Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 20
' 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008
Ættfræði Dv
Tll AFMÆLISBARJV DAGSIIVS
TIL > 1 >
HAMINGJD m KAnnir hai f aattiii
MEÐ fls mm ■■ n*i |jf\. PuKDIS palsdottir
afmælið KENNARIVIÐ HÚSASKÓLA
30 Ara afmæli
■ Grzegorz Niemotko Stafnaseli2, Reykjavik
■ Róar örn Hjaltason Hólavegi42, Sauðárkrókur
■ Ragnar Páll Ólafsson Keiluslðu 1 ia, Akureyri
■ Hallgrlmur Svavar Svavarsson Stórholti23, Reykjavik
■ Jóhann Haukur Sævarsson Jörfalind8, Kópavogur
m Sigurbjörg Björnsdóttir Astjörn 7, Selfoss
■ Valdís Karen Smáradóttir Holtsgötu 18, Hafnarfjöröur
■ Guðjón Ármannsson Reynimel54, Reykjavik
■ Svanhildur Þorvaldsdóttir Reynihtið 9, Reykjavik
m Perla Ösp Ásgeirsdóttir Grundartanga 13, Mosfellsbær
40 ÁRA AFMÆLI
■ Jorge Manuel Prates Laugarási, Egilsstaöir
■ Dariusz Kazimierz Wandtke Smiðjuvegi68, Kópavogur
■ Jóhanna Guðmundsdóttir Súluhólum 4, Reykjavlk
■ Guðmundur Sævar Sævarsson Háaleitisbraut 24,
Reykjavik
■ Sólveig Ása Árnadóttir Kiapparstig I, Akureyri
■ Kristrún Sigurfinnsdóttir Háholti2b, Laugarvatn
■ Dagný Ólafia Ragnarsdóttir RauðhömrumS, Reykjavik
m Linda Björk Þórðardóttir Ránargötu29, Reykjavik
■ Helgi Pálsson Hliðarbraut 3, Hafnarfjörður
m Ólafur Sigurður Eggertsson Helgugötu3, Borgarnes
■ Þorbjörg Ósk Björgvinsdóttir Suðurgötu 10, Sandgeröi
■ Jóhanna Marina Baldursdóttir Álfaheiði le,Kópavogur
50 Ara afmæli
■ Richard Bogdan Graham Laugarási, Egilsstaðir
m Brynjar Þórsson Breiðvangi 28, Hafnarfjörður
m Kristján J Gunnarsson Úldustíg 10, Sauðárkrókur
m Guðni Örn Jónsson Tunguvegi 76, Reykjavik
m Anna Þóra Stefánsdóttir Leirutanga20, Mosfellsbær
■ Páll Arnar Georgsson Áshamri 3a, Vestmannaeyjar
m Guðlaug Kristinsdóttir Tröllagiti 12,Akureyri
m Sigriður Guðmundsdóttir HæðarseiiS, Reykjavik
60 Ara afmæli
■ Kolbrún Oddbergsdóttir Arnarhrauni 14, Hafnarfjörður
m Guðrún Ólafsdóttir Ofanleiti 27, Reykjavik
m Oliver Bárðarson Fifumóa 1b, Njarövík
m Þórunn J Júlíusdóttir Klapparbergi 10, Reykjavik
m Skarphéðinn Scheving Einarsson Skjaidarkoti, Vogar
m Runólfur Birgisson Espigerði2, Reykjavlk
■ Sesselja Guðmundsdóttir LangagerðiS, Reykjavik
m Rannveig Benediktsdóttir Uppsalavegi21, Húsavik
m Gerda Helena Bodegom FossagötuS, Reykjavik
70 ÁRA AFMÆLI
■ Sante Schenal Laugarási, Egilsstaöir
m Hulda Gerður Johansen Þrastanesi 18a, Garðabær
m Arndís Lára Kristinsdóttir Huldulandi 18, Reykjavik
m Guðjón Finndal Finnbogason Torfnesi Hlif2, Isafjörður
