Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 35
DV Bíó MIÐVIKUDAGUR 9.JANÚAR 2008 35 SPRENGHLÆGILEGT TILSTAND ■■■ iif III BL ■■■ III ■II mf m ■■■■ ■■■ ssss ■III Hunter S. Thompson Sagði það hafa verið áhættusamt að senda vankaðan Reagan til fundar við Gorbatsjov. 4 iíicmski sveitarr hafi ekki látið að sér hæða. ■■ ■■ ■■ ■■ Leikstjórinn Ridley Scott ætlar sér að gera kvikmynd um leiðtogafund- inn í Höfða árið 1986. Höfðafundurinn hafði áhrif á fleira en endalok kalda stríðsins. íslenskir atburðaskipuleggj- endur stukku út í djúpu laugina, hljómsveitin Strax sendi frá sér lagið Moscow, Moscow og Gonzo-blaðamað- urinn Hunter S. Thompson lét gamminn geisa um málið. i Höfði Hæglega hægt að endurgera Höfða (tölvu. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðl- um að undanförnu ætlar bandaríski leikstjórinn Ridley Scott að gera kvik- mynd um leiðtogafund þeirra Reag- ans og Gorbatsjovs, sem átti sér stað í Höfða árið 1986. Fundurinn hafði mik- il áhrif á heimsvísu og er í flestum tilfellum tal- inn hafa bundið enda á kalda stríðið. Fundurinn hafði þá Iíka mikil áhrif á íslendinga, sem höfðu ffam að fundinum ekki tekið þátt í jafnmiklu til- standi. Stuðmaðurinn jakob Frímann Magnús- son man vel eftir fundinum en Stuðmenn, undir nafninu Strax, sendu frá sér lagið Moscow, Mos- cow á svipuðum tíma og fundurinn var hald- inn. Fyrstu skref íslendinga í stórviðburðaskipulagi „Það er nú svona eins og með önnur alvöru- dægurlög, að þegar eitthvað ber á góma og þeg- ar flugufrétt flýgur af stað á það að vera yrkisefni. Lagið var gríðarlega mikið spilað á meðan það lifði en dó síðan dægurflugudauða," segir Jakob og segir vel hugsanlegt að með réttum lífgunar- aðferðum gæti lagið gengið í endurnýjun lífdaga í kringum kvikmyndina. „Þetta var allt saman sprenghlægilegt tilstand. Hinir íslensku sveita- menn stigu sín fyrstu skref í stórviðburðaskipu- lagningu og er það almennt talið hafa lukkast vel. Sykurmolarnir fóru ekki varhluta af leið- togafundargróðanum og snöruðu út póstkorti í tilefni fundarins. Það seldist mikið af plötum, kortum og auðvitað lopapeysum." Reagan ekki með réttu ráði Á sínum tíma höfðu menn skiptar skoðanir um Höfðafundinn. Rithöfundurinn Hunter S. Thompson, upphafsmaður Gonzo- blaðamennskunnar, hafði þetta að segja um Höfðafundinn í bók sinni Generation of Swine: Tales of Shame and Degradation frá árinu 1988. „Enginn með réttu ráði myndi senda Reagan einan með þessum Rússa til fslands. Hann er bara ekki í nógu góðu jafnvægi. Það veit aðeins guð hvað Reagan gæti misst út ur sér, eða skrifað undir. Hann hefur engu að tapa og enginn getur stjórnað honum, hann gæti komið okkur öllum í klípu," segir í bók Hunters. Ólíklegt að myndin verði tekin upp hér á landi Framleiðslufyrirtæki Ridleys Scott hefur farið fram áað íslenskstjórnvöldhækki endurgreiðslu af framleiðslukostnaði frá 14 prósentum upp í 20, svo grundvöllur sé fyrir því að myndin verði tekin upp hér á landi. Væri það gleðiefni fyrir alla kvikmyndagerðarmenn ef endurgreiðslan yrði svo há. Hins vegar gefur það vísbendingu um að þáttur lands og borgar