Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 61
DV Umræöa MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 61 Minusinn fær Vilhjálmur Þ. Vllhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fyrir að axla ekki ábyrgð og segja afsér. \ r-J SPURJVINGIIV ERTOM CRUISE VÆNTANLEGUR? „Það erlangtsíðanég hefheyrtl honum en síðast þegarég frétti var hann ekki á leiðinni ,* segir Arnór Geir Jónsson, einn af fimm stofnendum áhugamannafélags um stofnun Vísindakirkjunnarhérá landi. DVFYRIR 25 ÁRUM MYNDIN (lagningu Maltese-hundurinn Pawsi þurfti að vera stilltur á meðan hann var í feldgreiðslu. Pawsi var einn af um 2600 þátttakendum í 132. Westmnister-sýningunni sem fór fram f Madison Square Garden I NewYorkígær. MyndGetty Bringuhárog fleira Tom Jones var að tryggja á sér bringuhárin fyrir 450 milljónir króna. „Þó hann sé orðinn 67 ára tryllast konur enn yfir mjaðmahnykkjunum hans og loðnu, karlmannlegu bring- unni," er haft eftir einhverjum. Mér finnst þetta óheyrilega skemmtileg frétt. Ég neyðist líka til að reyna að skrifa um eitthvað annað heldur en það nýjasta í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins af því að ég lofaði henni Jónu því. „Ég bara get ekki hlustað á þetta meir, ég bara get það ekki. Getur verið að valdamesti flokkur landsins sé í raun svo agnar smár?" sagði hún, sjálfstæðiskonan, við mig á sunnudag. Það var meira að segja á sunnudag, skiljið þið, áður en mánudagur rann upp í kjallara Val- hallar. Gamla góða sjálfstæðiskonan seg- ir manninum sínum að skipta yfir á aðra stöð um leið og eitthvað kemur um nýjustu uppákomuna hjá gamla góða flokknum sínum. Hún bara höndlar ekki fréttirnar lengur, þetta er orðið það pínlegt. Ég finn til með öllum þarna, ég segi ekki meir. Mér þótti reyndar einna áhuga- verðast að lesa um það hvaða fjöl- miðlar voru í náðinni í Valhöll, hveijir fengu að fara fyrst og hverjir fengu svo að draga númer í röð. Ætli það hafi verið pínu niðurlægjandi eða bara fjör að taka miða í goggunarröð til að bíða lengi-lengi efdr engu? Annars var ég að kíkja á tölur yfir kosningavíxla Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þama í al- þingiskosningunum síðustu þeg- ar ráðuneytum að vanda er breytt í „Hva, við kaupum okkur bara i gegnum kosning- arnarnæstu, erþað ekki? Breytir enguþóttnúsé timabundin lægð." GUÐFRÍÐUR ULJA GRÉTARSDÓTTIR þingmaöur skrifar kosningaskrifstofur á kostnað okk- ar skattgreiðenda. Jón vinur minn Bjarnason hafði forgöngu um að fara ffam á yfirlit yfir málið á Alþingi. Og viti menn. Hversu miklu ætli fyrri rík- isstjórn hafi lofað á síðustu 5 mánuð- um í kosningabaráttunni? Rúmum 14 milljörðum króna. 14 milljörðum! Þá vantaði nú al- deilis ekld peningana í kassann. Hægt að fá fullt af bringuhámm hjá Tomma fyrir svoleiðis pening. Jafnvel hægt að borga einhverjum umönnunarstétt- um hærri laun. „Hva, við kaupum okkur bara í gegnum kosningarnar næstu, er það ekld? Breytir engu þótt nú sé tíma- bundin lægð." Jú, er það ekki einmitt þannig? Við íslendingar kvörtum og kveinum og býsnumst og hneyksl- umst, um stund, en höldum svo bara áfram eins og vanalega. Við fáum þá stjórnmálamenningu sem við eigum skilið. Það sem mig raunvemlega langaði hins vegar til að skrifa um f þessum pistli, ef ég hefði ekki verið afvega- leidd í upphafi, varðar rfld dýranna en ekld mgl og þrugl mannanna. Allar uppákomur og skandal- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Valhöll eða annars staðar verða hjóm eitt í sam- anburði við harmleikinn sem á sér stað fyrir augunum á okkur í lífríkinu, hvort heldur er varðar ketti eða bimi, eða til dæmis froska. Meira að segja mjaðmahnykkir og bringuhár falla í skuggann. I náinni framtíð má búast við því að að minnsta kosti helmingur allra froskategunda útrýmist. Ef okkur finnast froskar of ómerkileg dýr til að hafa áhyggjur af, hvað þá með tígris- dýrið eða ísbjöminn? Þarna bíða þau hvert af öðm, und- ur veraldar, með miðann sinn í gogg- unarröðinni á biðlista dauðans. Nói smíðaði þó örk. Það er meira en við getum sagt. Við bemm öll ábyrgð, en kunnum við að axla þá ábyrgð? Sandkassinn Kristján Hrafn Guðmundsson tjáirsig FYRIRMARGA er kunnara en fr á þurfi að segja, en það er ólýsanlega ljúft að brjóta upp veturinn með ferðalagi til útlanda. Of- anrritaður er nýkominn heim úrvikulangri skíða- og bretta- ferð til ftalíu. Vika er langur tími í pólitík en stuttur tími í ffíi og því finnst manni maður varla hafa lokið við að horfa á þotu- hjólin hverfa inn í væng vélar- innar í loftinu yfir Reykjanesinu þegar maður er allt í einu að góna á þau gægjast út að nýju í sömu lofthelgi. Akjósanlegast væri að mínu mati að geta brugðið sér af bæ í allar þær vikur og mánuði sem svartasta skammdegið og kaldasta fr ostið lúrir hér yfir. En þessir sjö dagar fjarri fósturjörð- inni, sem er jú lengri tími en tók almættið að skapa heiminn, gera manni einhvern veginn gífurlega gott. Kannski jafh gott og það gerði Guði að hvíla sig á sjöunda degi. ÞETTA HEF ég núna gert tvö ár í röð og get eiginlega ekki hugsað mér annað en að gera útlanda- ferð á þessum árstíma. Það er æði Bmisjafnt sem Bubbi Mort- hens hefur látið út úr sér í gegnum tíðina - sumt snilld, annað ekkijafhmikil snilld. En það er í raun mik- ið til í því sem hann segir þarna í jeppaauglýsingunni. Maður á nefnilega kannski bara að vera á íslandi yfir sumarið, rétt á meðan veðrið er skaplegt og flýja frekar af hólmi þegar Kári kæhr kroppinn og myrkrið meiðir sálina. ÞAÐ ER ekki bara þessi þrá að kom- ast úr kulda og myrkri, enda felur umrædd ferð mín í sér snjó og dvöl í ríflega 1500 metra hæð. Þetta snýst líldega meira um að fá pásu frá erlinum og hversdags- leikanum. Pásu frá því að vera Reykvflángur, Is- lendingur. Jafn- vel pásu frá pól- itíkusunum? hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.