Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Deilt um kaupin á bréfum Bjarna Stjórn Glitnis var veitt skýr heimild til að kaupa eigin hluti upp að t£u prósenta mörkum á aðalfundi bankans árið 2007. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Glitnis sendi frá sér vegna fyrirspurna Vilhjálms Bjarnasonar, hluthafa í Glitni og framkvæmdastjóra Samtaka fjárfesta. Vilhjálmur Bjarnason hefur iýst því yfir að hann ædi í mál við stjórn Glitnis vegna kaupa á hlutabréfum Bjarna Armanns- sonar, fyrrverandi forstjóra Glitn- is. Telur hann að stjórn Glitn- is hafi ekki verið að hugsa um hag hluthafa þegar 236 millj- óna króna hlutur Bjarna í Glitni var keyptur á genginu 29 þegar markaðsgengið var á bilinu 26 til 27. „Sjálfseyðing ungstirnis" össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra skrifar á bloggi sínu að pólitískur ferill Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sé í raun búinn. f pistíinum, sem hefúryfirskriftina „Sjálfseyðing ungstimis", leiðir Össur líkum að því að Gísli Mart- einn hafi hrint af stað atburða- rásinni í kringum REI-málið sem leiddi til vandræða flokksbróður Gísia, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Fram kom í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að pistill Össurar hefði verið ræddur á ríkisstjómarfúndi. Pistilinn allan má lesa á http:// ossur.hexia.net. Kennarar dragastaftur úr Framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr í grunnlaunum og launaþróun félagsmanna Kennarasambands fslands í framhaldsskólum hefur ekki fylgt launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa hjá ríkinu. Þetta segir í ályktun frá KÍ þar sem fram kemur að óánægja meðal framhaldsskólakennara með laun og starfskjör kunni að leiða til þess að þeir leití á önnur mið. DV sagði frá því á þriðjudag að fjöldi leiðbeinenda fær und- anþágu til að kenna við ffarn- haldsskóla og frá haustinu hafa tveir fengið slíkaundanþágu án> þess að vera sjálfir með stúdents- próf. Leiðrétting Rangt var farið með nafn > s m > Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufúlltrúa Þingvalla, í grein um skógarhögg á Þing- völlum f blaðinu í gær. 1 „Greinirinn hlýtur að vera annað tveggjaheimskureðagjörsamlegafávís þegar kemur að íslenskum bönkum. Það nægir að kíkja á heimasíðu okkar til að sjá lykiltölurnar um Kaupþing," sagði Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings, í viðtali við danska fjáramálablaðið Börsen í gær. Danski bankinn Saxobank birti spá í vikunni sem gerir ráð fyrir því að Kaupþing verði gjaldþrota á þessu ári. Óskiljanlegt og ábyrgðarlaust Kaupþingi er óskiljanlegt hvemig á þessu standi, telur matið hreint og beint heimskulegt og sýni ekkert annað en vanþekkingu Saxo á íslenskum bönkum. David Karsbol, yfirmaður greiningardeildar Saxo- bankans, sagði að iíkumar á gjald- þroti Kaupþings hefðu aldrei verið meiri. Sigurður Einarsson er hreint ekki sammála. „Yfirlýsingar Saxo-bankans em fuilkomlega ábyrgðarlausar. Og þær hafa ekkert með raunveruieikann að gera. Eiginfjárstaða okkar er 13 milljarðar evra, og endurfjármögnunarþörf okkar hljóðar upp á rúmlega 3 milljarða evra á þessu ári. Ég fæ ekki BALDUR GUÐMUNDSSON bladamaður skrifar baldur^dv.is „Ég fæ ekki séð hvernig við gætum yfirhöfuð orðið gjaldþrota" séð hvernigvið gætumyfirhöfúð orðið gjaldþrota," sagði Sigurður Einarsson við borsen.dk. Ætlar að leiðrétta matið Sigurður segir að framtíðarspá Saxo-bankans geti haft slæmar afleiðingar fyrir Kaupþing, því svona umsagnir geta gert viðskiptavini taugaóstyrka á sama tíma ogfjármála- heimurinn er undir álagi. „Vissulega höfum við tekið meiri áhættu en aðrir. En ekld í þeim mæli að hún réttíæti svona dómsdagsspá," sagði Sigurður, sem ætíar að setja sig í samband við Saxo-bankann til að leiðrétta mat hans. Þrjú til fimm hundruð hætta árlega Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um takmarkað aðgengi bankanna að iánum. Því hefur verið haldið ffarn, meðal annars í Morgunblaðinu í gær, að uppsagnir séu á næsta leiti. FriðbertTraustason, formaður Samtaka íslenskra bankamanna, reiknar ekki með því að bankarnir þurfi að