Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 Fréttir DV Ögmundur gegn ísrael Ögmundur Jónasson, þing- maður vinstri grænna, vill að ís- lendingar íhugi það alvarlega að slíta stjómmálasambandi við ís- raela. „Ég vil að íslensk stjómvöld íhugi þetta alvarlega í ljósi þeirra hrikalegu mannréttindabrota sem þama em framin. Ekki aðeins með þessum árásum undanfama daga heldur einnig vegna þess að Gaza-svæðinu hefur verið haldið í gíslingu í tæpt ár. Matvæli eru af skomum skammti, það hefur verið skrúfað fyrir rafmagn, eldsneytis- skortur veldur því að það er ekki hægt að ná í vatn eða losna við skólp. Ástandið er orðið það hrika- legt að það á að vera öllu hugsandi fólki tílefrii til að staldra við og horfa í eigin barm og skoða hver ábyrgð okkar er," segir Ögmundur. Fortíðarvandi fatlaðra „Fötluð böm á Reykjanesi mega ekki líða fyrir fortíðar- vanda," sagði Árni Þór Sigurðs- son, þingmaður vinstri grænna, á Alþingi í gær og beindi því tíl Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra að tryggja þurfi stuðningsfj ölskyldur tíl handa fjölskyldum fatlaðra bama. Svæðisskrifstofa máleftta fatí- aðra á Reykjanesi líður fjárskort eftír að skrifstofan fór langt ffam úr fjárheimildum sínum og bitnar það á bömum sem nú þurfa aðstoð. Jóhanna ítrek- aði að engum hefði verið neit- að um stuðningsfjölskyldu en fjárhagurinn væri til skoðunar. Jarðgöng á Austurlandi Huld Aðalbjarnardóttír, vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins, óskaði eftír að heyra afstöðu Kristjáns Möllers samgönguráð- herra tíl jarðganga á Austurlandi á Alþingi í gær. Austfirðingar hafa lengi barist fyrir jarðgöngum á milli helstu bæjarfélaga. Kristj- án benti á að framkvæmdum við Norðfjarðargöng hefði þegar verið flýtt. Að frumkvæði sveit- arstjórna Fjarðarbyggðar, Seyð- isfjarðarkaupstaðar og Fljóts- dalshéraðs væri nú til athugunar hvort gmndvöllur væri fyrir frek- ari jarðgöngum á næstunni og sagðist Kristján bíða spenntur eftir niðurstöðunni. Kynþroska loðna fannst Hafrannsóknastofnun hef- ur lagt til við sjávarútvegsráð- herra að aflamark á loðnuvertíð- inni verði aukið um 50 þúsund tonn. Þetta var ákveðið eftír að ránnsóknaskipið Ámi Friðriks- son fann um 56 þúsund tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða þar af um 50 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Hún fannst mun austar en sú loðna sem áður hafði fundist. Ámi Friðriks- son mun nú kanna svæðið fyrir sunnanverðum Vestfjörðum en hugsanlegt er að loðna komi þá leiðina til hrygningar. imt uwsgwgastofni Fyrrverandi þjónustufulltrúinn Rannveig Rafnsdóttir er ákærð fyrir að hafa svikið sjötíu og fimm milljónir út úr Tryggingastofnun. Þá eru nítján aðrir einstaklingar einnig ákærðir vegna málsins. Sjálf líkir Rannveig meintum svikum við söguhetj- una Hróa hött sem stal frá þeim ríku og gaf þeim fátæku. FJÁRSVIKARILÍKIR SÉRVIÐHRÓAHÖTT VALUR GRETTISSON bladamaður skrifar: „Ég játaði brotið," segir Rannveig Rafnsdóttir, fyrrverandi þjónustu- fulltrúi hjá Tryggingastofnun, en hún hefur verið ákærð fyrir að svíkja sjötíu og fimm milljónir út úr stofnuninni. Auk hennar hafa nítján aðrir verið ákærðir í tengsl- um við málið en þeim er gefið að sök að hafa heimilað Rannveigu að nota bankareikninga sína til að geyma féð sem hún er sökuð um að hafa svikið út. Þau em einn- ig ákærð fyrir að hylma yfir með henni. Sjálf segist Rannveig að- spurð ekki hafa hugmynd um það í hvað peningarnir fóru. Hún seg- ist hafa verið í óreglu en sé komin á beinu brautina nú. Umfangsmikil rannsókn Það var í júní árið 2006 sem svik- in komust upp í Tryggingastofnun. Málið er því búið að vera í rann- sókn í tæp tvö ár. Það er Ijóst að málið er gríðarlega umfangsmikið enda nítján einstaklingar, auk Rannveigar, ákærðir fyrir aðild sína. Talið er að meintu ^ fjársvikin hafi staðið í fjögur ár áður en þau komust upp. Samkvæmt ákæru mun konan hafa útbúið nær átta hundmð tilhæfulausar kvitt- anir fyrir útborgunum á þessum