■ Erla Þorgeirsdóttir Kópnesbraut 19, Hóimavik
m Justiniano N de Jesus Btásötum 24, Kópavogur
75 ÁRA AFMÆLI
■ Gunnar Egilsson Völusteinsstræti6, Boiungarvik
m Ásgeir Hólm Jónsson Dalsgerði2e, Akureyri
m Milly Birna Haraldsdóttir Ofanleiti29, Reykjavik
m Sigurlaug Jóhannesdóttir Þorragötu 9, Reykjavlk
80 ÁRA AFMÆLI
■ Sigurður Eyjólfsson Árbakka 9, Seyðisfjörður
m Sigmundur P Lárusson Seljalandi 1, Reykjavik
m Laufey Bjarnadóttir Sóltúni 10, Reykjavik
m Gísli Búason Ferstiklu 2, Akranes
m Sigrún Jóhannsdóttir Viðiiundi20, Akureyri
m Geirfríður Sigurgeirsdóttir Gránuféiagsgötu 39, Akureyri
85 ÁRA AFMÆLI
■ Jóhanna J Siguröardóttir Lautasmára I, Kópavogur
m Jón Páls Guðmundsson Sléttuvegi 13, Reykjavik
m Birgir Nurman Jónsson Austurbrún 6, Reykjavlk
m Rafn Gestsson Háaleitisbraut 28, Reykjavik
90 ÁRA AFMÆLI
■ Stefán Egilsson Kirkjuvegi 11, Reykjanesbær
Þórdís fæddist í Reykjavík en ólst upp í
Brautarholti á Kjalarnesi. Hún var í Klébergs-
skóla, síðan í Gagnfræðaskólanum í Mos-
fellssveit, lauk stúdentsprófi ffá Ármúlaskóla
1989, hóf nám við KHI 1991 og lauk þaðan
kennaraprófi 1994.
Þórdís vann við graskögglaverksmiðjuna í
Brautarholti á Kjalarnesi á unglingsárunum,
afgreiddi í söluturnum á menntaskólalárun-
um, var aðstoðarmaður sjúkraþjálfara eftir
stúdentspróf og var au pair í Noregi. Hún hóf
kennslu við Húsaskóla í Grafarvogi 1994 og
hefur starfað þar síðan.
Þórdís var formaður ungmennafélags-
ins Kjalnesinga á unglingsárunum og hefur
starfað í sjalfstæðisfélögunum á Kjalarnesi og
í Grafarvogi.
FJÖLSKYLDA
Sonur Þórdísar og Ottós Sverrissonar er Ól-
afur Amar Ottósson, f. 19.9.1995, knattspymu-
maður hjá Fjölni sem æfir aukþess taekwondo
og lærir á gítar.
Systkini Þórdísar em Guðrún Pálsdóttir, f.
29.9. 1963, lyfjafræðingur, búsett í Grafarvogi;
Ásta Pálsdóttir, f. 15.2. 1965, starfsmaður hjá
Kaupþingi, búsett í Grafarvogi; Ingibjörg Páls-
dóttir, f. 24.3. 1969, gullsmiður og nemi í HR,
búsett í Brautarholti á Kjalarnesi; Bjami Páls-
son, f. 25.5. 1972, viðskiptafræðingur og eig-
andi verktakafyrittækisins Atafls, búsettur í
Grafarvogi; ÓlöfHildurPálsdóttir, f. 19.3.1977,
viðskiptafræðingur hjá Kaupþingi, búsett í
Garðabæ.
Foreldrar Þórdísar: Páll Ólafsson, f. 16.3.
1930, bóndi í Brautarholti, og Sigríður Kristj-
ana Jónsdóttir, f. 30.7. 1936, d. 30.12. 1998,
hjúkrunarftæðingur og húsfreyja.
ÆTT
Páll er bróðir Ólafs, fyrrv. landlæknis og
fyrrv. formanns Landssamtaka eldri borgara.
