Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Feögarnir Daníel Örn Svavarsson og Svavar Guðnason fóru til Danmerkur til þess að sækja systur og dóttur sína til móður hennar sem þeir segja vera i mikilli óreglu. Daninn Miller Jensen reyndi að stöðva þá en þá lentu þeir í handalögmálum. Málið komst í hámæli í dönskum fjölmiðlum en þar var sagt að feðg- arnir hafi lamið hann með járnröri. FEÐGAR REYNDU AÐ BJARGA BARNI VALUR GRETTISSON bladamaður skriíar; „Við ætluðum að sækja systur mína," segir Daníel örn Svavars- son sem fór ásamt föður sínum, Svavari Guðnasyni, til Danmerk- ur um helgina en þeir ætluðu að sækja Helgu Völu Svavarsdóttur til móður hennar, Elsu Jónsdóttur. Hún er ekki með forsjá yfir barninu heldur systir hennar og eiginmað- ur. Feðgarnir fóru £ umboði þeirra til að sækja stúlkuna en sú heim- sókn endaði með ósköpum. Frá því var sagt í dönskum fjölmiðlum og var því haldið fram að þeir feðgar hefðu ferðast 2.500 kílómetra til þess eins að lemja Miller Jensen. Málið er í raun harðvítug forræðis- deila en feðgarnir segja Elsu í mik- illi óreglu. f viðtali við DV segist Elsa ekki vera í óreglu og ekld held- ur maðurinn sem hún býr hjá. Hún játar þó að hann neiti Contalgins vegna verkja og reyki kannabis- efni að staðaldri. Hann geri það þó aldrei inni í húsinu. Úr klóm óreglunnar Það var um síðustu helgi sem feðgarnir Svavar og Daníel fóru til smábæjarins Langebæk í Dan- mörku. Þar býr barnsmóðir Svavars og móðir Daníels. Hún er núna með hina sjö ára Helgu Völu en afi stúlk- unnar fór með hana til mömmu sinnar á síðasta ári. Hún er ekki með forsjá yfir barninu, það hef- ur systir hennar hins vegar. Ástæð- an að sögn feðganna er sú að hún er í mikilli óreglu. Móðir stelpunn- ar, Elsa, vill ekld skila stelpunni og vill meina að hún hafi aldrei skrifað undir neina pappíra þess eðlis að hún hafi afsalað sér forsjá barnsins til átján ára aldurs. Feðgarnir hafa undir höndum skjöl sem heimiluðu þeim að sækja stúlkuna og koma með hana til Islands. fAGICAV TATTÖC Vopnaður vatnsmæli „Þegar við komum til mömmu byrjuðu hún og maðurinn henn- ar að öskra á okkur og reka oklcur í burtu," segir Daníel, son- ur Elsu, um aðstæður þegar þeir komu heim til henn- ar og mannsins sem hún býr hjá, Miilers Jensen. Að sögn Svavars, föður stúlk- unnar, skelltu þau hurðinni en Daníel tókst að setja fótinn á milli stafs og hurð- ar. Úr því urðu átök sem enduðu fyrir utan húsið. „Við slógumst á flötinni fyrir utan húsið hjá þeim þegar Miller gaf mér olnbogaskot," segir Daní- el en þá ræðst hann að Miller með vatnsmæli sem er lítið járnstykki til þess að mæla vatnsmagn í grasinu. Sjálfur segist Daníel aldrei hafa beitt vopninu á Miller, heldur hafi hann dottið í jörðina þar sem hann var mjög drukkinn. Feðgar handteknir Eftir nokkra stund kom lögreglan á svæðið. Feðgarnir reyndu að sýna Feðgar í forræðisdeilu Feðgarnir Daníel Örn Svavarsson og Svavar Guðnason fóru til Danmerkur til þess að frelsa sjö ára stúlku úr óreglu móður hennar. henni skjölin sem þeir höfðu undir höndum um að þeim bæri að koma með stúlk- una aftur heim til Islands. Engu að síður voru þeir báðir handteknir vegna málsins. Máttu þeir dúsa í fangelsi í