sé ekki jafnveigamikill og gera mætti ráð fyrir. Brellumeistarar Hollywood gætu hæglega snarað upp Höfða og móttökunni á Hótel Holti. En nú er að bíða og sjá. IceCube sem Mr. T DV greindi frá því fyrir nokkmm vikum að leikstjórinn John Singleton hefði í hyggju að gera kvikmynd eftir sjónvarpsþáttunum The A-Team. Var það hinn vígalegi Mr. T sem fór fyrir A-hópnum á sínum tíma, en er það nú á allra vörum í Hollywood að rapparinn lce Cube verði fenginn í hlutverkið. „Ó, já, sérstaklega ef Singleton ætlar að leikstýra. Ég myndi ekki nenna að herma eftir Mr. T en ég myndi gera þetta á minn hátt," sagði Ice Cube þegar hann var spurður hvort honum litist á hlutverkið. Drósigúr hlutverki Nicole Kidman hefur hætt við að leika í myndinni The Reader en tökur á þessu seinni heims- styrjaldardrama áttu að hefjast seinna í mánuðinum. Ástæðan fyrir því að leikkonan getur ekki leikið í myndinni er sú að hún er nú ólétt að barni þeirra Keiths Ur- ban. „Hún varð að draga sig út úr myndinni í tæka tíð og neyddist þar með til að segja fólki ástæð- una og því get ég nú staðfest að hún er ólétt," sagði fjölmiðlafull- trúi leikkonunnar. Wayansí G.I. Joe Leikarinn og grínistinn Marion Wayans hefur verið fenginn ásamt Joseph Gordon-Levitt til þess að leika í hasarmyndinni G.I. Joe sem byggist á samnefndum teiknimyndum og leikföngum. Wayans mun fara með Jilutverk Ripcords sem er foringi í liði G.I. Joe. Myndin gerist árið 2018 og fjallar um hatramma baráttu sérsveitarinnar G.I. Joe gegn hinum illu Cobra-samtökum. Þeir leikarar sem þegar hafa verið ráðnir í myndina eru Sienna Miller, Rachel Nichols og Adewale Aldnnuoye- Agbaje. Útlit er fyrir að HD DVD heyri sögunni til innan skamms: BLU-RAY BÚIÐ AÐ SIGRA Á árum áður deildu menn um hvort VHS eða Beta yrði ráðandi mynbandakerfi á heimilum fólks. Næstum 30 árum seinna deila menn um hvort að blu-ray-tæknin eða HD DVD sé betri, á meðan flestir sætta sig ennþá við DVD og enn aðrir una sáttir með VHS. Blu- ray og HD DVD eru næstu kynslóðar mynddiskar sem bjóða upp á að geyma á þeim gífurlegt magn af gögnum, þannig eru kvikmyndir á blu-ray og HD DVD í mun meiri gæðum en við hin þekkjum. Hart hefur verið barist en er nú útlit fyrir að blu-ray hafi vinninginn. Af sex stærstu kvikmyndaverum í Bandaríkjunum hafa fjögur þeirra ákveðið að gefa sitt efni út á blu- ray og einnig hefur klámbransinn valið það kerfi. Warner Bros ákvað á dögunum að styðja blu-ray og er það spá manna að Paramount og Universal-fyrirtækin, sem áður höfðu samið við HD DVD, muni fylgja í kjölfarið. Paramount hefur þó undirritað samning við HD DVD en er það hald manna að í samningnum leynist klausa sem gerir þeim kleift að losna undan honum, muni Warner Bros velja annað en HD DVD. Blu-ray-spilarar hafa þá náð mikill fótfestu í Evrópu og hafa selst vel þar, á meðan HD DVD og blu-ray seljast svipað í Bandaríkjunum. Þekktasti blu- ray-spilarinn er líklega Playstation 3-tölvan, en einnig fást stakir blu- ray-spilarar. Playstation 3 Þekktasti blu-ray- spilarinn. m aÉjjfrv |SjjJÉiy| Itl 1 IJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.