Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 32
Suðurland DV
2 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Þórður & Einar
byggingaverktaki ehf
S. 866 5672 / 861 6342
Fólksbílar til leigu
ásamt flutningabílum
* JÞ
Eyravegur 15,800 Selfoss
Sími 482 4040
Gröfuþjónusta
Steins
Rauðholt 11 800 Selfoss
s. 8991770
Vinnuvélaleigur - vinnuvélaþjónusta
Óskum eftir
4-5 herbergja íbúð
á leigu í Þorlákshöfn.
hi(|na ijónuviai ehl
Pipulagnir - Effnlssala 482 231 l Sr 696 2311 Skrlistoia ÞJónwstoilml -
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í Árnessýslu, hefur af því
áhyggjur aö lögreglumönnum fækki á meðan íbúum og ferðalöng-
um fjölgi. Oddur stýrir víðfeðmu umdæmi og rekur rannóknar-
deild sem þjónar öllu Suðurlandi að Glgjukvísl.
„Hins vegar eru það
neikvæðu afskiptin
sem fólk hefur hvað
mestan áhuga á,
kannski eðlilega."
Yfirlögregluþjónninn Oddur Árnason
yfirlögregluþjónn segir árnessýsluna vera
afar skemmtilegt umdæmi.
LOGGUM
FÆKKAR
„Fimmtudagurinn hjá okkur fór
nánast alveg í það að sinna fólki sem
var í vandræðum vegna veðurs og
ófærðar," segir Oddur Árnason, yfiir-
lögregluþjónn lögreglunnar í Árnes-
sýslu. Hann bendir á þá staðreynd
að vegakrfl sýslunnar er óvenju yf-
irgripsmikið, enda ná sýslumörldn
ffá Litlu kaffistofunni í vestri, heim
að Þjórsá og ífá strandlengjunni allt
upp að Langjökli og Hofsjökli.
„Auðvitað gerir þetta umdæm-
ið aðeins torveldara viðureignar en
sum umdæmi, þar sem útkallsrad-
íusinn getur verið allt niður í fimmt-
án mínútur. Við þurfum að gera ráð
fýrir að ferðast allt upp undir fimm-
U'u mínútur til þess að komast í út-
kall. Á móti kemur að þetta er gríð-
arlega skemmtilegt umdæmi," segir
Oddur.
Lögrelumönnum fækkar
Lögreglan í Árnessýslu sinn-
ir byggðakjötnum á borð við Flúðir,
Laugavatn, Árnes og Þingvelli, ásamt
þéttum sumarbústaðabyggðum vítt
og breitt um sýsluna. Svo höfum við
náttúrulega þéttbýliskjarnana hérna
niður frá, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfoss."
Lögreglumönnum í umdæminu
fækkaði úr 26 í 23 í lok síðasta árs,
en þá fluttust sjúkraflutningar frá
höndum lögreglunnar. Á ríflega tíu
ára tímabili hefur íbúum í umdæm-
inu fjölgað úr rúmlega ellefu þúsund
í ríflega fimmtán þúsund. embættið
hafði varað ævið þessari þróun en
telur sig ekki hafa fengið hljómgrunn
hjá ráðmönnum. Miðað við íbúa-
fjölda telur Oddur að eðlilegur fjöldi
lögreglumanna ætti að vera um 35.
Þetta sé ekki síst vegna fjölda sum-
arbústaða og mikils ferðamanna-
straums.
„Han Már Sigurðsson á Geysi segir
mér að til hans komi á bilinu fimm til
sex hundruð þúsund manns á hverju
ári, sem er náttúrlega gríðarlegur
fjöldi," segir Oddur.
Neikvæðu málin
í lögreglustöðinni á Selfossi eru
sex fangaklefar sem nýttir eru í sól-
arhringsvistun, ýmist þegar fólk þarf
að sofa úr sér vímuna, ellegar á með-
an beðið er eftir gæsluvarðhaldsúrk-
skurði. „Gæsluvarðhaldið er svo allt
á Litía-Hrauni," segir Oddur.
Hann bendir á að jafnvel þótt það
fréttnæmasta úr ranni lögreglunnar
séu afskipti af fólki sem á einhvern
hátt eru neikvæð. „Starfsemi lögregl-
unnar felst í grundavallaratriðum í
þjónustu við borgarana. Hins vegar
eru það neikvæðu afskiptin sem fólk
hefur hvað mestan áhuga á, kannski
eðlilega. Jákvæðu málin þurfa að
vera allt að því öfgakennd til þess að
teljast fréttnæm."
Jákvæðu málin
Oddur segir að einn af þeim hlut-
um sem hvað minnst hafi farið fyrir
í starfi lögreglunnar í Árnessýslu sé
þátturinn sem varðar aðstandendur
þeirra sem falla ffá í slysum eða með
voveiflegum hætti. „Þarna er fólk
sem líður ákaflega illa og oft getur
munað öllu fr ir fólk í þessari stöðu að
vera vel upplýst um það sem fram fer
þannig að ekki verði óþarfa ástæða
til grunsemda eða tortryggni."
„Frá svona vinnu er ekki sagt í fjöl-
miðlum ogþað eru fáir sem dvelja við
þetta. Þetta hins vegar sparar okkur
mikið álag þegar til Iengri tíma er lit-
ið og flýtir jafnvel fýrir sorgarferlinu,"
bætir Oddur við. sigtryggur@dv.is