Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 72
T> Litlar sainlokur 399 kr. + lítið gosglas 100 kr. FRÉTTASKOT 51 2 70 70 499 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MIÐVIKUDA6UR 13. FEBRÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VfSIR STOFNAÐ 1910 <£*■' Flugvélin ófundin Ekkert hefur enn fundist af bandarísku flugvélinni sem talið er að hafi hrapað í sjó um 50 sjómílur vestur af Keflavík í gær. Leit var hætt í gærkvöldi þegar myrkva tók en gert ” er ráð fyrir að hún hefjist að nýju þegar birtir í dag. Aðstæður til leitar bötnuðu verulega þegar leið á gærdaginn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var við leit þar sem vélin er talin hafa hrapað og sömuleiðis Fokker-flug- vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, ásamt Challenger-flugvél danska flughersins eru við leit úr lofti. Dra ip vegna meolagsins Fyrrverandi lögreglumaður drap ófríska ástkonu sína til að sleppa undan því að greiða barnameðlag að sögn saksóknara í máli Bobby Cutts í Canton, Ohio í Bandaríkjunum. Cutts sagði fyrir rétti að hann hefði óvart drepið Jessie Davies, ástkonu sína, með olnbogaskoti í hálsinn þegar hún reyndi að yf- irgefa hús hans eftir rifrildi. Sak- sóknarinn í málinu, Dennis Barr, sagði hins vegar að Cutts hefði allan tímann ætlað sér að myrða Davis og ófætt barn þeirra þar sem hann væri að sligast undan meðlagsgreiðslum vegna þriggja barna. Barnið sem Davis bar und- ir belti hefði orðið hans fjórða. Dyravörður barði feðga 23 ára karlmaður, Hlynur Han- sen, var í gær dæmdur í fimm mán- aða fangelsi fyrir að ráðast á feðga fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Vikt- or árið 2006. Feðgarnir sátu við borð fyrir utan staðinn þegar Hlynur sló til föðurins og tók hann hálstaki. Þá kýldi hann soninn hnefahöggi í and- litið þannig að hann féll í götuna og rotaðist. Hlynur, sem vann sem dyravörð- ur á staðnum, sagði við lögreglu að hann hefði beðið mennina að yfir- gefa staðinn þar sem hann væri að taka saman stóla. Hafi þeir ekki vilj- að fara og ýtt honum. Hafi hann þá misst stjórn á skapi sínu. Dómnum þótti sannað að Hlynur hefði ráðist á mennina og hæfileg refsing var ákveðin fimm mánuðir, þar af eru fjórir skilorðsbundnir. Enn ein hækkunin! Smiður úr Mosfellsbæ var hætt kominn þegar eldingu laust niður skammt frá honum: • • i i FEKKHOGGFRA ELDINGU1 ÁSGEIR JÓNSSON bladamadur skrifar: asgeirc+dv.is „Ég fékk eins konar högg- eða raf- bylgju á mig. Það var eins og ég hefði fengið straum úrinnstungu," segir Atli Bjamason, 22 ára smiður í Mosfells- bæ, sem lenti í því um seinustu helgi að eldingu laust niður örskammt frá honum. Skemmdir urðu á heimili hans. Þmmur og eldingar vom yfir Mosfellsbæ á föstudaginn og urðu margir varir við það. Sennilega eng- inn þó jafhmikið og Atíi. miðstöðinni hafði hreinlega sprungið í tætíur." Þegar Atíi ætíaði svo að slá inn örygginu í rafmagnstöflunni tók hann eftir því að allt var brunnið og spmngið í henni líka. „Það eyðilagð- ist líka sjónvarp, örbylgjuofh, flakk- ari og hleðslutækin fyrir fartölvumar svo eitthvað sé nefnt en gagnabein- ar í nærliggjandi húsum skemmdust einnig," segir Atíi. Rafmagnstaflan Gagnabeinar í nærliggjandi húsum skemmdust einnig. Blossi og ólýsanlegur hávaði Atíi var á leiðinni út í bíl sem stóð fyrir utan hús hans í Bjargslundi 15 í Mosfellsbæ þegar atburðurinn átti sér stað. „Mágur minn hringdi í mig og lét mig vita af því að ljósin væm kveikt á bílnum," segir Atli um ástæðu þess að hann var á vappi í óveðrinu. „Ég var nýbúinn að staðhæfa við kæmst- una mína að það myndi aldrei slá nið- ur eldingu í húsið til þess að róa hana niður," og segir Atli að andartökin á Þjófavarnaboxið sem sprakk Boxið hreinlega splundraðist þegar eldingunni laust niður. eldingarinnar lenda á sér. eftir hafi verið lyginni líkust. „Ég hljóp þama út í bíl á hlýra- bolnum tll að slökkva ljósin. Síðan allt í einu sló eldingu niður svona tíu til fimmtán metmm frá mér, í rafmagns- vír í jörðinni." Við það segir Atli að allt hafi lýst upp á örskotsstundu og bloss- inn verið gríðarlega skær. „Hvellurinn sem fylgdi var ekki eins og neitt sem ég hefur áður heyrt, hann var svo há- vær," segir Atíi sem fann einnig kraft Þjófavarnakerfið sprakk í tætlur í kjölfar