Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Síða 32
Litlur samlokuv 399 kr. + litid gosglas 100 kr. = 499 kr. FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VfSIR STOFNAÐ 1910 Fékkstrætó yfirfótinn Tvítugur piltur varð fyrir því óláni um hádegisbilið í gær að fá stræt- isvagn yfir ristina á sér við Mela- torg í Vesturbænum. Atvikið átti sér stað þegar vagninn var að skipta um akrein. Pilturinn var að fara yfir götuna og gáði ekki nægjanlega vel að sér með fyrrgreindum afleiðing- um. Hann marðist á ristinni og hlaut skrámur við fallið í götuna. Rússar græða á geimverum Yfirvöld í borginni Pern í Rússlandi hafa ráðgert að byggja geimverumiðstöð en áætíaður kosmaður við hana er um 390 milljónir króna. Margir trúa því að geimverur sæki í útjaðar borgarinnar og hefur hún dregið að sér fjölda geimveruáhugamanna íýrir vikið. í miðstöðinni verður meðal annars geimverusafn og skemmtigarður en lögmaður í borginni hefur einnig hugsað sér að stofna lögmannsstofu sína þar. Þar mun hann, ef fer sem horfir, ráðleggja fólki hvernig það getí snúið sér komi einhvern tímann til þess að það verði numið á brott af geimverum. Hann segir að fólkið eigi hugsanlega rétt á bótum. Lögreglan braut verklagsreglur Ekki leikur grunur á að lög- reglumenn hafi aðstoðað Annþór Kristján Karlsson við að flýja á föstudagsmorgun. Rannsókn lögreglu á flótta hans stendur enn yfir. Allt frá því Annþórs fannst í Mosfellsbæ hefur farið fram ítarleg innanhússrannsókn á þeim atriðum sem fóru úrskeiðis. Fyrir liggur að móttaka, vistun og eftirlit með Annþóri hafi ekki verið í samræmi við gildandi verklagsreglur. Vegna þessa hefur lögreglustjóri einnig ákveðið að flýta fyrirhugaðri úttekt innri endurskoðunar embættisins á starfsemi fangamóttöku LRH. Gróðafíkn! Grunnskólakennari hvetur fólk til þess aö taka þátt í gjaldeyrisviðskiptum: KENNARIGEFUR VILYRÐI UM MILLJARÐAGROÐA VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: „Ég á spænskan vin sem er vinur forstjóra Finanza Forex." ar sínar fari það út í þessi viðskipti. Hann segist ávallt hvetja fólk til þess að byrja með litíar fjárhæðir til þess að sannreyna hvort fyrirtækið standi við stóru orðin. „Ef menn ávaxta vel geta þeir orð- ið milljarðamæringar" segir grunn- skólakennarinn Sigurður Örn Leós- son sem er í forsvari fyrir Finanza Forex en þar er lofað allt að tuttugu prósenta ávöxtun á mánuði í gegnum galdeyrisviðskipti. Allt sem fólk þarf að gera er að leggja inn á bandarísk- an reikning og fyrirtækið Dukascopy mun ávaxta pundið með ótrúlegum árangri. Áttatíu manns hafa lagt pen- ing í fyrirtækið. Þá fékkst staðfest að Fjármálaeftirlitíð hefur fyrirtækið til skoðunar. þjóðlega gjaldeyrismarkaðnum For- ex og stundar kaup og sölu á gjald- eyri. Þá segir einnig í bæklingnum að möguleiki sé á allt að tuttugu pró- senta ávöxtun. Leggi menn inn fimm- tíu þúsund dollara, eða 3,3 milljón- ir, inn á bandan'ska reikninginn geta þeir búist við allt að tíu milljónum í ávöxtun á hálfu ári. Ef allt gengur eft- ir. Þegar haft var samband við kunn- uga úr fjármálageiranum var bent á að færustu gjaldeyrisviðskiptamenn nái í besta falli að ávaxta sitt pund um þrjátíu prósent yfir árið. Tíu milljóna ávöxtun Samkvæmt upplýsingabæklingi sem sendur var út í tölvuformi um Finanza Forexfjárfestir fyrirtækið í al- Best að byrja smátt „Við erum ekki að lofa neinu," segir Sigurður en segir góðan möguleika á því að fólk geti margfaldað krónurn- Efast um fyrirkomulagið „Ég á spænskan vin sem er vin- ur forstjóra Finanza Forex en fjár- málastjórinn þar er vinur eins af yfir- mönnum Dukascopy," segir Sigurður og aðspurður svarar hann því að það staðfesti að þetta sé gott fýrirtæki. Að sögn Sigurðar er Finanza Forex ekki ólíkt fjárfestíngaklúbbnum Bridge en Jafet Olafsson viðskiptafræðingur ef- aðist um heiðarleika þessa fyrirkomu- lags í viðtali við fsland í dag í fyrra. Sjálfur er Sigurður hvergi efins, heldur þvert á móti: „Það eru gríðar- legir möguleikar í þessu," segir hann. Fjármálaeftirlitið hefur verið varað við fyrirtækinu og hafði í kjölfarið samband við Sigurð vegna