Páll er sonur Ólafs, b. í Brautarholti, bróður
Guðrúnar kennara; Jóns, læknis á Kleppjáms-
reykjum; Ingibjargar, móður Jónasar Rafnar,
alþm. og bankastjóra, og Steinunnar, móð-
ur Baldurs Símonarsonar dósents. Ólafur var
sonur Bjarna, prófasts í Steinnesi Pálssonar,
dbrm. á Alcri í Þingi Ólafssonar, hálfbróður
Guðmundar, langafa Jóhannesar Nordal, fyrrv.
seðlabankastjóra, og hálfbróður Frímanns, afa
Valtýs Stefánssonar Morgunblaðsritstjóra, og
Huldu Stefánsdóttur skólastjóra, móður Guð-
rúnar Jónsdóttur arkitekts. Móðir Páls dbrm.
var Steinunn Pálsdóttir, pr. á Undirfelli Bjama-
sonar, og Guðrúnar Bjarnadóttur.
Móðir Páls í Brautarholti var Ásta, systir
Páls kaupmanns, föður Ólafar myndhöggv-
ara, móður Hildar Helgu Sigurðardótttur
dagskrárgerðarkonu. Ásta var einnig syst-
ir Kristínar lælcnis, ömmu Þorsteins heim-
spelcings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds
hagfræðiprófessors Gylfasona, og Ólafs við-
skiptafræðings og Kristínar, fyrrv. sjónvarps-
fréttamanns Þorsteinsbarna. Önnur systir
Ástu var Guðrún, móður Ólafs Björnssonar
hagfræðiprófessors og Ástríðar, konu Steins
Steinars. Ásta var dóttir Ólafs, prófasts í
Hjarðarholti Ólafssonar. Móðir Ólafs var
Metta Ólafsdóttir, systir Maríu, langömmu
Guðrúnar Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra
Krabbameinsfélags fslands. Móðir Ástu var
Ingibjörg Pálsdóttir, afEyrarætt.
Sigríður Kristjana var systir Jóns Gauta,
fyrrv. bæjarstjóra Garðarbæjar. Sigríður
Kristjana var dóttir Jóns Gauta, rafveitu-
stjóra á fsafirði Jónatanssonar, bókbind-
ara, sjómanns og skósmiðs í Sigluvík í Sval-
barðsstrandarhreppi Jónatanssonar, b. í
Hörgsdal Jónssonar, b. þar Magnússonar,
Tómassonar, b. á Rauðá Vigfússonar. Móðir
Jóns var Guðlaug Árnadóttir, b. á Hofsstöð-
um í Mývatnssveit Illugasonar. Móðir Jón-
atans bókbindara var Kristín Tómasdóttir,
Magnússonar, bróður Jóns í Hörgsdal.
Móðir Jóns Gauta rafveitustjóra var
Kristjana Bjarnadóttir, í Meðalheimi Gísla-
sonar, og Guðrúnar Davíðsdóttur.
Móðir Sigríðar Kristjönu var Guðrún,
dóttir Kristjáns Alberts, kaupmanns á Suð-
ureyri við Súgandafjörð, bróður Finnborg-
ar, móður Finnborgar, leikkonu og útvarps-
þulu, móður Margrétar leikkonu, Olgu
Guðrúnar rithöfundar og Örnólfs rithöf-
undar Árnabarna. Kristján var sonur Kristj-
áns, útvegsb. á Suðureyri Albertssonar, b.
á Gilsbrekku Jónssonar, b. á Tannanesi Ól-
afssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Hír-
amína Jóhannesdóttir, hreppstjóra í Botni
Hannessonar.
Orri Kristinn Jóhannsson
KERFISFRÆÐINGUR HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ
Orri fæddist í Hafnar-
firði og ólst þar upp og í
Garðabænum en flutti
aftur í Hafnarfjörðinn
1990. Hann var í Flata-
skóla og Garðaskóla, lauk
sveinsprófi í prentiðn frá
Iðnskólanum í Reykjavík
1990, öðlaðist meistara-
réttindi 2006, lauk kerfis-
fræðinámi frá MTV 2001
og lauk kennsluréttinda-
námi ffá KHÍ 2007.
Orri starfaði við prent-
un í fimmtán ár, kenndi
og var kerfisfræðingur
við Hvaleyrarskóla 2000-2007 og
hefur verið kerfisfræðingur hjá
Hafnarfjarðarbæ frá 2007.
Orri sat í stjóm og starfaði
mikið innan knattspyrnudeildar
Hauka og var formaður bama-
og unglingaráðs deild-
arinnar um nokkurra ára
skeið.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Orra er
Rósa Björg Karlsdóttir, f.
