Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 11
DV Neytendur MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 11 ÉNEYTENDUR i5i:.\si\vs;uu 95 OKT.IX' IIÍSII.OI.ÍA • 134.00«« .35,30«« Hæóarsmára verðálítra 132,10 HR. veröálítra 135,30 HR. 53 wio« | £ 130,00 HRj ve,ö a tilra ^ 133,30 H£ Öskjuhlíð verð á lítra | 132,80 HR.H verðálítra 135,30 HR.| » Veslml.imlw. „| tasum verÖ •) lilr.t 135,80 HR. |BB Alfheimar veröálítra 133,30 HR. verðálítra 135,10 HR. neytendur@dv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir |||r,| i Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hvetur fólk hiklaust til að kvarta sé brotið á því enda sé það sterkasti leikurinn í aðhaldi við verslanir. I Heimilistækjum var Panasonic-myndavél seld á sama verði fyrir og eftir jól nema að eftir jól var vélin auglýst eins og um tilboð væri að ræða. ÚTSÖLUR UNDIR i Lastið að þessu sinni fær j pítsukeðjan Domino's. Óánægð- j ur viðskiptavinur lenti í því á ! dögunum að vera rukkaður um tvö hundruð og fimmtíu krónur fyrir það eitt að vilja skipta út papriku fyrir sveppi á pitsu sem var á matseðli. Ekki er hægt að I skilja að þarna sé um mikið tap | að ræða fyrir fyrirtækið. i Lofið í dag fær Blómaval. Sjötíu prósenta afsláttur I eráöllu jólaskrauti um þessar mundir. Jólaskrautið erað sögn viðskiptavin- arafarveglegtog hægt að gera gríðarlega góð kaup á jólaskrauti fyrir næstu jól. Hægt er að finna alltfrá litlujólatrésskrauti upp í j gervijólatré. íbúðalánasjóður afnemurseðil- gjöld Ibúðalánasjóðurfelldi niður seðilgjöldin hjá sér um slðustu áramót. Einu gjöldin sem eftir standa eru millibankagjöld, sjötíu og fimm krónur, sem bankar taka á móti fyrir veitta þjónustu frá (búðalánasjóði. „Þetta var ábyggilega lægsta seðilgjald sem til var. Við ákváðum að fella niður gjaldið fyrir utan þetta beina milli- bankagjald. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu. Fólk var jafnvel með mörg gömul lán og þá dýrt að vera með öll þessi seðilgjöld," segir Guðmundur Baldursson, framkvæmdastjóri (búðalána- sjóðs. FOLSKUFLAGGI ERLA HLYNSDÓTTIR bladcimcidar skrifar: erlaíuidv.is 1 Verðsamanburðurinn 20 þúsund klippingin Hér er sýndur verðmunur á nokkrum hárgreiðslustofum á höfuðborgarsvæðinu, völdum af handahófi. Miðað er við létta klippingu, álstrípur og litun. Dúddi er dýrastur en Englahár býður upp á ódýrustu klippinguna. HARGREIÐSLUSTOFUR „Nei, þetta er ekki hægt að kalla útsölu. Hvort um er að ræða lager- hreinsun eða rýmingarsölu skiptir mestu máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Grunnstefið er að ekki má blekkja neytendur en því miður er það allt of algengt," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, um þá staðreynd að Heim- ilistæki seldi tiltekna myndvél á sama verði fyrir og eftir jól, nema eftir jól var verðið auglýst sem til- boðsverð. Óviss með merkingar Viðskiptavinur Heimilistækja keypti þar myndavél fyrir jólin á 17.900 krónur. Þegar hann kom á útsölu verslunarinnar í janúar sá hann að myndavélin var á sama verði og áður en Þetta vekur þá spurningu hvort um rétta viðskiptahætti sé að ræða. Halldór Kári Ævarsson, versl- unarstjóri Heimilistækja, segir að vélin hafi einn- ig verið á til- boði fyrir jól en getur ekki svarið fyrir að hún hafi ver- ið merkt með gulum miða eins og vera ber þegar um tilboðsvörur er að ræða. Algengir viðskiptahættir Gísli segir of algengt algengt að fyrirtæki hækki verð sitt stuttu fýrir jól og lækki þau síðan aftur í janúar. Niðurstaðan er sú að verð fer í raun aldrei niður fyrir upprunalegt verð. í lögum um réttmæta viðskiptahætti segir að