tæpan sólarhring áður en danska lögreglan útvegaði túlk. Þá voru þeir yfirheyrðir íýrst. Þeg- ar málsatvik voru komin á hreint ákvað lögreglan að sleppa þeim. Ekki var krafist gæsluvarðhalds eða farbanns. „Martin Jensen, lögregluþjónn, var mjög vinalegur þegar þeir leyfðu okkur svo loks að fara," svara þeir aðspurðir hvemig viðmót lögreglunnar hafi verið þegar þeim var sleppt. Sjokkerandi afleiðingar Eftir að feðgunum var sleppt sögðu danskir fjölmiðlar frá því að þeir feðgar hefðu ferðast 2.500 kíló- metra til þess að lemja Miller Jensen. Það reyndist ekld réttendavilduþeir HelguVölutilbaka. ,Við vorum alveg sjokkerað- ir vegna afleið- inganna. Okkur óraði ekki einu sinni fyrir fjölmiðla- umfjölluninni," segir Svavar um mál- ið en hann er löngu skilinn við Elsu en í DV var ranghermt að þau væru nýskilin. Feðgamir segjast hafa reynt að ná stúlkunni af móðir hennar því barnið væri ekki í heilbrigðu umhverfi: „Hún hringdi í mig tvisvar, einu sinni var hún ein í einhverju partíi. Hún var grátandi og vildi komast heim," segir Daníel, bróðir stúlkunnar, sem sjálfur ólst upp f óreglu hjá móður sinni. Nú er svo komið að þeir feðgar em f sambandi við lögfræðing í „Við tókumst á á flötinni fyrir utan húsið hjá þeim þegar Miller gafmér olnbogaskot." Danmörku um að fá Helgu Völu aftur til fslands. Allir drekka í Danmörku „Þeir höfðu ekkert leyfi til þess að koma hingað," segir Elsa Jóns- dóttir, móðir Helgu Völu. Hún seg- ir dóttur sína ekki hafa verið heima þegar þeir komu og bætir við: „Guði sé lof." Hún segir það ekki rétt að hún sé í óreglu en bendir samt blaðamanni á að hún sé á ansi sterkum lyfjum á meðan samtalið stendur til þess að róa taugarnar. Áflogin á milli Millers og feðganna hafi hrist mikið upp í henni. „Það er ekki rétt að ég sé drykkjurútur og í óreglu. Ég meina, það drekka allir bjór í Danmörku," segir Elsa. Kærastinn á Contalgini Aðspurð hvort Miller reyki kannabis á heimilinu segir hún hann gera það, en aldrei inni í húsinu. Hún bendir á að hann sé „pensjónisti," vegna slyss sem hann lenti í. Þá fótbrotnaði hann á báðum fótum og hryggurinn brotnaði. „Hann var f átta mánuði á spítala og tekur Contalgin-töflur, þetta er þvílfkur sársauki," segir Erla en sjálf segir hún Miller ekki vera kærasta sinn. Hann leyfi henni að búa þarna án þess að borga leigu. Hún segist ekki hafa efni á að borga hana. Aftur á móti væsi ekld um Helgu Völu að hennar sögn. „Ég hef margspurt hana og hún vill ekki fara til Islands," segir Elsa. Skrifaði ekki undir neitt Þegar Elsa er innt eftir því hvort hún hyggist koma með stelpuna til íslands aftur segir hún það ekld koma til greina. Hún segist ekki hafa skrifað undir neitt þess eðlis að systir hennar og eiginmaður fái að hafa forræði yfir baminu til átján ára aldurs. Þá hefur hún haft samband við þrjá lögfræðinga en enginn vill taka við málinu að hennar sögn. Aðspurð hvers vegna þeir vilji það ekki segir hún: „Þeir segja að ég standi mig ekld og svoleiðis. Elsa hyggst ná sér í lögfræðing og vill að íslenska ríkið borgi allan kosmað vegna hans. Hún segist ekki sleppa hendinni af stúlkunni þrátt fyrir að hún hafi ekki forræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.