Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 SuBurland DV Orlcan alls staðar A rnessýslan markast af /A Hellisheiði í vestri og J. JLÞjórsá í austri. Álris- ar veraldarinnar róa nú að því öllum árum að koam sér fyrir á svæðinu og þegar má greina mikinn áhuga Rannveigar Rist og Alcan á að koma nýju álveri fyrir í grennd við Þorlákshöfn. Astæðan er að sjálfsögðu sú að svæðið er umlukið ótrúlegum orkugjöfum, glóandi jarðhita Hellisheiðar og Hengils annars vegar og ólgandi iðu Þjórár hins vegar. Það er alveg sama þó að vatnsaflsvirkjanir fari úr tísku og fleiri uppistöðu- lón Landsvirkjunar verði álitin umhverfisspjöll, þá má alltaf gera ráð fyrir því að jarðvarma- orkan eigi eftir eitthvað af já- kvæðu almenningsáliti. Og ekki ætlum við að hætta að nota ál. Það eru því ekki ónýtir veg- ir stopulaar samgöngur sem hrjá Sunnlendinga í sínum daglegu verkum, eins og gerist vestur á fjörðum. Ekki er það hrun þorskstofna og skert- ur kvóti sem valda örnmung- um í samfélaginu á Suðurlandi, jafnvel þótt Reykjanes og Vest- mannaeyjar hafi mátt kenna á kvótanum. Nei, það eru stóru möguleikarnir í raforkusölu sem bjóða heim þeirri bjart- sýni sem virðist rfkja á Suður- landinu. "X Tissulega þarf að tvöfalda \ / Hellisheiðarveginn og V lappa upp á samgöngur til Eyja. En Sunnlendingum er sama um hríðarbyl. Þeir hafa þjóðgarðinn, jöklana, fallvötn- in, landbúnaðinn, veiðina. Og nándina við höfuðborgina. m þinn í lengri og skemmri tíma. Inni- og útistíur fyrir hvern hund. HUnDRGfESLUHEimiLID RRnflRSTODUm Simnr: 482 1031 og 482 1030 GSM: 894 0485 og 864 1943 www.simnot.is/hundahotcl netfnng: hundahotel a simnet.is Erlendir fjárfestar vilja komast inn í samkeppni um stefnuboranir á íslandi með því að íjárfesta í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í Árborg. Ólafur B. Smárason fram- kvæmdastjóri segir að samræðurnar séu á frumstigi og enn sé verið að leggja mat á verðgildi þessa stærsta verktakafyrirtækis Suðurlands. „ÞESSA DAGANA ERUM VIÐBARAAÐREYNAAÐ LEGGJA MAT Á ÞAÐ HVE MIKILS VIRÐIFYRIRTÆKIÐ OKKAR ER." VIUA KAUPA RÆKTUNAR- SAMBANDIÐ Hjá stóra bornum Ólafur B. Smárason, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, hjá einum af stóru borum fyrirtækisins. Þessi tiltekni borféll úr krana við uppskipun og stórskemmdi flutningaskipið. Erlendur fjárfestir, í samvinnu við innlenda aðila, leitar nú möguleika á því að kaupa eða fjárfesta í Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða á Sel- fossi. Markmið fjárfestanna er að leiða félagið út í háþróaða borvinnu, vegna síaukins áhuga á jarðvarma- virkjunum. Ólafur B. Smárason, framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bandsins, kveðst ekki geta gefið upp hverjir það eru sem nú sýna áhuga á fyrirtækinu. „Þessa dagana erum við bara að reyna að leggja mat á það hve mik- ils virði fyrirtækið okkar er. En það er rétt, það hefur verið haft samband við okkur. Ég bara þekki ekki ná- kvæmlega samsetninguna á þessum hópi," segir Ólafur, sem sjálfur á um það bil fjórðung í fyrirtækinu. Framtíðin í stefnuborunum „Þessir erlendu aðilar hafa áhuga á því að komast inn á markaðinn hérna í svokölluðum stefnuborun- um, en það er vettvangur sem við höfum ekki sérhæft okkur í hingað til," segir Ólafur. Hann segir að fyr- irtækið eigi enn mestmegnis eftir að skapa sér reynslu í háhitaborun- um. „Við hölfum rétt aðeins verið að bora uppi í Hellisheiði, en þá höfum við fyrst og fremst verið að bora eftir kælivatni og þess háttar." Á Selfossi hefur Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða þegar borað eina 1.700 metra djúpa holu sem úr streymir níutíu gráðu heitt vatn. „Núna er verið að efnagreina vatnið og undirbúa virkjun holunnar," seg- ir hann. „Við erum líka að bora eina holu í Kaldárholti á Rangárvöllum. sú hola kemur til með að verða á bil- inu 1,5 til tveggja kílómetra djúp. En ffamtíðin virðist liggja í stefiiubor- unum og það kann að vera að við tökum stefnuna þangað." Stærstu verktakarnir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er ríflega sextíu ára gamalt fyrir- tæki og var stofnað af sunnlenskum bændum til þess að ræsa fram mýrar og móa og skapa ræktunarland. Ól- afur segir að á þessum tíma hafi verið mikil höft á innflutningi á vinnuvél- um og -tólum og því hafi bændurnir brugðið á það ráð að standa saman að ræktunarsamböndum. „Héma keyptu menn tvær jarðýt- ur og þúfnabana og einhver slík tól og fóru af stað. Þessu hlutverki er í sjálfu sér löngu lokið. Það var svo í kringum árið 1980 sem allur þessi iðnaður færðist frá því að vera tíma- vinna og yfir í útboðsfyrirkomulagið. Við okkur blöstu aðeins tveir mögu- leikar. Annars vegar að laga okkur að nýjum viðskiptaháttum eða hrein- lega leggja upp laupana. Við áttum eitthvað af vélum og létum bara slag standa," segir Ólafur. Ræktunarsambandið er núna stærsta verktakafyrirtækið á Suður- landi og er í raun með tíu stærstu verktakafyrirtækjum landsins. B.S. gráðan Hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða starfa nú á bilinu 80 til 90 manns. „Ég er sjálfur búinn að vera ffamkvæmdastjóri fyrirtækisins í þrjátíu ár og man vel þegar hér unnu bara tuttugu karlar. Það var býsna vel viðráðanlegt allt saman. Þegar fyr- irtæki hefur vaxið í þessa stærðar- gráðu eru sennilega ekki nema þrír fjórðu starfsfólksins í vinnu á hverj- um degi. Það eru náttúrulega veik- indi og ýmiss konar orlof sem fólk á rétt á að taka sér, og í sjálfu sér ekk- ert nema gott um það að segja," segir Ólafur. Fyrir utan boranir er aðaláhersla rækúinarsambandsins áýmiss konar jarðvinnu á Suðurlandi. „Við tókum meðal annars að okkur mikla vinnu við hafnargarðinn í Þorlákshöfn." Athafnamaðurinn Ólafur Smára- son hóf feril sinn hjá fyrirtækinu sem vélstjóri. „Ég er vélfræðimenntaður en er að öðru leyti með svokallaða B.S.-gráðu frá Barnaskólanum á Sel- fossi." sigtryggur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.