Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Fréttir DV Kærasti Elísabetar Rósu Elínborgardóttur fann á sér að eitthvað væri að stuttu fyrir eldinn. Sjálf taldi Elísabet að hann væri bara stressaður að óþörfu. Stuttu síðar kviknaði í fjölbýlishúsi sem þau búa í við Jórufell 4. Ekkert manntjón varð. Grunur leikur á íkveikju. Þetta er þriðji bruninn á örstuttum tíma í Reykjavík. . , 'V, vnv/ Elísabet Rósa Elínborgardóttir með syni sínum Theodóri Davíð Kærasti Elísabetar fékk á tilfinning- una að það væri eitthvað að. FEKK HUGBOÐ UM ELDSVOÐA VALUR GRETTISSON blaðamaður skrifar: valur(p)dv.is „Kærastinn minn var alltaf að kíkja í dyragatið á undan, honum fannst eins og hann hefði orðið var við ein- hvern umgang," segir Elísabet Rósa Elínborgardóttir en hún þurftí að flýja eldtungur þegar það kviknaði í heim- ili hennar að Jórufelli 4 í gær. Kærast- inn hennar var órólegur nokkru áður og hafði á tilfinningunni að það væri eitthvað undarlegt á seyði. Síðar korh í ljós að tilfinning hans var á rökum reist því eldur kviknaði á stigangin- um og úr varð allnokkur eldur. Bjarga þurftí fjölda manns með aðstoð körfubfls, flestír voru útí á svölunum í íbúð sinni. Undarleg tilfinning „Ég skildi ekkert í honum," segir Elísabet um aðdraganda eldsins en þá var kærastínn hennar mjög óró- „Þegar ég opnaði dyrn- ar fram á gang mætti mér þvílíkt reykjarkóf." legur og kíktí ítrekað út um hurðar- gatið. Aldrei sá hann neitt og seg- ist Elísabet hafa gert grín að honum fyrir að vera svona stressaður að því virtíst að ástæðulausu. Nokkru síðar, um hádegisbilið, varð hún einnig vör við eitthvað undarlegt. í þetta skiptið reyndist eitthvað raunverulega að. „Þegar ég opnaði dyrnar fram á gang mættí mér þvflíkt reykjarkóf," segir hún og bætír við að reykurinn hafi verið sótsvartur. Skýring fundinn Þá sýndi Elísabet snarræði og sóttí son sinn og dóttur. Þau hlupu út og stuttu síðar var slökkviliðið mætt á svæðið. Með henni var fimm ára göm- ul dóttír hennar sem hafði ekki verið í skólanum þennan dag vegna veikinda. Þegar fjölskyldan hennar var kom- in í öryggi fyrir utan húsið segir Elísa- bet að kærastinn hafi litíð á hana. „Þá sagði hann mér að þetta hefði verið það sem væri að sér. Það var bara búið að kveikja í," segir Elísabet þegar skýring kom á undarlegri til- finningu kærastans. Sjálf er Elísabet þakklát að hafa sloppið út með fjöl- skyldu sína heila á húfi. önnur íkveikjan á sama stigagangi „Þetta er annar bruninn minn á rúmu einu ári," segir Elísabet en á gamlárskvöldi fyrir ári kviknaði einn- ig í stígaganginum heima hjá henni. Hún segir Breiðholtíð frægt fyrir flcveikjur og það hafi verið sama sag- an í fimmtán ár. Hún segist ekki skilja hvað mönnum gangi tfl en stutt frá lést Hilmar Ragnarsson í eldsvoða, aðeins degi áður en kviknaði í hjá Elísabetu. „Þetta er pottþétt íkveika," segir hún spurð um tíldrög eldsins. Kviknaði í frá rusli Lögreglan rannsakar upptök elds- ins og er talið að kviknað hafi í út frá rusli. Þá er sterkur grunur um að ein- hver hafi lagt eld að ruslinu. Þetta er þriðja málið á örstuttum tíma þar sem eldur kemur upp í fjölbýlishúsi. Fyrst var kveikt í stígagangi á Neshaga en feðgar komust út úr húsinu án telj- andi meiðsla. örstuttu síðar kviknar í í Tunguseli en þar lést Hilmar Ragn- arsson eftír að hafa bjargað fjölskyldu sinni. Aðeins degi síðar blossaði upp eldur í stígaganginum hjá Elísabetu, en ekkert manntjón varð. Einn ein- staklingur var sendur á spítala tíl aðhlynningar vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Ljóst er að tjón vegna eldsvoðanna undanfarið er grfðar- legt. Gagnrýna, ráðningu Ólafar Ráðning Ólafar Ýrar Atladóttur í embætti ferðamálastjóra er algjörlega á skjön við þróun íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár og ekki í taktvið þarfir greinarinnar. Þetta er mat Félags háskóla- menntaðra ferðamála- ffæðinga. f tílkynningu sem félagið sendi frá sér í gær segir að auglýst hafi verið eftir fólki með menntun sem nýttist í starfi og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Meðal umsækj- enda voru sjö með sérhæfða háskólamenntun á sviði ferðamála auk reynslu í greininni. „Þetta er viðurkenning sem fer alveg örugglega á ferilskrána," segir dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Yngvi hlaut á dögunum viðurkenningu frá hinu virta vísindatímariti Science Magazine fyrir eina af uppgötvunum ársins 2007. Yngvi var hluti rannsóknarteymis sem fann hina fullkomnu lausn á því hvernig spila ætti dammtafl án þess að eiga möguleika á að tapa leiknum. Verkefnið var leitt af háskólanum í Alberta í Kanada og kom Yngvi að þróun hugbúnaðarins sem gerir það að verkum að með bestu mögulegu spilamennsku beggja leikmanna í dammtafli verður niðurstaðan alltaf jafntefli. „Þetta verkefni var búið að vera í gangi í nokkur ár en niðurstöðurnar voru birtar í sumar. Það að við höfum fundið þessa fullkomnu lausn hefur í sjálfu sér ekki mikið vísindalegt gildi. Það sem vaktí athygli var að það er raunverulega hægt að finna lausn á svona stóru vandamáli því við erum að tala um fimm hundruð milljarða milljarða möguleika," segir Yngvi, en það er fjöldi þeirra staða sem upp geta komið í dammtafli. Það er stærð sem býður upp á milljón sinn- um fleiri möguleika en leyst hafa verið ffam að þessu. „Þessi lausn sýndi fram á að það er hægt að leysa svona gríðarlega stór vandamál með tölvum og að mati tímaritsins þótti hún marka ákveðin þáttaskil í gervi- greindartækni. Alls valdi tímaritið tíu uppgötvanir en ein þeirra þótti skara fram úr öðrum. Hún var um erfðamengi mannsins en ekki var gert upp á milli hinna níu sem voru á listanum. „Það er mjög skemmtílegt að fá svona viðurkenningu og hún Doktor Yngvi Björnsson fékk viðurkenningu frá Science Magazine á dögunum: Ein af uppgötvunum ársins Yngvi Björnsson Tók þátt í að finna hinn fullkomna dammleik. f > ÞMIMHDIH—MMIIHilHI kom mér mátulega á óvart. Það eru ast á hverjum degi sem menn finna skemmtílegir tímar innan tölvunar- upp nýja hluti. Þetta er hvaming til fræðinar um þessar mundir og nán- enn betri verka," segir dr. Yngvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.