fjómm ámm. Síðan er Rannveig sökuð um að hafa blekkt gjaldkera til þess að fá greitt úr sjóðum stofn- unarinnar. Robin Hood „Þetta var bara svona Robin Hood-dæmi," segir Rannveig um fjársvikin og skírskotar tíl sögu- hetjunnar Hróa hattar sem stal frá þeim ríku og gaf þeim fátæku. Hún segir fleiri hafa fengið peningana, eða eins og hún orðar það: „Þetta fór ekki allt tíl mín." Rannveig segist sjálf bera höf- uðábyrgðina í málinu. Hún segist hafa lent í óreglu og eitt hafi leitt af öðru. Þegar upp var staðið var búið að svíkja 75 milljónir út úr Trygg- ingastofriun. „Þetta fór bara úr böndun- um," segir .Þetta var bara svona Robin Hood-dæmi." Rannveig sem segist ekki draga úr eigin ábyrgð. Vill niðurstöðu Aðspurð í hvað peningarnir fóm segist Rannveig ekki hafa hug- mynd um það. Sjálf segist hún hafa verið í óreglu, neytt fíkniefna og drukkið mikið á þessum tíma. Hún segist vera hætt því núna. Pening- arnir virðast hafa farið að nokkm leyti í lífsstíl hennar auk þess sem einhverjir aðrir fengu hluta af pen- ingunum að hennar sögn. Sjálf segir Rannveig að það verði gott að fá niðurstöðu í málið þótt hún kvíði því einnig fari svo að hún verði dæmd. Þegar er , búið að gera rr~~* ^ Tryggingastofnun Rannveig starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Tryggingastofnun þegar hún á að hafa dregið sérfé. húsleit hjá henni og hún er búinn að missa vinnuna. Hún hefur ekld unnið síðan þá að eigin sögn. Þungur baggi „Auðvitað liggur þetta þungt á manni," segir Rannveig um mál- ið og svarar því aðspurð að henni þyki leitt að svo margir hafi verið ákærðir í þessu máli. Raunveru- leikinn hefrtr bankað á dyrnar og að sögn Rannveigar bíður hún þess sem koma skal. Undanfarið hefur hún drýgt tímann með því að sækja hvers kyns námskeið. Þar ber helst að nefria tölvunámskeið sem hún hefur sótt. Svo virðist sem Rannveig hafi aldrei trúað því sjálf að hún kæm- ist upp með málið: „Maður beið alltaf eftír símtalinu," segir Rannveig um þessi Íörlagaríku fjögur ár sem hún er sökuð um að hafa svikið út fé hjá i Tryggingastofnun. L Málið verður I dómtekið í Héraðs- I dómi Reykjavíkur 14. I mars. Þeir sem eru I ákærðir ásamt henni B eru frá þrítugs- og upp í sextugsaldur. Sjálf segir hún það ekki rétt að flestír þeirra sem eru ákærð- ir ásamt henni hafi verið bóta- Þeg- ar hiá Páll Winkel fangelsismálastjóri segir betrunarstefnu fangelsa skýra: Sorglegar andlátstölur „Við stefnum á að auka uppbygg- ingarþjónustu, sú áhersla á betrun er alveg skýr hjá okkur, því vissulega höfúm við áhyggjur af þessum and- látstölum. Þær eru óhugnanlegar og mjög sorglegt að mennimir deyi þetta ungir," segir Páll Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar. Fangar á Litla-Hrauni syrgja fallna félaga sína og hafa fýlgst með dánar- tilkynningum í fjölmiðlum síðustu 4 ár. Samkvæmt talningunni hafa 47 fangar af Litla-Hrauni látíð lffið á þeim tíma, hvort sem þeir hafa beð- ið afþlánunar, verið í afþlánun eða loldð afþlánun. Fangarnir óska eftír aukinni aðstoð frá fangelsismálayf- irvöldum þannig að úr þessum and- látum dragi. Aðspurður telur Páll of lítið hafa verið lagt upp úr mannlegri uppbygg- ingu í fangelsinu fram til þessa. Hann Ivm-LJARÐA segir erfitt að geta ekki hjálpað öllum föngum tíl betra lífs. „Ég veit ekki alveg með þessar tölur en líklega notast þeir við ólfk við- mið heldur en við. Margir fang- anna hafa látið lífið eftír ofneyslu og áhættulífsstíll þeirra er hættu- legur. Við emm öU af vilja gerð að efla þjónustu við fanga, það hlýtur að vera okkar meginmarkmið. Við vUjum bæta fanga þannig að þeir komi sem betri menn út í samfé- lagið aftur," segir Páll. DV fjaUaði ítarlega um dauðs- föll fanga á Litla-Hrauni í sfðasta helgarblaði. Nánar verður fjallað um þessi mál á næstunni. Brugðist vifi á Litla-Hrauni „Við erum öll af vilja gerð að efla þjónustu við fanga, þaö hlýtur að vera okkar meginmarkmið," segir fangelsismálastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.