Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 23
DV Heilsublað MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 23 Matarfíkn er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi. Margir glíma við ofneyslu matar án þess að átta sig á að um sjúkdóm geti verið að ræða. GSA-samtökin bjóða þeim sem þjást af matarfíkn lausn á vandanum. Matarfíkn, Það er til lausn GSA eru samtök fólks sem glímir við matarfíkn og/eða átraskanir og hefur fundið lausn á vanda sínum. Þeir sem hafa árangurslaust reynt hinar ýmsu megrunaraðferðir, borða jaftivel þegar þeir vilja ekki borða, borða til að takast á við erfiða líðan, geta ekki hætt að borða sykur eða ýmsan sterkjurík- an mat og finnst þeir hafa reynt allt til þess að ná tökum á neyslu sinni gætu hugsanlega verið haldnir matarfíkn. GSA (Greysheeters anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá hömlulausu ofáti. Félagar í GSA fara eftir Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA-samtakanna til þess að ná og viðhalda GSA-fráhaldi. Til þess að gerast GSA-félagi þarf aðeins eitt, löngun til að hætta hömlulausu ofáti. Meðlimir GSA hafa það að markmiði að vera f fráhaldi og styðja aðra matarfíkla til hins sama. Fráhaldið er skilgreint sem þrjár vigtaðar og mældar máltíðir á dag, ekkert á milli mála nema svart kaffi, te, sykurlaust gos eða sykurlaust tyggjó. Fráhald er án undantekninga og meðlimir vigta matinn sinn jafnt heima sem og í boðum, á veitingahúsum, á ferðalögum og svo framvegis. Gráa síðan er aðeins afhent þeim sem eru viljugir að vinna með matarspons- or til að ná fráhaldi og frelsi frá hömlulausu ofáti. Hægt er að fá matarsponsor á fundum hjá samtökunum. Þeir sem ekki komast á fundi geta sent tölvupóst á gsa@gsa.is. FUNDIR Allir sem telja sig eiga í vanda hvað mat snertir eru velkomnir á fundi hjá GSA-samtökunum. (Reykjavík eru þrír fundir í hverri viku og auk þess er GSA-deild á (safirði, nánari upplýsing- ar um hana má fá með því að senda tölvupóst til samtakanna. Mánudagar - kl. 20.30-21.301 safnaðarheimili Vfdalínskirkju, Garðabæ. Þriðjudagar - kl. 20.00-21.00 í Fella- og Hólakirkju, Efra-Breiðholti. Fimmtudögum - kl. 20.30-21.30 á Tjarnargötu 20,1 hæð. GSA-samtökin hafa nú starfað hér á (slandi f 8 ár og í tilefni af því verður opinn afmælis- og kynningarfundur laugardaginn 26. janúar klukkan 14.00-16.30 ÍVÍdalfnskirkju f Garðabæ. Öllum er velkomið að koma og kynna sér matarffkn og starfsemi samtakanna. Fleiri reynslusögur og nánari upplýsingar um samtökin má finna á gsa.is og greysheet.org og hægt er að hafa samband við landsþjónustu samtakanna með því að senda tölvupóst á gsa@gsa.is. 'fouhoatiok miniriQM Myoplex Diet máltídardrykkur Uppbyggjandi og grennandi máltid hlaðin næringarefnum sem vinna að sama markmiði og þú - að ná árangri1 • 25gr. hágæða prótein • 25 vítamín og steinefní • Aðeins 206 hitaeiningar i Myoplex Diet máltíðarstong Útvegar somu næringarefni og fást. úr hollum máltíðum. Léttur og Ijúffengur máltíöarbiti serit auðveldar þér aö borða rétt. )• lSgr. hágæða 'prótein • 24 vítamín og steinefni • Aðems 240 hitaeiningar Precision Burner Light orku/fitubrennsludrykkur Svalandi óg grennandi orkudrykkur sem gerir þér kíéíft að ná fram meiri afkostum í baráttunrii við aukakilóin. • Hámarks magn af karnitíni og koffíni • Kalk, B6ogBl2 vítamin, tárín og ginseng • Aðems 13 hitaemingar í floskunm 'cnocmMt-oKAtic.1 Ö? Prolein EAS heitsuvörurnar fást í öllum betri matvöruverslunum, bensínstöðvum og heilsuræktarstöðvum Nánari upplýsingar um EAS fást í síma 5552S66 og á www.eas.is. . ,*p V *• .... '!L '.. . í/ 1 hfip7L , "J jHm '•“ ****'•,'"*., i V J r,: K? ^ vaniiia i m * I ffl £ B- *■.•»'•■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.