Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Sögusetrið á Hvolsvelli var sett á laggirnar árið 1997 og varð því tíu ára á síðasta ári. Það var stofnað til þess að vekja athygli á Brennu-Njálssögu og hlutverki hennar í menningarsögu þjóðarinnar en starfsemi setursins hefur nú verið aukin til muna. ^ „Sögusetrið hefur tekið nokkrum breytingum. Við gerðum upp Njálu- sýninguna í fyrra og nú er komið að seinni hluta enduruppbygging- ar með breytingum á kaupfélags- sýningunni og að sjálfsögðu ber að minnast á það að þetta er fýrsta og eina kaupfélagssafnið á landinu. Mesta breytingin er hins vegar að það er komið meira líf í setrið, það er orðið eins konar menningarmið- stöð. í hverjum mánuði opnum við til að mynda nýja sýningu í gallerí- inu og svo eru reglulega hinar ýmsu tónlistaruppákomur," segir Þuríður Halldóra Aradóttir, umsjónarkona Sögusetursins á Hvolsvelli, sem hef- ur unnið sér fastan sess í menningar- lífi Hvolsvallar og nærsveita og þótt víðar væri leitað. Tíu ára afmæli í fyrra Sögusetrið var sett á laggirnar árið 1997 og varð því tíu ára á síð- asta ári. Það var stofnað til þess að vekja athygli á Brennu-Njálssögu og hlutverki hennar í menningarsögu þjóðarinnar en það voru sveitarfé- lögin sex í austanverðri Rangárvalla- sýslu sem stóðu að stofnun seturs- ins. Njálssaga er nú tengd ferðum um héraðið og í Sögusetrinu er hægt að fá þaulvana leiðsögumenn sem tilbúnir eru að veita leiðsögn ferða- mönnum á íslensku, ensku og nor- rænum tungumálum um helstu staði sem tengjast Njálu. Sprenging með Njálu Kaupfélagssafnið var opnað í hús- inu í byrjun árs 1999 og sama ár var tekinn í notkun Söguskálinn sem er stílfærður forn langskáli sem hefur notið mikilla vinsælda og verið not- aður til margvíslegra athafna. Gall- eríið kom svo til sögunnar árið 2001 auk þess sem upplýsingamiðstöð ferðamanna er í húsinu. Að sögn Þuríðar hefur setrið því nú um átta hundruð fermetra til umráða. Og að- sóknin er góð. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það varð náttúrlega mikil sprenging með Njálu og alltaf stöðug umferð. Svo tók þetta smá dýfu þeg- ar breytingar voru í gangi, en það má segja að nú sé búið að breyta þessu úr því að vera eingöngu Njálusýning Tekið á því Sögusetrið er þungamiðja Hausthátíðarinnará Hvolsvelli þar sem meðal annars er tekist á í hreystikeppni á milli hreppanna. yfir í fjölbreytta menningarmiðstöð fyrir svæðið." Fimmtungs aukning í aðsókn Eins og vænta mátti eru gestirn- ir bæði íslenskir og erlendir og seg- ir Þuríður að gestum hafi fjölgað um tuttugu prósent á milli áranna 2006 og 2007. Gestafjöldinn á ári er nú um 4.000 til 5.000 manns og þar af er töluverður fjöldi skólakrakka sem kemur í skipulögðum ferðum til að skoða söguslóðir Njálu samfara lestri þessa sígilda verks. Langstærsti hluti gestanna heimsækir setrið á sumrin en þá er það opið alla daga vikunn- ar. Á veturna er það opið um helgar en hægt er að gera undantekningu á því að sögn Þuríðar, enda sé hún yf- irleitt til taks á skrifstofunni í næsta húsi en Þuríður starfar aukinheldur sem markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins Hvolsvallar. Ný heimasíða Sögusetursins fer að komast í gagnið þar sem gestir og íbúar svæðisins geta fylgst náið með því sem um er að vera í þessu merkilega setri á Suðurlandi. Slóðin er njala.is. kristjanh@dv.is Sögusetrið á Hvolsvelli Var opnað sumarið 1997 og varð því tíu ára á síðasta ári. Guðni les pistilinn Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, flytur Njáluerindi í Söguskálanum. Þuriður segir salinn alltaf fyllast þegar Guðni er með erindi. H li| pfl 1 11ITM J 1".'