Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR ALVES NÚ A LEIÐ TIL CITY EÐA FEN- ERBACHE Brasilíski framherjinn hjá Heerenveen, Afonso Alves, segir nú líklegast að hann gangi til liðs við Manchester City. Þrátt fyrir að hafa verið markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar (fyrra og hafa skorað að vild þegar hann hefur spilaðíárerljóst að hann er að fara frá Heerenveen. Lið Grétars Rafns Steinssonar, AZ Alkmaar, var búið að tryggja sér þjónustu Alves en vandamál kom upp á (samningaviðræðum liðanna og á tfmabili virtist hann ætla til Middles- brough. Hann segir nú á heimasíðu sinni að hann muni klára félagaskiptin bráðlega og annaðhvort verði það Manchester City eða tyrkneska liðið Fenerbache sem verði ofan á. DERBY AÐ FÁ SAVAGE OG ROBERT Derby virðast ætla að gera það sem það getur til að koma sér úr þeirri ómögulegu stöðu sem það er komið (á botni úrvalsdeildarinnar. Þeireru nú þegar búnir að fá til s(n argent(skan framherja og ætla nú að bæta við á miðjuna.Tilboði Derby (Robbie Savage hefur verið tekið og mun hann ræða við Derby um kaup og kjör s(n (kjölfarið. Hinn leikmaðurinn sem Derby nálgast er hinn litríki franski vængmaður, Laurent Robert. Robert sem spilaði með Newcastle fyrir fáeinum árum virðist nú ætla að koma aftur (úrvalsdeildina en honum gekk afar vel á reynslutímabili sínu með Derby. JUSSI jAAskeláinen með mörg JÁRNfELDINUM Það eru mörg lið á eftirfinnska landsliösmarkverðinum Jussi Jááskelainen þessa dagana. Jussi, sem vill fá betri samning hjá Bolton, er undír smásjá margra liða (Evróþu.Þará meðal eru bæði liðin frá Mílanó, AC og Inter, og tyrknesku liðin Galatasaray og Fenerbah<;e. Það lið sem sem fylgist þó mest með ferðum Jussa þessa dagana er Barcelona. Spænsku risarnir hafa verið (þó nokkurn t(ma að skoða Finnann knáa og svo gæti farið að seinagangur þeirra verði til þess að Arsenal næli (markvörðinn fyrir framan nefið á þeim. Aðrar fréttir herma svo af Jááskeláinen að hann sé tilbúinn að hjálpa Bolton (baráttunni en þurfi til þess stærri samning. CHELSEA ÆTLAR SÉR ANELKA Bolton Wanderers hafnaði tilboði Chelsea upp á 11 milljónir punda í franska framherjann Nicolas Anelka. Hins vegar er vilji meðal beggja félaga að ná samkomulagi sem hentar báðum aöilum. Talið er að Chelsea sé tilbúlð að bjóða 12 milljónir punda en Bolton vilji fá 15 milljónir punda fyrir kappann. Anelka hefur leikið afar vel það sem af er leiktíðar og skorað ellefu mörk það sem af ertímabilinu og hann hefur gefið það út aö hann vllji spila ( meistaradeildinni. Anelka er 28 ára og kom frá Fenerbache fyrir 8 mllljónir punda árið 2006. Sean Whrigt Philips skoraði eitt mark og átti stóran þátt i öðru þegar Chelsea lagði Everton i fyrri leik undanúrslita enska deildarbikarsins. LITILL TRYGGÐI STÓRAN SIGUR VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamodur skrifar: vidaraodv.is Chelsea sigraði Everton 2-1 í undanúrslitum enska deildarbik- arsins í knattspyrnu á Stamford Bridge. Hetja Chelsea í leiknum var Sean Whrigt Phillips sem skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar hann stökk yfir Jolean Lescott sem er nær tvöfalt stærri en Phillips. Leikurinn var fremur harður strax frá upphafi. Lee Carsley hefði get- að verið búinn að fá tvö gul spjöld á áttundu mínútu en dómarinn ákvað að gefa honum ekki gult spjald þegar hann fór með sólann á móti Phillips. Chelsea komst yfir á 27. mínútu þegar Sean Wright Phillips var einn á auðum sjó eftir sendingu frá Malouda og renndi knettinum laglega í hornið fjær. Chelsea var mun betra í fyrri hálfleik og ljóst að erfiður róður var fram undan hjá Everton. Fjörlegur síðari hálfleikur Síðari hálfleikur var skemmtilegur á að horfa. Chelsea var með yfirhönd- ina og Perúmaðurinn Pizzarro fékk fi'nt færi til þess að skora annað mark Chelsea. Leikurinn tók stakkaskiptum á 55. mínúm þegar Jon Obi Mikel fékk umdeilt rautt spjald fyrir brot á Phil Neville á miðju vallarins. Vissulega var brotið gróft, en ekki var um að ræða svokailaða tveggja fóta tæklingu eins og dómarar hafa verið gjarnir á að gefa brottvísun fyrir að undanfömu. Eftir markið kom Everton bet- ur inn í leikinn og liðið sótti nokkuð næstu mínútur. Sú sókn bar árangur