ekki sé leyfilegt að auglýsa eða tilkynna útsölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, nema það sé raunveruleg verðlækkun. Auk þess þurfi verðmerkingar að sýna hvert upprunalegt verð vörunnar var. Tilgangurinn með þessari lagagrein er einmitt að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir. „Fyrirtæki eru viðkvæm fyr- ir umtali. Það ætti að birta nöfn þeirra sem eru brotlegir því um- talið sjálft veitir aðhald mun frek- ar en lög frá stjórnvöldum," segir Gísli. Misbrestur á verðmerkingum „Verðmerkingar eru ekki nógu skýrar. Afar fá fyrirtæki eru með verð á heimasíðum og dæmi er um að olífélögin séu hætt að birta olíuverð. Ég finn fyrir misbresti á verðmerkingum," segir Gísli ennfremur og ítrekar að það sé ekki nóg að hafa skýrar reglur heldur þurfi líka að setja kraft í að framfýlgja þeim. Vitundarvakning almennings í neytendamálum skiptir þar höfuðmáli. Kvarta beint til verslana Gísli segir að allt of fáir neytendur séu meðvitaðir um vöruverð í kringum sig. „Mikilvægasta aðhaldið er aðhald neytenda, _, auk k fjölmiðla og hins opinbera eftirlits. Stærsta forvörnin gegn svindli er að láta í sér heyra. Fólk getur ýmist kvartað beint til þeirra verslana sem brjóta lögin, hafa samband við Neytendastofu, Neytendasamtökin eða fara með þetta í fjölmiðla. Það er sterkasti leikurinn," segir Gísli og fagnar því hvað fjölmiðlar eru orðnir duglegir og sýna frumkvæði í aðhaldi við verslanir. Neytendur eru hvattir til að senda póst á neytendur@dv.is og láta vita ef þeir verða varir við misbrest á réttmæti útsölukynn- inga. LOG UM UTSOLUR 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Þar segir að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, nema því aðeins að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þá er einnig kveðið á um það að verðmerkingin þurfi greinilega að sýna hvert upprunalegt verð vörunnar var. Solid Tony&Guy 17. Krista, 13. Höfuðlausnir Hámý Mojo 13, Senter Hjá Dúdda 18. Englahár 14.300 kr 200-19.000 kr* 900-16.100 kr* 14.200 kr 12.600 kr 900-16.800 kr* 14.000 kr 500-20.200 kr* 11.250 kr** * klipping er á misjöfnu verði eftir þvi hvort farið er til nema, hárgreiðslumanns eða meistara. ** kostar 13.050 krónur ef sítt hár er klippt smtt. *** 10 prósenta staðgreiðsluaf- sláttur. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræöingur hjá ASÍ, útskýrir veröbólguna: HVAÐAN KEMUR VERÐBÓLGAN? „Hækkun á matvælum, neyslu- vörum og húsnæði eru helstu áhrifavaldar verðbólgunnar,"segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandi ís- lands. Nýlegabreytinguákomugjöldum á heilsugæslu segir Ingunn einnig hafa áhrif. Heilbrigðisráðuneytið lækkaði gjöld fyrir böm og unglinga en hækkaði fýrir fullorðna. „Það er erfitt að sjá áhrifin því það er bæði hækkun og lækkun," segir Ingunn. Fleiri dæmi má nefna svo sem leiguverð, rafmagn og hita, húsnæðiskaup, gjaldtöku opinberra aðila, bensín og verð á bifreiðum svo dæmi séu nefnd. Ingunn nefnir einn athyglisverðan punkt við matvælaverð. „Það sem hefur verið í fréttum að undanfömu er að matarverð sé að hækka erlendis. Það þýðir að verð á íslandi hækkar líka auk áhrifa gengis. Þegar krónan styrkist leiðir það til þess að verð á innfluttum vömm ætti þannig séð að lækka," segir Ingunn og bætir því við að raunverulegt matvöruverð fer eftir samkeppni og vörutegundum á íslenskum markaði. Verðbólga á síðasta ári var 5,9 prósent. Samkvæmt nýjust verðbólguspám hjá greiningardeild Kaupþings mun vísitala í janúar mælast 7,4 prósent sé litið framhjá áhrifum skattalækkana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.