Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Hjónin Valgerður Brynjólfsdóttir og Anders Hansen reka hóteliö Leiru- bakka í Landsveit. Þar hafa þau búið til sérstæöa paradís, steinsar frá kraum- andi eldíjallinu Heklu. Heklusetur Glæsilegurarkítektur þar sem byggíngar- list og náttúra fá að leika saman. í Heklusetri er hægt að fræðast um eldfjallið Heklu. Hjónin Valgerður Brynjólfsdótt- ir og Anders Hansen keyptu jörðina Leirubakka á Landi og reka þau þar hótelið Leirubakka en þar kennir ýmissa grasa. Leirubakki á Landi er gömul jörð og höfuðból að fornu og nýju og er í Landsveit við Hellu. Á hótelinu eru fjórtán tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum, salerni og sturtu en einnig er boð- ið upp á svefnpokapláss. „Til okkar koma líka mikið af starfsmannahóp- um en hér er salur sem getur tekáð fimmtíu manns," segir Valgerður. Hekla frá öllum sjónarhornum 5. maí á síðasta ári opnuðu hjónin svo á jörð sinni það sem þau kalla Heklusetur og er viðbót við hótelreksturinn. „Þegar við keypt- um jörðina var hér hálfbyggt hús sem hannað var af arkitektunum Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnari Bergmann Stefánssyni og létum við klára þá smíði. 1 Heklusetri er boð- ið upp á nútímalega sýningu, gerð af Árna Páli Jóhannssyni, sem veit- ir fræðilegar upplýsingar um Heklu og nágrenni hennar og hægt er að sjá hvaða afleiðingar Heklugos hefur haft í gegnum tíðina. Þetta er afskap- lega falleg sýning sem sýnir Heklu frá öllum hliðum og úr lofti." Heklulistamaðurinn I Heklusetri er auk þess boðið upp á ýmsa listviðburði og einn lið- ur í því er að velja Heklulistamann ársins. Um er að ræða þjóðþekkta listamenn sem sýna Heklu frá ýms- um sjónarhornum. „Heklulista- maðurinn ársins 2007 var Ragna Róbertsdóttir. Ragna gerði eitt risa- stórt verk beint á vegg hér í húsinu. Þetta er ofsalega fallegt verk sem vakið hefur mikla ánægju. Það var vel við hæfi að velja Rögnu til verks- ins en hún hefur unnið mikið með Hekluvikur í verkum sínum," segir Valgerður og bætir því við að enn sé ekki búið að velja Heklulistamann ársins í ár. Malbikað heim að dyrum Valgerður segir mikinn mun vera á traffíkinni sumar og vetur. „Á veturnar er fólk aðallega í há- lendisferðum og á aðeins leið hér fram hjá enda stutt í Landmanna- laugar. Á sumrin læðist hins vegar til okkar fólk úr öllum áttum sem hefur mikinn áhuga á að skoða Heklu og landsvæðið í kringum fjallið." Aðspurð segist Valgerður ekki finnast hún vera einangruð á svo snjóþungum vetri. „Nei, það er malbikað hér heim að dyrum og þó að snjóþungt sé lokast vegurinn ekki nema örstutt," segir Valgerður að lokum. berglind@dv.is Við höfum ýmislegt til að fegra garðinn, pallinn, sumarbústaðinn og heimilið. styttur, gosbrunnar, vindhanar, dvergar, fuglar, blóm og allskonar gjafavörur. Þið eruð alltaf velkomin til okkar. Sláið á þráðinn. Síminn okkar er: 487 5470. v/ Suðurlandsveg 850 Hella.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.