á 64. mínútu þegar Nígeríumaður- inn Yakubu jafnaði leikinn með góðu skoti í teignum eftir að Yobo hafði lagt boltann út í teig. Everton var komið á bragðið og hélt áfram sókn sinni. Stuttu eftir jöfn- unarmarkið fékk Everton gullið tæki- færi til að skora. James McFadden „klobbaði" Carvalho og skaut knett- inum síðan í stöng úr þröngu færi. í stað þess að sækja áfram dró Ev- erton lið sitt til baka síðasta korter leiksins. Chelsea gekk á lagið og ein- um færri setti það pressu að marki Everton. Fátt var um færi þó leikur- inn væri nokkuð harður og gul spjöld vom oft á lofti. Phil Neville slapp vel að fá ekki sitt annað gula spjald þeg- ar hann braut á Pizzarro en dómarinn ákvað að sleppa kappanum að þessu sinni. Á lokamínútu leiksins sóttu Chels- ea-menn upp vinstri vængin. Ballack gaf háa sendingu fyrir markið þar sem aðvífandi kom Sean Wright Phillips á fullri ferð og stökk upp í skallaeinvígi við Lescott. Þau viðskipti enduðu með því að Lescott skallaði boltann í eigið net. Lescott hefði að ósekju mátt gera betur enda er Phillips mun minni en Lescott. Lescott fékk gullið tækifæri til þess að bæta upp fyrir mistökin í næstu sókn, en Hillario varði frá honum úr upplögðu færi á lokasekúndunum. Leikar enduðu því 2-1 og Chelsea er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Goodison Park sem fram fer 23. janúar næstkomandi. Sýnir liðsandann Sean Wright Phillips var í skýjun- um efdr leikinn. „Þessi úrslit sýndu vel hve vel við getum unnið saman þó á móti blási. Everton-menn em harðir í horn að taka og inn á milli em mjög góðir leikmenn." Phillips er sann- færður um að hann hafi átt markið þrátt fyrir að myndatökur segi annað. „Auðvitað snerti ég boltann og ég vil fá markið skráð á mig," segir Phillips. David Moyes, framkvæmdastjóri Everton, var að vonum vonsvikinn. „Þetta er erfiður biti að kyngja. Þú verður að halda út allt til enda í stóm leikjunum og ég verð að segja að Chelsea er með mjög gott lið. Við eig- um þó enn möguleika." Moyes vildi meina að brotið hafði verið á Lescott í lokamarkinu. „Mér fannst Phillips jafnvel halda honum niðri sem ger- ir það að verkum að hann getur ekki stokkið upp," segir Moyes. Sam Allardyce. framkvæmdastjóri Newcastle, telur álag á leikmönnum of mikið: Leikmenn munu lögsækja Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle United, telur að félög, enska knattspyrnusambandið eða skipuleggjendurenskuúrvalsdeildar- innar gætu átt von á lögsóknum frá fyrrverandi leikmönnum sem eru örkumlaðir eftir mikið álag á ferli sínum. Álag á leikmönnum í ensku knattspymunni er með því mesta sem gerist í heiminum og sérstaklega er krefjandi að komast í gegnum jólatörnina meiðslalaus en þá leika mörg liðin fjóra leild á átta dögum. „Ég held að það komi að því að leikmaður muni fara í mál við einhvern af þessum aðilum fyrr eða síðar. Ég veit ekki hver það ætti að vera eða hvort stofnun eða félag verður lögsótt, en ef einhver lendir í því að bæklast til frambúðar vergna álags í fótboltanum tel ég víst að við geturm átt von á lögsóknum," segir Allardyce. Allardyce segir að kröfumar verði sífellt meiri á leikmenn. „Ég hef áhyggjur af framtíð leikmanna, því þótt þeir njóti kannski fjárhagslegs stöðugleika eftir ferilinn, getur verið að þeir geti ekld notið framtíðarinnar. Hvers virði em fjármunir ef þú nýtur ekki góðrar heilsu? Þegar ég var að spila spiluðu menn með flensu. En slíkur tíðarandi á ekki að ríkja enn í dag. Kröfumar sem gerðar em á leikmenn em ómannlegar. Allir þurfa að hlaða rafhlöðumar, jafnvel vélar á borð við farsíma. Þú hleður farsímannþinn með reglulegu millibili, ekki satt? Hvemig á leikmaður þá að geta spilað fjóra leiki á átta dögum?" segirÁllardyce. Fleiri framkvæmdastjórar taka undir með Allardyce og margir hverjir vilja að hlé verði gert á deildarkeppninni í kringum jólin. Allardyce telur að álag geti komið í veg fyrir að menn sýni sitt besta. „Ef litið er á feril Michaels Owen má sjá að hann er búinn að vera atvinnumaður í 11 ár. Stóran hluta þess tíma hefur hann verið meiddur og það má rekja til þess að hann er í mesta lagi búinn að fá einn mánuð í frí allan þennan tíma," segirAllardyce. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.