málsins. Sigurður Örn Leósson Segir hinn venjulega (slending geta grætt milljarða ef hann taki þátt í gjaldeyrisviðskiptum. Sjálfur segir Sigurður að enginn milligöngumaður sé til staðar heldur geti fólk sjálft lagt inn fé á bandaríska reikninginn. Á netinu má aftur á móti finna fjölmargar síður sem vara við starfsemi sem þessari. Þar á meðal alansmoneyblog.com sem upplýsir fólk um það hvað skuli varast. Þá bendir hann helst á fyrirtæki sem bjóða skjótan gróða fyrir lítíð fé. Olíuverð hækkar enn Viðskiptamenn í New York fylltust áhyggjum í gær þegar olíuverð sló nýtt met. Óttast er að of lítið framboð sé af olíu í heiminum og kostar hún nú 101 dollara fatið. Á Islandi er algengt verð á bensínlítra komið í tæpar 138 krónur. Stjóm Glitnis lækki í launum ÞorsteinnMár Baldvinsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Glitni, lagði ffam tillögu á aðalfundi bankans í gær sem kvað á um að þóknun stjórnar- og varastjórn- armanna yrði lækkuð verulega. Tillöguna sagði hann í samræmi við að bankinn yrði að sýna að- hald á komandi misserum. Hann sagði ennffemur að skoða ætti alla möguleika til að draga úr kostnaði og þar væri stjórn bank- ans ekki undanskilin. Reiknað er með að Þorsteinn Már verði kjör- inn stjórnarformaður Glitnis en á fundinum lagði hann einnig til að horft yrði til lífeyrissjóðanna með það að markmiði að breikka hluthafahóp bankans. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, vill endurskoða lög um fjárhættuspil: ÞINGMAÐUR GRÆÐIR Á FJÁRHÆTTUSPILI „Svo öllu sé til haga haldið varrn ég 18 þúsundkrónur/'segirBirkirJónJónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Birkir var einn nokkurra þátttakenda í pókermótí sem haldið var á efri hæð spilasalarins Háspennu við Aðalstrætí 9 um helgina. Birkir segir að menn hafi lagt misháar fjárhæðir undir en hann hafi unnið sér inn 18 þúsund krónur þegar allt kom til alls. Samkvæmt almennum hegninarlögum er óheimilt að gera sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu. Hver sá sem gerir sér slíkt spil að atvinnu gætí átt yfir höfði sér eins árs fangelsi eða sæta sektum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segist ekki hafa orðið var við það áður að spilaður hafi verið póker í húsnæðinu. Hann segir að lögreglan hafi þó vissulega stöðvað pókermót áður. Til að mynda var haldið stórt pókermót á Akureyri um síðustu helgi. Þar voru saman komnir 50 spilarar en pókerklúbburinn BellyBuster stóð fyrir mótinu. Aðspurður hvort það sé ekki á gráu svæði að vera þingmaður og taka þátt í fjárhættuspilum segir Birkir Jón að hann líti ekki svo á að sé lögbrot að spila póker. „Það er kveðið á um það í lögunum að það sé lögbrot að reka svona stað í atvinnuskyni. 1 raun og veru finnst mér að það þurfi að endurskoða þetta allt saman," segir Birkir Jón og bendir á að fólk getí unnið sér inn verðlaunafé á margan hátt. „Fólk spilar í lottói og í happdrættum og því spyr ég mig hvort það sé ekki rétt að þetta verði endurskoðað." Birkir segir að ekki sé síður þörf á endurskoðun á þessum lögum í ljósi þess að margir einstaklingar spili póker hér á landi. „Það er mikill fjöldi fólks sem spilar þetta spil. Það vita það allir. Menn ættu að líta til þeirra staðreynda og hvort það sé ekki betra að menn spili þetta fyrir opnum tjöldum. Það hefur verið mikið í fréttum að menn spili þetta í tölvum. Ég held að það sé gagnlegt að þessi umræða verði tekin fyrir alvöru." Aðspurður hvort Birkir sé góður pókerspilari segir hann að hann verði seint talinn einhver stórspilari. „Ég hef alla tíð spilað mikið og hef til dæmis náð ágætis árangri í bridds." Jón Einar Jakobsson hæstaréttar- lögmaður er eigandi herbergisins sem spilað var í um helgina en hann segist ekkert skipta sér af starfseminni. „Ég Þingmaður Birkir segir að þörf sé á að endurskoða reglur um fjárhættuspil. Hann segistekki líta svo á að það sé lögbrot að spila póker. / / / / / / / / / / / / / / / / 1 / bara leigi þetta út og skipti mér ekkert af starfseminni. Mér er sagt að starfsemin þama uppi sé ekki ólögleg," segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.