grípa til uppsagna. „Hjá fjármálastofnununum vinna alls um sexþúsund manns. Mikil hreyfing hafa verið mjög diwlegir að fj ármagna viðburði og auglýra sig auk þess sem útrásin hefúr verið mildl. Ég spái því að þeir muni draga saman seglin og ég trúi ekki öðru en að toppamir muni lækka í launum. Áður höfðu bankamir efrii á því að gera samninga sem almenningi blöskraði. Þeir hikuðu ekki við að kaupa til sín hæfa einstaklinga á háu verði. Nú er hins vegar meira framboð af hæfu fólki svo það þarf ekki að kaupa það jafnháu verði," segir Friðbert. er alla jafna á starfsfólki en nærri lætur að þrjú til fimm hundmð manns hætti árlega hjá þessum fýrirtækjum. Það er ýmist vegna þess að fólk stefriir á ffekara nám, vill breyta til eða er að fara á eftirlaun. Ég efast um að gripið verið tíl uppsagna, heldur frekar hitt, að bankanir munu ekki ráða í þær stöður sem losna," útskýrir Friðbert. Hann segist ekki hafa orðið var við mikinn óróleika meðal bankafólks. „Bankamir hafa áður lent í niðursveiflu, síðast árin 2001 og 2002. Þeir hafa alltaf siglt í gegnum þær án þess að þurfa að grípa til rótækra aðgerða. AUar uppsagnir f þessum geira koma inn á borð til mín og ég heyri í þeim flestum. Ég hef ekki orðið varvið óeðliiegaruppsagniren vissulega hefur neikvæð umræða um stöðu bankanna alltaf áhrif á starfsmenn þeirra. Dregur úr ofurlaunum Friðbert segist reikna með því að bankarnir muni fara sér hægt á komandi mánuðum. Himinháir starfsloka- samningar verðisjaldgæf- ari. „Bankamir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir dómsdagsspá Saxo-bankans aðeins varpa ljósi á þekkingarleysi greiningaraðila á íslenskum bönkurn. Friðbert Traustason, fomaður Samtaka íslenskra bankamanna, telur að störfum muni fækka, en þó ekki endilega með uppsögnum. .^ ... i DANSKUR SÉRFRÆÐINGUR „HEIMSKUR" m l a * m Kaupþing banki Saxo- bank ýjar að mögulegu gjaldþroti Kaupþings. Fyrrverandi stjórnarmaður í LÍÚ gengur til liðs við ný samtök: Segir kvóta kerfi n u stríð á hendur „Við viljum segja kvótakerfinu stríð á hendur. Kerfið er opinber þjófnaður á sameign þjóðarinn- ar, fiskistofnunum við ísland," segir Emil Thorarensen, félagi í Framtíð - samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi. Stofnfúndur félagsins var á Akur- eyri á sunnudag. „Ég vona að stofn- un þessa landssambands verði síð- asti naglinn í líkkistu hins illræmda kvótakerfis," segir hann. Emil Thorarensen var lengi stjómarmaður í LÍÚ, frál990 til 2003. Hann var mikill stuðningsmaður kvótakerfisins en hefúr nú snúið við blaðinu. Auk stjómarsetu í LlÚ var Emil lengi útgerðarstjóri hjá Aðalsteini Jónssyni, betur þekktum sem Alla ríka. Það em því mildl umskipti að hann gangi nú til liðs við félag sem stofnað er til höfuðs gömlu sægreif- unum. Hallgrímur Guðmundsson, smábátasjómaður og nýkjörinn for- maður Framtíðar, eða FSSS eins og fé- lagsmenn lqósa að kalla félagið, segir einhug í mönnum sem telji mörg rétt- lætísmál hafa verið brotin. Nauðsyn- legt hafi verið að stofna ný samtök þar sem Landssamband íslenskra smá- bátaeigenda og Landssamband ís- lenskra útvegsmanna þjóni nú aðeins þröngum hópi, stuðningsmönnum kvótakerfisins. „Mönnum er gróflega misboðið," segir hann. Markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna og verða samtökin mál- svari þeirra gagnvart stjórnvöldum. Álit mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um að íslenska kvótakerfið brjóti á mannréttindum eru skýr skilaboð að mati Hallgríms: „Við ætíum að fylgja því eftir að yf- irvöld fái ekki frið til að svæfa þetta mál," segir hann. Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagðist iitíar áhyggjur hafa af hinu nýstofnaða fé- lagi. Hann kannast ekki við óánægju innan sinna raða og segir fóiki frjálst að stofiia samtök ef það svo kýs. Ekki náðist tal af Arthúri Boga- syni, formanni Landssambands smá- bátaeigenda, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. erla@dv.is Þjónar kvótakóngunum Meðlimir nýs félags í sjávarútvegi segja LfÚ og Landssamband fslenskra smábátaeigenda aðeins þjóna efnamiklum kvótaeigendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.