttaði sig á því hvers kyns húsnæði þeir vilja vemda og hvers vegna. Þetta em einnar hæðar hús sem þeir vilja bjarga til að halda götumyndinni. En einmitt þarna er götumyndin hvað ljómst við Laugaveginn. Hún er nánast ljótari en götumyndin var við Austurstræti, þar sem nú em brunarústir. Lauga- vegur 4 og 6 mynda sár í götumynd- ina, því húsin em mun lægri en nær- liggjandi hús. Víða í borginni em slflc sár, þar sem maður sér á gluggalaus- um húsgöflum að gert hefúr verið ráð fyrir hærri byggingu við hliðina. Hefúr enginn dokað við og horft á gaflinn á húsi bókabúðarinn- ar Eymundsson, þar sem sárið endar? Meira að segja þegar borgin er blessuð með kofabmna, sem býð- ur upp á nýtt upphaf, koma menn- irnir og eyðileggja fyrir henni. Nánar til tekið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Ofvemdunin er að drepa mið- borgina og hún er rótin að því að í Reykjavík stendur ein ljótasta og dreifðasta borgin norðan Alpafjalla. Hún er þakin sárum eftir ofverndunarhippana sem reyndu að koma í veg fyrir þroska hennar. Lidir, velviljaðir en stórhættulegir Lenny- ar. Það erfiðasta er að hippamir em svo háværir að þegar þeir segja nýja borgarstjóranum að hoppa spyr hann: „Hversu hátt?" Hann vill líka öllum vel en hlustar bara á þá hávæmstu. Hipparnir vilja vel en þeir em heimsldr. Oft em þeir vinstri grænir og vilja vernda náttúmna. En á sama tíma og þeir hindra þéttingu byggðar valda þeir mengun. Því byggðin verð- ur að þéttast til þess að fólk getí geng- ið til vinnu og til þess að almennings- samgöngur getí styrkst. Þeir vilja hins vegar að Reykjavík verði svona eins og bonsai-tré, sem er reyrt í þeim til- gangi að það haldist lítíð og sætt. Það er ekki hægt að rökræða við hippana. Rök þeirra em tilfinn- ingaleg. Þeir stoppa útí á götu, benda á kofaræksnin og segja hýrri röddu: „Ohhh, en sætt hús." Hvernig getur maður svarað því? Nei, það er lítíð og ljótt. SVARTIIÖIIH DOMSTOLL GOTUIVIVAR I INNST l»ÉR RÉTT Al) ÚTHÝSA OI'BELDISMÖNNUIVI AP IJÖRUM? „Mér finnst það í góðu lagi. Þarna er án efa um varasama menn að ræöa." Ingi Guðmundsson, 75 ára eliilífeyrisþegi „Já, ég þyrði ekki inn á bar ef ég ætti von á að vera lamin. Ástandið verður sifellt hættulegra." Ólafía Haraldsdóttir, rúmlega 60 ára heimavinnandi húsmóðir „Einhvers staðar verða þessi grey að vera. En ég erauövitað ekki hlynntur ofbeldi." Friðrik Ingi Höskuldsson, 60 ára endurskoðandi „Ég hef þá skoðun að það megi úthýsa þeim alls staðar. Ofbeldi er mér ekki þóknanlegt." Bragi Finnbogason, 63 ára leigubflstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.