þess að eldingunni laust niður fór allt rafmagn af í nánasta nágrenni og hin ýmsu rafmagnstæki eyðilögðust í húsi Atía. „Þegar ég kom inn í húsið eftir þetta notaði ég vasa- ljósið á símanum mínum og ætíaði að slá aftur inn rafmagninu," en Atíi tók fljótíega eftir því að ekki var allt með felldu. „Þegar ég kom inn á skrifstof- una þar sem rafmagnstaflan er tók ég eftir því að allt var á rúi og stúi. Boxið utan um þjófavarnakerfið frá Öryggis- Tryggður fyrir skemmdunum Hann er ánægður með að ekki fór verr en hann er ekki viss um hvort einni eða tveimur eldingum laust niður. „Frænka mín sagði að hún hefði séð eitthvað glóa ofan á húsinu skömmu eftir að þetta gerðist en ég er ekki viss um hvort það hafi verið eftir aðra eldingu," segir Atíi sem segist líka feginn að enginn hafi slasast en hans nánasta fjölskylda býr í húsunum í kring. „Sem betur fer er ég tryggður fyrir þessu öllu," segir Atíi. Hann seg- ir að þeir eftirlitsmenn sem komu og skoðuðu svæðið eftir þessi ósköp hafi aldrei séð annað eins. i i i i i i i i i Hart tekist á í handboltanum Framarar lögðu Akureyringa að velli með 27 mörkum gegn 24 í undanúrslitum bikarkeppni karla [ handbolta í gærkvöldi. Þeir mæta Völsurum sem unnu Víkinga 38-32 í tvíframlengdum leik. dvmvndsigurðjr Tollstjórinn í Reykjavík berst gegn fyrirtækjum sem skulda skatta: 700 fyrirtækjum hótað lokun Einum 700 fyrirtækjum í höfuð- borginni hefur verið hótað lokun. Það er embætti tollstjórans í Reykja- vík sem hótar aðgerðum gegn fyrir- tækjunum bregðist þau ekki við op- inberum skuldum sínum hið fyrsta. Öll fyrirtækin skulda opinber gjöld og er um að ræða skatta sem löngu fallnir eru á eindaga. Tollstjór- inn í Reykjavík hefur sett sér það lág- marlc að hóta fyrirtækjum lokun sem komin eru í skuld yfir 500 þúsund krónur á opinberum gjöldum. Sinni fyrirtækin ekki viðvörun tollstjórans að þessu sinni er lögregla kölluð til og fyrirtæki innsigluð. Fjöldi fyrirtækj- anna sem embættið hefur þurft að vara við innsiglun hefur verið svip- aður undanfarin ár og hefur þurft að loka tugum fyrirtækja í kjölfarið. Verða að borga Um sjö hundruð fyrirtæki eiga lokun yfir höfði sér. Edda Símonardóttir, forstöðu- maður lögheimtusviðs tollstjórans í Reykjavík, staðfestir að embættið hafi sent út 700 viðvörunarbréf í síðustu viku. Aðspurð segir hún um hefð- bundna aðgerð að ræða. „Öll þessi fyrirtæki eru með gjaldfallna vörslu- skatta og hafa ekki sinnt ábending- um okkar um lagfæringu. í bréfinu frá okkur í síðustu viku er þeim gerð grein fyrir því að fyrirtækjunum verði lokað geri þau sköttunum ekki skil. Þannig gengur þetta einfaldlega fyrir sig," segir Edda. „Þrátt fyrir lágmarkið segir það sig sjálft að flest þessara fyrirtækja skulda mun meira en það og list- inn er langur hjá okkur. Sum þeirra skulda milljónir, önnur nokkra tugi milljóna. Við byrjum aðgerðir á þeim fyrirtækjum sem skulda hvað mest og höfum fulla heimild til að inn- sigla og loka fyrirtækjum. Sem betur fer höfum við ekki þurft að loka hjá mörgum fyrirtækjum ár hvert," segir Edda. trausti@dv.is Bensínverð hækkar Verð á eldsneyti hækkaði í gær. Hjá N1 hækkaði verðið um tvær krónur og kostar nú 95 okt- ana bensín 137,90 krónur í sjálfs- afgreiðslu eftir breytingarnar. 98 oktana bensín kostar 143,30 krónur og dísilolía hækkaði í 142,20 krónur. Hjá Skeljungi í Skógarhlíð fengust þær upplýsingar að verð hækkaði um 3,40 krónur og kost- ar 95 oktana bensín þar 137,70 krónur. Dísilolía kostar þar nú 141,70 krónur. Hjá Olís kostar bensínlítrinn 137,90 krónur og dísillítrinn 142,40 krónur. i i i i i i Rússarvara Úkraínubúa við Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar gætu tekið upp á því að miða flugskeytum sínum á Úkra- ínu. Þetta sagði hann að kynni að gerast ef Úkr- aína gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu og *: samþykkti að Bandaríkjamenn notuðu landið til að byggja upp varnarkerfi gegn flug- skeytaárásum. Pútín var.í opinberri heimsókn í Úkraínu í gær þegar hann lét um- mælin falla. Hann stóð við hlið úkra- ínska forsetans Viktors Jústsjenkó þegar hann sagði þetta og fordæmdi um leið áætlanir Bandaríkjastjóm- ar um að koma upp eldflaugavarna- kerfi í Póllandi og Tékldandi. i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.