Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Side 17
PV Sport FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 17 Útlit er fyrir niðurskurð til íþróttamannvirkja samkvæmt nýrri þriggja ára fjárhags- áætlun borgarstjórnar. HÆGAGANGUR? Útlit er fyrir niðurskurð í fjárhagsáætlun borgarstjórnartil íþróttamannvirkja næstu þrjú árin. ~P VIÐAR GUÐJÓNSSON blaðamadur skrifar: vidartfpd/.is Iþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru uggandi í kjölfar nýrrar fjárhags- áætlunar borgaryfirvalda sem nýlega var samþykkt á borgarráðsfundi. Þar kemur fram að umtalsvert lægri upp- hæðir eru ætíaðar til uppbyggingar íþróttamannvirkja í borginni en var í áætlunum fýrir ári. Á þriggja ára áætíun fyrir árin 2009-2011 er gert ráð fýrir um 1.200- 1.300 milljónum króna á ári til fram- kvæmda við íþróttamannvirki en það er nokkuð frá þeim fjármunum sem ætluð voru þessum málaflokki í upp- hafi kjörtímabils. Á þriggja ára fjárhagsáætíun Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks fýrir árin 2008-2010 kemur fram að á þeim tíma hafi borgaryfirvöld ætlað um 1.730 milljónir til ffamkvæmda á nýjum íþróttamannvirkjum árið 2009 og um 1.650 milljónir árið 2010. Ef marka má þessar tölur er hægt að gera ráð fýrir tæpum 800 milljóna króna niðurskurði til íþróttamann- virkja á næstu tveimur árum. Dagur B. Eggertsson borgarfull- trúi telur að um milljarð króna vanti upp á frá fýrri fjárhagsáætlunum og uppbygging á íþróttamannvirkjum í Reykjavík sé í uppnámi. Bolli Thor- odssen, formaður ÍTR, segir nýja borgarstjórn standa fýrir ábyrgri fjár- málastjórn. Uggur er meðal forsvarsmanna þeirra íþróttafélaga sem hvað mest eru stórhuga í framkvæmdum á íþróttamannvirkjum. Fjölnir Fram, Fylkir {R og KR eru meðal þeirra fé- laga sem stefna í framkvæmdir á fé- lagssvæðum sínum á næstu árum. Áfall ef ekki verður staðið við loforð Knattspyrnufélagið Fram stefnir að flutningi úr Safamýri í Úlfarsfell á næstu árum og fýrirhuguð er upp- bygging félagsaðstöðu, íþróttahúss og knattspyrnuvalla. Steinar Guðgeirsson, formaður Fram, segir félagið bíða eftir skýrum svörum fr á borgaryfirvöldum en sam- kvæmt tímaáætlun var gert ráð fýrir því að uppbyggingu á svæði félags- ins myndi ljúka árið 2011. „Við köll- um eftir skýrum svörum frá borgar- yfirvöldum því okkur hefur ekki verið tilkynnt um að til standi að hægja á framkvæmdum," segir Steinar. Ragnar Þór Guðgeirsson, forráða- maður Fjölnis, tekur í sama streng. „Það var búið að setja inn á plön ákveðna fjármuni til framkvæmda." Umtalsverðum fjárhæðum var ætlað til byggingar nýs íþróttahúss hjá ÍR í Breiðholti og Hörður Heið- ar Guðbjörnsson, ffamkvæmdastjóri aðalstjórnar félagsins, segir félaginu hafa verið lofað miklum fjármunum. „Ég trúi því og treysti að við munum fá þá fjármuni sem okkur var lofað á þessu kjörtímabili. Ég trúi því ekki að borgaryfirvöld ætíi að taka fjármuni sem ætiað er til forvarna og uppbygg- ingar hér í Breiðholti. Þetta er ekki síður spurning um forvarnir," segir Hörður. Að sögn Arnars Hafsteinsson- ar, framkvæmdastjóra Fylkis, hafði borgarstjórnarflokkur Vilhjálms Vil- hjálmssonar séð að þeir fjármunir sem Fylki hafði áður verið heitið, um 300 milljónir króna, væru ekki nægir. „Það var talað um að hækka styrkinn upp í ríflega 800 milljónir. Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafns- son lýstu því svo yfir á herrakvöldi Fylkis í janúar 2007 að félagið yrði styrkt. Það eru nú ekki nema 800 vitni að því. Þegar nýr meirihluti Dags B. Eggertssonar tók svo við virtumst við vera enn í framtíðaráformunum og allt virkaði mjög jákvætt. Það yrði því mikið áfall fyrir okkur verði þetta skert svona til muna," sagði Örn við DV í gær. Ósanngjarnt að segja uppbygg- ingu í uppnámi Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgastjóri, segir að samkvæmt nú- verandi fjárhagsáætlun vanti í það minnsta milljarð króna til að uppfýlla þann loforðalista sem ætiaður var til uppbyggingar íþróttamannvirkja í Reykjavaík. „ Ég er búinn að vera að taka við símtölum frá forviða forráða- mönnum íþróttafélaga og ég tel ljóst að framkvæmdir Fram, Fylkis, KR, fR og að einhverju leyti Fjölnis séu í uppnámi,“ segir Dagur. Bolli Thorodssen, formaður Iþrótta og tómstundaráðráðs Reykja- víkur, segir vinnu að þessum málum standa yfir en mjög margt er óunn- ið í skipulagsvinnu og samningum við félögin. Málin munu skýrast eft- ir því sem líður á árið. „Lykilatriði er að við ætlum að ljúka vinnu og gerð samninga við uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Þessi atriði liggja fyr- ir,“ segir Bolli. Hann viðurkenn- ir að lægri upphæð sé sett í þennan málaflokk en áður var gert ráð fýrir 1.200-1.300 milljónum á ári næstu þrjú árin. „Þessa upphæð erum við tilbúnir til skuldbinda okkur til að setja í þennan málaflokk á þessari stundu. Mér finnst því ósanngjamt hjá Degi að segja að þessi mál séu í uppnámi. Ný borgarstjórn vill ábyrga fjármálastjóm. Hún er lykilatriði í stefriu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætíaðar ffamtíðartekjur" segir Bolli. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mörðu eins marks sigur í gær: hársbreidd frá siqri Gummersbach Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fýrir spænska liðið Ciudad Real sem vann íslendingaliðið Gummersbach með einu marki, 28- 27, í meistaradeildinni í handbolta í gærkvöldi. Sveinar Alfreðs Gísla- sonar í Gummersbach spiluðu vel og gáfu Ciudad-liðinu ekkert eftir sem er af mörgum talið það besta í heimi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk, þar af fjögur af vítalínunni, fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði fjögur. Þjóðverjarnir voru yfir í hálfleik með einu marki, 15-14, en flestallt gekk upp í sóknarleiknum og nýt- ingin hjá Gummersbach með af- brigðum góð. Serbneska stórskytt- an Momir Ilic sem lítið hefur getað undanfarið var meira að segja næst- um því með hundrað prósent nýt- ingu, nokkuð sem sést sjaldan. Ciudad komst þremur mörk- um yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik, 18-21, og virtist líklegt til að klára leikinn. Gummersbach- menn gáfu hins vegar ekkert eftir og jöfnuðu leikinn aftur í 21-21. Þá lét Sverre Jacobsson reka sig út af við litia hrifningu áhorfenda í Köln- höllinni sem voru ekki sáttir við dómara leiksins. Ciudad fékk hvert tækifærið á fætur öðru til að bæta við mörkum en ungverski landsliðsmarkvörður- inn, Nándor Fazekas, sem var kom- inn í markið varði gjörsamlega allt sem á markið kom. Fazekas er ekki Islendingum ókunnugur því honum hefur ekki leiðst í gegnum tíðina að