10.5. 1968, íþróttakenn-
ari og deildarstjóri hjá
Hreyfingu.
Böm Orra og Rósu
eru Tinna Rós Orradóttir,
f. 5.1. 1991; Hildur Höm
Orradóttir, f. 19.3.1994.
Foreldrar Orra em
Jóhann Tryggvason, f.
11.12. 1938, fyrrv. flugstjóri, og
Hildur Eiðsdóttir, f. 18.6. 1942,
fyrrv. verslunarmaður.
Orri verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Elvar Snær Kristjánsson
NEMIVIÐ KHÍ
Elvar fæddist á Seyð-
isfirði og ólst þar upp.
Hann var í Seyðisíjarö-
arskóla, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskól-
anum á Egilsstöðum,
hóf síðan nám við KHI
haustið 2005 og er nú
að ljúka þar kennara-
prófi.
Elvar var í fisk-
vinnslu á Seyðisfirði og
vann í bræðslunni hjá
SR-Mjöli á ungiings-
árunum. Þá var hann
flokksstjóri í unglinga-
vinnu í þrjú sumur og starfaði
síðan við smíðar við fyrirtæki
föður síns um nokkurt skeið.
Hann sinnti auk þess ýmsum
störfum í Reykjavík, kenndi eitt
ár við Barnaskólann á Seyðis-
30
firði og starfaði síðan
við leikskólann Mána-
garð í Reykjavík.
Elvar hefur setið í
stúdentaráði KHÍ sl. tvö
ár.
FJÖLSKYLDA
Kona Elvars er Bryn-
hildur Bertha Garð-
arsdóttir, f. 15.5. 1980,
framkvæmdastjóri
Landsambands sjálf-
stæðiskvenna.
Foreldrar Elvars em
Kristján Tryggvason, f.
1.7. 1951, húsasmiðameistari á
Seyðisfirði, og Óla Björg Magn-
úsdóttir, f. 5.2. 1951, starfsmað-
ur á sýsluskrifstofunni á Seyðis-
firði.
Runólfur Birgisson fagnar sextugsafmæli sínu í dag. Hann ætlar hins vegar að
halda afmælisveisluna á Siglufirði seinna í mánuðinum.
Sextuqsafmæli á Siglufirði
„Það leggst að sjálfsögðu vel í mig að
verða sextugur," segir afmælisbarn dagsins,
Runólfur Birgisson, sem fagnar stórafmæli
sínu í dag. Runólfur segist ekki ætla að halda
neina stórveislu í dag en hins vegar haldi
hann upp á afmælið með pomp og prakt á
Siglufirði seinna í mánuðinum.
„Ég vinn hjá borginni og verð kannski
bara með smá gleðskap fyrir vinnufélagana í
dag og býð þeim upp á kökur. Ég er hins veg-
ar Siglfirðingur í húð og hár og held upp á
afmælið þar á föstudaginn ianga. Það verð-
ur farið á skíði í bestu skíðabrekkum lands-
ins og svo verður bara heljarinnar veisla
um kvöldið. Þangað ætla ég að bjóða öll-
um mínum gömlu vinum og heimamönn-
um. Svo verða vonandi einhverjir héðan úr
Reykjavík sem keyra á Siglufjörð til að fagna
með mér."
Runólfur segist aldrei hafa verið mik-
ið afmælisbarn en nú ætli hann aldeilis að
bæta úr því. En hver skyldi vera eftirminni-
legasti afmælisdagur Runólfs? „Það var án
efa þegar ég varð fimmtugur. Þá vorum við
konan á Siglufirði en lögðum af stað í bæ-
inn um miðjan daginn og vorum komin til
Reykjavíkur klukkan hálf ellefu um kvöld-
ið. Þá fórum við beint á Umferðarmiðstöð-
ina og keyptum okkur tvær pylsur með öllu
og eina stóra kók í gleri saman. Og þannig
var afmælisveislan í það skiptið," segir hann
hress og kátur að lokum. khsta@dv.is
Afmælisbarn dagsins Runólfur Birgisson verður
sextugur í dag.