Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 69

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 69
DV Fólkið MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 69 HAFDÍS HULD SPILARA TISI Tískuvikan í London stendur nú sem hæst en Hafdís Huld mun koma þar fram sem plötusnúður. Haf- dís, sem um þessar mundir er stödd í Bretlandi við undirbúning á annarri breiðskífu sinni, kemur til með að spila þriggja tíma sett í stærstu tískuvöru- verslun Bretlands, Topshop við Oxford Circus. Hafdís spilar þann 15. febrúar en í tilkynningu frá Topshop segfr að tónlist og tíska hafi alltaf haldist í hendur og því hafi verið ákveðið að fá nokkrar af áhugaverðustu konum borg- arinnar til að sjá um tónlistina meðan á Tískuvikunni stendur. VÍDiLLÍNSKIRKJA HVETUR TIL KREFJANDI SAMTALS OGRANDI MYNDUST „Við getum átt innra líf þótt líkami okkar sé hrumur eða máttvana. Listamaðurinn er að árétta með þessari mynd að hið innra líf þess- arar öldnu konu er mikilvægara en ytri veru- leiki. Það er hlutverk kirkjunnar að minna á það að kristin þjóð getur ekki sætt sig við félagslega einangrun fólks.“ Altaristaflan íVídalínskirkju hefúr vakið mikla umræðu meðal sóknarbarna undanfarið, enda stendur sóknarnefnd nú fyrir nýstárlegri tilraun. Trékrossinum sem vanalega prýðir kórinn hef- ur verið skipt út fýrir málverk eftir íslenska lista- menn sem kirkjan fékk að láni frá Landsbankan- um og hangir hvert verk uppi í ársfjórðung. Fyrsta verkið í sýningaröðinni var „Bænin má aldrei bresta þig" eftir Kjarval, en nú hangir uppi verkið „Col tempo" eftir Magnús Kjartans- son og eru um það skiptar skoðanir. Margir hafa tekið því fagnandi, en dæmi eru um að fólk hafi ekki getað hugsað sér að jarðsyngja ástvini sína í kirkjunni vegna verksins. Jónu Hrönn Bolladótt- ur, sóknarpresti í Vídalínskirkju, er hins vegar afar annt um verkið. „Þetta er mjög sterkt verk," segir hún. „Þegar ég kom inn á kirkjugólfið á meðan verið var að setja það upp, fór ég að gráta. Og það er upplifun flestra að myndin hreyfi við tilfinningalífi áhbrf- andans. Við vitum að öll eigum við eftir að eld- ast og hrörna ef allt fer á besta veg. Og við meg- um ekki gleyma hinum öldnu sem eru of mörg einangruð í elli sinni. Ég finn að mig langar að standa með þessari konu, það er í raun lítið pláss fýrir þann þjáða og yfirbugaða í okkar samfélagi," segir Jóna Hrönn og bætir við að nú sé fastan í kirkjuárinu þar sem við íhugum þjáningar og dauða Jesú Krists, og að þessi mynd kalli á margt sem fjalla má um í predikun. Markmið sóknarnefndarinnar og presta safn- aðarins er í senn að kynna verk eftir íslenska listamenn og vekja innihaldsríkar umræður innan safnaðarins. „Hér er gerð byltingarkennd tilraun í húsi Jesú Krists sem umbylti hugstm veraldar meir • • en nokkur önnur persóna á jörðinni," segir Jóna Hrönn. Væri hugsanlegt að taka niður verkið vegna athafna í kirkjunni? „Nei! við gerum það ekki," svarar Jóna. „Þessi mynd verður út föstuna og svo kemur upp „Sumartungl" eftir Eirík Smith áður en fermingar hefjast. Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur Landsbankans, hefur fjallað um þessa mynd og hún hefur mjög mikla guð- fræðilega slárskotun," segir Jóna Hrönn. „Þar segir Aðalsteinn að myndin sýni gamla konu í hljóðri og angistarfullri bæn. Konan er rækilega mörkuð tímanum, en lokuð augu hennar árétta að innra líf hennar er mikilvægara en ytri veru- leiki. Við erum líka með stóran trékross inni í kirkjuskipinu sem var á tímum Jesú hræðileg- asta aftökutæki sem til var, þar sem mennska hans var böðuð í blóði og taumlausri þjáningu. En við tökum hann ekki niður." f sýningarskrá kemur ffarn að meðal þeirra grundvallarspurninga sem listamaðurinn varp- ar fram sé „hvort tilhugsunin. um eilíft líf geti nokkurn tíma sætt okkur við þjáningu, dauða og upplausn". .Eftir föstuna verður myndinni skipt út fyrir verkið „Sumartungl" eftir Eirík Smith sem prýða mun kórinn í þrjá mánuði eða þar til „Stekkjur" Harðar Ágústsonar verður sett upp í lok árs. TOKUR ÁRÍKINU HAFNAR Tökur á Ríldnu, nýjum gaman- þáttum sem sýndir verða á Stöð 2, eru hafnar. Um er að ræða svo kallaðan „sketsa"-þátt í sama anda og Fóstbræður og Svína- súpan. Silja Hauksdóttir sér um leikstjórn, en Siguijón Kjartans- son skrifar handritið ásamt öðr- um þekktum grínurum. Meðal leikara í þættinum eru Eggert Þorleifsson, Sveppi og Auddi. Þættirnir verða frumsýndir næsta vetur, en þá verður einnig Dagvaktin, framhald Næturvakt- arinnar, á dagskrá. ROKKA FYRIR VEIKAN VIN Meðlimir hljómsveitarinnar Hoff- mans frá Vestmannaeyjum halda tónleika í kvöld á Gauki á Stöng til styrktar langveikum vini sínum. Hann þjáist af hinum alvarlega sjúkdómi ósæða- flysjun. Ásamt Hoffman koma fram hljómsveitirnar Benny Crespos Gang, Hookerswing, Cliff Clavin og Æla. Húsið verður opnað klukkan 20 og fer fyrsta hljómsveit á svið klukkutíma síðar. Það kostar þús- und krónur inn á tónleika en einnig verður tekið á móti frjálsum fram- lögum tónleikagesta. LEIKKONAN KEIRA KNIGHTLEY ER VÆNTANLEG TIL LANDSINS: REYKJAVÍKUR- RÓMANTÍK KEIRU Breska leikkonan Keira Knightley sem gerir það gott í kvikmyndahúsum um þessar mund- ir í kvikmyndinni Atonement er væntanleg til íslands. Fregnir herma að unnusti leikkon- unnar, Rupert Friend, hafi komið henni á óvart með því að bjóða henni til íslands á Valentín- usardaginnn á morgun. Sagan segir að Rupert hafi hvergi til sparað við undirbúning íslands- ferðarinnar og að Keira virðist mjög spennt fyrir ferðalaginu. Parið unga kynntist við tök- ur á kvikmyndinni Pride and Prejudice árið 2005. Þau þurfa að leggja sig öll ffarn tíl þess að ná góðum samverustundum vegna mikilla anna. Þau hafa áður spókað sig saman á Bah- ama- og Kyrrahafseyjum en taka nú stefnuna á ísland. Rupert, sem er 26 ára, hefur ekki tekist að fá Keiru, sem er 22 ára, upp að altarinu þótt hontun virðist ætla að takast að draga hana í norðangarrann til fslands en leikkonan sagði í viðtali nýlega að hún væri ekki á leiðinni í hjónaband á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.