verja frá íslenska landsliðinu. Jafnt var á öllum tölum eftir þetta og staðan 27-27 þegar örskammt var til leiksloka. Því miður fyrir Alfreð og félaga en til lukku fýrir Ólaf Stefáns- son var það spænska landsliðsskytt- an Alberto Entrerrios sem skoraði síðasta mark leiksins og tryggði Ciu- dad sigur. Spánverjarnir eru því sem fyrr á toppi riðilsins með sex stig en Gummersbach er með tvö stig. tomas@dv.is Skemmdarverk á æfingasvæði Liverpool Á meðan leikmenn Liverpool undir- bjuggu sig fyrir meistaradeildarslaginn gegn Inter voru nokkrir stuðningsmenn þeirra uppteknir viðannað. Reiðir áhangendur liðsins voru ekki búniraðfyrirgefa Rafa Benítez fyrir bikartapið um helgina gegn Barnsley. Þeir tóku sig til og spreyjuðu vegg á æfingasvæði félagsins með fukyrðum út í liðið og leikmenn. Ekki var þó stafsetning drengjanna sem best. Dæmi þess sem ritað var á borð við„Spilaðu alltaf þfnu besta liði, Rafa",„Þið eruð ekki nógu góðirtil að spila fyrir Liverpool" og „Kewell og Riise eru drasl". RólegurAlves Framherjanum Afonso Alves hefur ekki tekist að skora í þeim tveimur leikjum sem hann hefur leikið með Middles- brough síðan hanngekkíraðir liðsins. Stewart Downingvirðist vera orðinn pabbinn ( hópnum því hann hefúrsagt Alves að vera rólegur.„Ég sagði honum að slaka á. Hann er ekki í góðu leikformi enda fékk hann ekkert að spila hjá sínu gamla liði. Hann þarf að koma sér í leikform aftur og þá fer þetta að detta hjá honum. Fyrir utan það eru framherjarnir okkar núna f góðu formi þannig að hann þarf nú fyrst að vinna sér inn sæti í byrjunariiðinu," segir Stewart Downing. Ipswich vill Nugent Það virðist ætla að bætast við enn einn kaflinn (eina mestu ef ekki allra mestu vonbrigðasögu úrvalsdeildarinnar, sögu Davids Nugent hjá Portsmouth. Nú eru það Ipswich-menn sem vilja fá ffamherjann knáa á láni og Portsmouth- menn vísa þeirri hugmynd alls ekki á bug. Gamia liðið hans Hermanns Hreiðars- sonar hefur í huga þriggja mánaða lánssamning fyrir hinn 22 ára gamla Nugent.„Það ergóður möguleiki að Nugent komi til okkar.Við höfum spurst fyrir um hann hjá Portsmouth og þeir eru jákvæðir. Nugent elskar heimavöll- inn okkar og að skora mörk þannig það getur ekki verið nema góð blanda," sagði stjóri Ipswich, Jim Magilton. Drogba vill betri spílamennsku Didier Drogba, framherji Chelsea, var ekki fyrr kominn heim til Lundúna eftir Afríkumótið en hannfóraðtjásigí ■ fjölmiðlum. Drog- ba varekki ánægðurmeð spilamennsku Chelsea (leiknum gegn Olympiakos í meistaradeild- inni og segir liðið þurfa að spila munbeturá öllum vígstöðv- um ætli það sér að vinna titla í ár. Drogba lékeinnig við hlið Nicolas Anelka í leiknum.„Við spiluðum alls ekki vel og verðum að lyfta leik okkar á miklu hærra plan ætlum við okkur lengra í þessari keppni. Það var einnig gaman að spila með Anelka og ég hlakka til samstarfs okkar í ffamtfðinni," segir Drogba sem hefur sjaldan óttast samkeppni. Vill titil í fyrsta leik Brasilíski bakvörðurinn Gilberto sem gekk í raðirTottenham f janúarmánuði getur ekki beðið eftir fyrsta leik sínum. Miklarlfkureruá því að hann byrji ekki í minna mikilvægum leik en úrslitaleik deildarbikarsins oglangarhann gríðarlega til að vinna titil í sínum fyrsta leik með nýjafélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.