—IwWll :KW ”1 I ‘ j (| j Þetta vilja börnin sjá Galleríið á Sögusetrinu var opnað fyrir sjö árum og nýtur mikilla vinsælda. Nú stendur þar yfir sýningin Þetta vilja börnin sjá sem samanstendurafteikningum úr íslenskum barnabókum. Meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði hafnaði beiðni Ólafíu Eyrúnar Sigurðardóttur um launað leyfi í þrjá mánuði vegna náms í fótaaðgerðafræði. Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir bæjarfulltrúi minnihlutans, segir málið snúast um hærra þjónustustig i bænum og furðar sig á afstöðu meirihlutans. FÓTAAÐGERÐANÁMIÐ KLAUF BÆJARSTJÓRN Bæjarstjórnin í Hveragerði klofnaði í af- stöðu sinni til beiðni Ólafíu Eyrúnar Sig- urðardóttur um þriggja mánaða launað námsleyfi. Hún sótti um styrk til að læra fótaaðgerðafræði. „Þetta nám er þungur baggi fjárhagslega en ég ætla ekki að láta það koma í veg fyr- ir að ég geti lært þessa grein," segir Eyrún sem er menntuð sjúkraliði og jógakenn- ari. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar synjaði beiðni hennar vegna fyrirhugaðs náms. Þrír bæjarfulltrúar vildu samþykkja beiðn- ina en fjórir höfnuðu henni. Ólík sjónarmið Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans í Hveragerði, segir niður- stöðuna ekki samræmast fyrri ákvörðunum meirihlutans. „Við í minnihlutanum teljum að meirihlutinn hafi skapað fordæmi fyrir þessu með því að samþykkja beiðnir ann- arra aðila um námsleyfi fyrr á kjörtíma- bilnu, jafnvel þó þetta nám sé nokkuð frá- brugðið því sem samþykkt var áður," segir hún. „Við höfðum vonast til að meirihlutinn kynni fótum sínum forráð í þessu máli" Ellen segir að þótt bæjarstjórn hafi ver- ið klofin í málinu hafi eldd orðið uppi fót- ur og fit í bæjarstjórn. „Nei, sem betur fer ekki, en við höfðum vonast til að meirihlut- inn kynni fótum sínum forráð í þessu máli," segir hún að lokum. Hærra þjónustustig Sjálfstæðismenn eru í meirihluta í bæj- arstjórn Hveragerðisbæjar en sjónarmið þeirra voru þau að kjarasamningar leyfðu ekki þriggja mánaða námsleyfi á launum auk þess sem þessi grein félli ekki undir lögbundna þjónustu sveitarfélagins. Ellen Ýr segir þau rök ekki sterk. „Hér, eins og annars staðar, er margt gert sem ekki fell- ur undir lögbundna þjónustu. f Hveragerði býr mikið af eldra fólki og það er ekki útlit fyrir annað en að því muni fjölga á næstu árum. Við teljum að þessi menntun leiði af sér hærra þjónustustig og að námið muni koma íbúum bæjarins til góða þegar fram í sækir," segir hún. Fjárhagslega erfitt Eyrún ætlar ekki að láta niðurstöðuna á sig fá. „Ég er nú þegar byrjuð í náminu en ég verð að viðurkenna að ég hafði vonast eftir styrk til að læra þetta fag. Þetta verður erfitt fjárhagslega en égtel að þessi þjónusta geti nýst bæjarfélaginu vel," segir Eyrún sem er forstöðumaður dagdvalar aldraðra. „Við leituðum eftir því að fá fótaaðgerðafræðing til starfa vegna þess að þörfin er brýn þrátt fyrir að slíkur fræðingur komi frá Selfossi tvo daga í viku og sinni aðallega sjúkling- um á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ás- byrgi. Sú eftirleitan bar ekki árangur," segir Eyrún sem lýkur náminu í desember. Sam- kvæmt upplýsingum frá menntamálaráðu- neytinu veita bæjarfélög á Norðurlöndum almennt þjónustu af þessu tagi. baldur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.