Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suðurland DV
Hjónin Valgerður Brynjólfsdóttir og
Anders Hansen reka hóteliö Leiru-
bakka í Landsveit. Þar hafa þau búið til
sérstæöa paradís, steinsar frá kraum-
andi eldíjallinu Heklu.
Heklusetur
Glæsilegurarkítektur
þar sem byggíngar-
list og náttúra fá að
leika saman. í
Heklusetri er hægt
að fræðast um
eldfjallið Heklu.
Hjónin Valgerður Brynjólfsdótt-
ir og Anders Hansen keyptu jörðina
Leirubakka á Landi og reka þau þar
hótelið Leirubakka en þar kennir
ýmissa grasa. Leirubakki á Landi er
gömul jörð og höfuðból að fornu og
nýju og er í Landsveit við Hellu. Á
hótelinu eru fjórtán tveggja manna
herbergi með uppábúnum rúmum,
salerni og sturtu en einnig er boð-
ið upp á svefnpokapláss. „Til okkar
koma líka mikið af starfsmannahóp-
um en hér er salur sem getur tekáð
fimmtíu manns," segir Valgerður.
Hekla frá öllum sjónarhornum
5. maí á síðasta ári opnuðu
hjónin svo á jörð sinni það sem þau
kalla Heklusetur og er viðbót við
hótelreksturinn. „Þegar við keypt-
um jörðina var hér hálfbyggt hús
sem hannað var af arkitektunum
Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnari
Bergmann Stefánssyni og létum við
klára þá smíði. 1 Heklusetri er boð-
ið upp á nútímalega sýningu, gerð
af Árna Páli Jóhannssyni, sem veit-
ir fræðilegar upplýsingar um Heklu
og nágrenni hennar og hægt er að
sjá hvaða afleiðingar Heklugos hefur
haft í gegnum tíðina. Þetta er afskap-
lega falleg sýning sem sýnir Heklu frá
öllum hliðum og úr lofti."
Heklulistamaðurinn
I Heklusetri er auk þess boðið
upp á ýmsa listviðburði og einn lið-
ur í því er að velja Heklulistamann
ársins. Um er að ræða þjóðþekkta
listamenn sem sýna Heklu frá ýms-
um sjónarhornum. „Heklulista-
maðurinn ársins 2007 var Ragna
Róbertsdóttir. Ragna gerði eitt risa-
stórt verk beint á vegg hér í húsinu.
Þetta er ofsalega fallegt verk sem
vakið hefur mikla ánægju. Það var
vel við hæfi að velja Rögnu til verks-
ins en hún hefur unnið mikið með
Hekluvikur í verkum sínum," segir
Valgerður og bætir því við að enn sé
ekki búið að velja Heklulistamann
ársins í ár.
Malbikað heim að dyrum
Valgerður segir mikinn mun
vera á traffíkinni sumar og vetur.
„Á veturnar er fólk aðallega í há-
lendisferðum og á aðeins leið hér
fram hjá enda stutt í Landmanna-
laugar. Á sumrin læðist hins vegar
til okkar fólk úr öllum áttum sem
hefur mikinn áhuga á að skoða
Heklu og landsvæðið í kringum
fjallið." Aðspurð segist Valgerður
ekki finnast hún vera einangruð á
svo snjóþungum vetri. „Nei, það
er malbikað hér heim að dyrum og
þó að snjóþungt sé lokast vegurinn
ekki nema örstutt," segir Valgerður
að lokum. berglind@dv.is
Við höfum ýmislegt til að fegra garðinn, pallinn, sumarbústaðinn og heimilið.
styttur, gosbrunnar, vindhanar, dvergar, fuglar, blóm og allskonar gjafavörur.
Þið eruð alltaf velkomin til okkar.
Sláið á þráðinn. Síminn okkar er: 487 5470.
v/ Suðurlandsveg 850 Hella.