Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 HeilsublaO DV Iris Huld Einbeita sér að Qölbreyttum skemmtilegum æfingum fyrir krakka. og Heilsuakademían í Egilshöll býður upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum níu til tólf ára og er stílað inn á krakka yfir kjörþyngd eða þá sem ekki hafa fundið sig almennilega í hópíþróttum. Engin kvöð, bara skemmtun! í Heilsuakademíunni er boðið upp á námskeið sem kallast Eitt líf. Að sögn Irisar Huldar Guðmundsdóttur er námskeiðið fyrir krakka á aldrinum níu til tólf ára og stflað er inn á þá sem eru yfir kjörþyngd eða hafa ekki fundið sig almennilega í hópíþróttum og hafa jafnvel lítinn áhuga á annarri hreyfingu en skólaíþróttunum. „Það eru stelpur og strákar saman á námskeiðinu og við hittumst tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Þetta er þriðja önnin sem við bjóðum upp á þetta námskeið og það er nokkurn veginn sami kjarninn sem hefur alltaf haldist. Þessi hópur er búinn að finna sig í þessu námskeiði og þetta virðist oftast vera eina líkamsræktin sem hann stundar utan skólatíma," segir Iris. Krakkarnir koma sjálfir með hugmyndir „Við einbeitum okkur svolítið að því að krakkarnir fái sem fjölbreytt- asta þjálfun á námskeiðinu. Við erum til dæmis með sal sem kallast Tarzan-salurinn þar sem er hægt að prfla og hoppa og skoppa um allt og það sem gerir tímana líka svolítið skemmtilega er að krakkarnir fá að stjórna tímunum svolítið sjálfir. Þau koma með hugmyndir að leikjum og einhverju skemmtilegu að gera í tím- unum svo þetta verður aldrei nein kvöð, heldur bara skemmtun." íris Huld segir að fræðslunni sé svo hálfpartinn komið inn bakdyramegin. „Þá líður krökkunum ekki eins og þeir séu bara í einhverri brjálaðri kennslu sem þeir tengja meira við skólann. Heldur erum við frekar með spjall um mataræði og hvort það sé einn nammidagur í viku og slíkt. Svo hafa krakkarnir haldið matardagbók bara svo við fáum inn- sýn í hvemig og hvað þeir borða." Fylgjast með líðan krakkanna Iris segir að krakkarnir séu ekki vigtaðir og mældir því þeir séu enn að styrkjast og taka út þroska. „Við emm frekar að fylgjast með líðan krakkanna og þótt við ræðum það aldrei beint em krakkarnir alveg meðvitaðir um það sjálfir að þeir séu yfir kjörþyngd og koma alveg og láta okkur vita hvernig þeim gengur og að þeir séu kannski búnir að missa kfló eða eitthvað í þeim dúr. Því þótt við mælum ekki eða vigtum á námskeiðinu, em krakkarnir dálítið duglegir að fylgjast bara með árangrinum sjálfir. Ég held að ég hafi bara einu sinni heyrt neikvæða athugasemd í tíma en annars em bara allir að styðja hver annan og skemmta sér vel saman. Þetta snýst náttúmlega líka mikið um félagsskapinn," segir Iris að lokum. Námskeiðiðhófstsíðastamánudag og em enn nokkur pláss laus en á fullskipuðu námskeiði em fimmtán til sextán krakkar. Ahugasamir geta kynnt sér námskeiðið betur á vef Heilsuakademíunnar, ha.is. krista@dv.is ae |a©[ 0 0 ote ]• 0 0 0 styrkur ~ jafnvægi ~ vellíðan Gummi Ingibjörg ashtanga vinyasa jóga - byrjenda og framhaldstímar endurnærandi jóga meðgöngujóga vinyasa jóga - byrjenda og framhaldstímar yoga nidra - djúpslökun hatha jóga - mjúkir og rólegir blessStress . . . . www.yogashala.is Engjateig 5, 2.hæð sími 5530203 Nýir eigendur, nýiar áherslur Nýlega urðu breytingar á Sporthúsinu í Kópavoginun þegar bræðurnir Þröstur Jón Sigurðson og Ingi Páll Sigurðson keyptu allan rekstur Sporthússins. Sporthúsið var opnað árið 2002 og hefur verið rekið af Iceland Spa & Fitness frá þeim tíma. Bræðumir vom fúllir orku þegar blaðamaður náði tali af þeim og em þeir greinilega komnir á fullan snúning. Þrátt fyrir mjög stuttan aðdraganda að yfirtökunni segja þeir bræður æðislegt að finna frábærar móttökur bæði viðskiptavina og starfsmanna Sporthússins. Þeir bræður hlakka mikið til að takast á við það verk- efni að endurskipuleggja starfsemi Sporthússins en þeir hafa báðir mikla reynslu af sambærilegri starfsemi og hlakka til góðs samstarfsviðnúverandistarfsmenn og viðskiptavini stöðvarinnar. „Við stefrium á miklar breytingar í rekstri stöðvarinnar, bæði inn á við og eins gagnvart viðskiptavinum. Við ætlum satt best að segja að um- turna stöðinni," segir Þröstur Jón. „Við munum setja upp ný tæki í lok vikunnar, halda áfram endur- bótum á aðstöðu og þegar vorar verður svo þakið opnað, settir gluggar, loftin klædd og sett upp öflugt loftræstikerfi," segja þeir bræður sem hafa auðheyrilega í nógu að snúast á næstunni. Margir strengdu þess heit um áramótin að bæta heilsuna og fara að hreyfa sig og að sögn Þrastar og Inga er trafffldn nú þegar orðin mjög mikil. „Það er allt komið á fullt hjá okkur og samt eru auglýsingamar ekki komnar í gang! Spurning hvort við þurfum nokkuð að auglýsa," segir Þröstur og glottir. Þeir bræður eru fullir bjartsýni og fullvissir um að sú miída heilsuvakning sem verið hefur undanfarin ár sé ekki í nokkrum rénum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.