Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Page 29
DV Fálkið
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 29
GUÐNI OG BJÖRGVIN MÆTAST Á SELFOSSI
W
GAFU
Þeir Guðni Ágústsson og Björgvin G. Sigurðsson mæt-
ast í spurningakeppni á stefnumóti DV á Suðurlandi,
næstkomandi föstudag. Hafa þeir skipað í sitthvort liðið
og segjast sigurvissir. Eyþór Arnalds verður aðstoðar-
dómari og ritstjórar DV verða á svæðinu.
„Ég geng óragur í þessa keppni," segir Guðni Ág-
ústsson alþingismaður sem keppir gegn Björgvini
G. Sigurðssyni í spumingakeppni á Stefriumóti
DV á Suðurlandi næstkomandi föstudag. Guðni
hefur skipað í glæsilegt lið, en í því eru þau Ólaf-
ur Helgi Kjartansson sýslumaður og Elsa Ingjalds-
dóttir ffamkvæmdastjóri. „Ólafur er margreyndur
garpur í spurningakeppnum og er auðvitað sýslu-
maður Árnessýslu, þannig að andstæðingum ber
að vara sig," segir Guðni, en það þýðir víst lítið að
deila við dómarann. „Þau vita allt milli
himins og jarðar og ég veit það
sem á vantar." Lið Björgvins
G. er einnig hlaðið stór-
skotaliði á sviði spurn-
ingakeppna, en þar sitja
Guðmundur Karl Sigur-
dórsson ritstjóri Sunn-
lenska og Unnur Brá
Konráðsdóttir, sveitar-
stóri Rangárþings. Er
Björgvin jafiisigurviss
og sveitungi hans? „Við
erum með úrvalslið, sem
við teljum að sé algjörlega
ósigrandi. Samseming lið-
isins er með þeim hætti að
það þarf ekkert minna
en dómaraskandal til
að við töpum," segir
Björgvin og er ekk-
ert að spara stóru
orðin. Keppn-
in fer fram í
Hvítahúsinu,
sem stend-
ur við að-
algötuna
á Selfossi.
Dómari
kvölds-
ins verður
Elín Ragn-
arsdóttir,
ffamkvæmdastjóri Birtings, en aðstoðardómari
verður enginn annar en Eyþór Arnalds. „Við virð-
um andstæðinga okkar og vitum að þetta er mjög
alvarleg keppni, munum við leggja mikla vinnu í
undirbúning því við vitum að þetta er harðgáfað
lið og harðsnúið," segir Guðni Ágústsson að lokum
og dregur úr yfirlýsingunum. Stefnumót DV hafa
verið haldin úti um allt land við góðar unditektir.
Nú er komið að Suðurlandi, en stefnumótið
átti upphaflega að vera fyrir tveimur
vikum, enffestaðistvegnaveð-
urs. Húsið opnar átta og er
búist við því að dagskrá-
in taki ekki meira en
tvær klukkustundir.
dori@dv.is
Bjorgvin G. Sigurösson Segir
að aðeins dómaraskandall geti
aftrað liði sínu frá því að vinna.
Guðni Ágústsson Segir lið sitt
hafa varið gríðarlegum tíma (
undirbúning.
Hljómsveitirnar Ninjaflsh,
Klakksvík og Irony of apathy
halda uppi stuðinu á hinum
margffæga Fimmrndagsforleik
Hins hússins þar sem ungar og
efnilegar hljómsveitir spreyta sig.
Meðlimir Ninjafish eru að koma
saman aftur eftir hlé frá því í haust
og mæta því hungraðir til leiks.
Klakksvík er ung og efnileg sveit
frá Borgamesi sem er að stíga sín
fyrstu skref en Irony of apathy er
að koma fram opinberlega í sitt
allra fyrsta skipti. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20 og hvetur Hitt
húsið fólk til að mæta og hlúa að
grasrótinni í íslenskri tónlist.
Útgáfufyrirtækið 12 Tónar stendur
þessa dagana fýrir tónleikaferð um
Þýskaland sem ber heitið Introd-
ucing Iceland 12 Tónar and Cargo.
Þeir listamenn sem troða upp í tón-
leikaferðinni eru Gavin Portland,
Pémr Ben og Jakobínarína en þetta
mun vera þeirra síðasta tónleika-
ferð. Sveitin lagði nýlega upp laup-
ana eins og ffægt er orðið og mun
því væntanlega syngja sitt síðasta í
Þýskalandi. Þó nokkrum tónleikum
er þegar lokið en sveitirnar spila á
allt að tvennum tónleikum á dag.
A ARAR I BAT:
„X-ið verður áfram í loftinu," segir Ágúst
Héðinsson, yfirmaður útvarpssviðs 365, en
vangaveltur hafa verið uppi um framtíð út-
varpsstöðvarinnar í kjölfar slakrar útkomu
í nýlegri útvarpskönnun Capacent Gallup.
Þar mældist X-ið 977 með 0,9% hlustun á
landsvísu og 1,5% hjá fólki á aldrinum 12
til 49 ára.
Ágúst segir útkomuna vera vonbrigði
en stöðin haldi þó áffam í nokkuð óbreyttri
mynd. „Þessi útkoma er vissulega smá
vonbrigði en X-ið er þó með fína hlustun
í sínum markhópi," en hann segir Ágúst
aðallega vera karlmenn 34 ára og yngri á
höfuðborgarsvæðinu. Ágúst segir að ráðist
verði í smávægilegar breytingar á stöðinni á
næstunni en hún muni þó að mestu halda
sinni fyrri mynd. „Við komum til með að
færa Valtý Bjöm til og mun þáttur hans byrj a
klukkan 11 á næstunni í staðinn fýrir 12.
Fyrir utan það eru bara svona fíniseringar
í gangi. Að því undanskildu höldum við
ótrauð áfram," segir Ágúst en könnunin
var ekki bara neikvæð fýrir útvarpssvið 365
því Bylgjan var með langmesta hlustun í
markhópi sínum, 12 til 49 ára. asgeir@dv.is