Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 29
DV FólkiB
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 29
BUBBI SEGIR AÐRA SÖNGVARA BETRII
Bubbi Morthens Segir brottrekstur
Sigurðar Guðlaugssonar úr Bandinu hans
Bubba faglegan en ekki persónulegan.
Bubbi Morthens segir af og frá að hann hafi
rekið Sigurð Guðlaugsson, keppanda í þætt-
inum Bandið hans Bubba, vegna persónu-
legra ástæðna. Sjálfur segir Sigurður að
hann hafi misskilið forsendur keppninn-
ar og skilji sáttur við hana.
„Það er af og frá að ég hafi rekið Sigga Lauf
heim út af einhverjum persónulegum ástæð-
um," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morth-
ens um þau atvik sem áttu sér stað í þætt-
inum Bandið hans Bubba á föstudaginn. Þá
sendi Bubbi keppandann Sigga Lauf heim
sem margir höfðu fram að því talið með þeim
sigurstranglegri í keppninni.
Þó nokkrir bloggarar hafa látið skoðanir
sínar í ljós og talið að Bubbi hafi sent Sigga
Lauf heim því hann svaraði Bubba fullum
hálsi í þættinum. Bubbi gefur lítið fyrir þær
skýringar og segir Sigga einfaldlega ekki hafa
staðið sig nægilega vel. „Ég hef ekkert á móti
Sigga og hann minnir mig á sjálfan mig að
ýmsu leyti. Það sem var hins vegar að skemma
mikið fyrir honum var að hann var að reyna
of mikið að vera töffari. Maður fæðist töffari.
Það er ekki eitthvað sem maður getur áunnið
sér," og segir Bubbi ímynd ekki nóg til að bera
uppi hljómsveit. „Það verður að búa eitthvað
að baki. Ég sé Sigga bara sem lítinn hræddan
strák í leðurbuxum."
Bubbi segir Sigga hafa gert góða hluti í
þættinum en hafi einnig misstigið sig illa.
„Siggi tók nokkrar undarlegar ákvarðanir í
lagavali og útsetningu og þegar upp var stað-
ið eru bara betri söngvarar
í þættinum," en Bubbi brá
út af vananum á föstudag-
inn og sendi tvo keppendur
heim. „Hanna var bara ekki
nægilega góður söngvari og
því sá ég enga ástæðu til að
halda henni áfram."
Sjálfur segir Sigurð-
ur Guðlaugsson eða Siggi
Lauf að hann skilji sátt-
ur við keppnina. „Það kom
mér ekkert á óvart að ég væri
sendur heim. Ég átti ekkert
heima þarna," segir Siggi en
hann segist hafa misskilið for-
sendur keppninar. „Þegar ég
ákvað að taka þátt í þessari keppni
hélt ég að það væri verið að leita að
forsprakka í rokkhljómsveit," en Siggi
segir raunina hafa verið aðra. „Eins
og ég sá þetta var þetta bara enn ein
söngvakeppnin og það er eitthvað sem
ég kæri mig hvort sem er ekkert um," seg-
ir Siggi viss um að hann hafi ekki verið rétti
maðurinn fyrir Bubba.
asgeir@dv.is
MÝRINEKKI .
ROTIN
Nýlega hófust sýningar á Mýr-
inni eftir Baltasar Kormák í
Bandaríkjunum og eins og DV
hefur greint frá hefur myndin
fengið góða dóma. Mýrin, eða
Jar City, fær hvorki meira né
minna en 86% einkunn af 100%
á hinum heimsþekkta kvik-
myndavef rottentomates.com.
Vefurinn er samansafn fjölda
dóma þar sem gefin er síðan
heildareinkunn en af 14 dómum
segja 12 að Mýrin sé fersk en 2
að hún sé rotin.
1
R
AUCIATIL
REYKJA-
VÍKUR?
Inni á heimasíðu bandarísku söng-
konunnar Aliciu Keys er fólk hvatt
til þess að krefjast þess að Aiicia
haldi tónleika í Reykjavík. í sér-
stökum dálki á síðunni er hægt að
krefjast þess að söngkonan spili
hvar sem er og hafa 35 manns þegar
krafist þess að söngkonan komi til
landsins. Sé farið inn á síðuna hér
á fslandi ber dálkurinn yfirskrift-
ina „Bring Alicia Keys to Reykjavik".
Haldi íslendingar áfram að vera
duglegir við að kjósa Reykjavík gæti
verið að þessi heimsfræga söngkona
haldi tónleika hér á landi innan
skamms.
TRISH STRATUS ÆTLAR AÐ KEPPA VIÐ SVÖNU HRÖNN í EKTA ÍSLENSKRI GLÍMU ANNAÐ KVÖLD:
Trish Stratus
Skoraði á Svönu
Hrönn í glímueinvígi.
Sjöfaldur heimsmeistari á landinu
„Trish er stödd hér á landi með kanad-
ískri sjónvarpsstöð. Hún er sem sagt að
fara til tíu landa og taka áskorun í hverju
landi. ísland er annað landið sem hún
fer til en hún byrjaði í Noregi þar sem
ég held að hún hafi smalað hreindýr-
um eða elgum eða einhverju sifku," segir
Lárus Kjartansson hjá Glímusambandi
íslands um komu glímudrottningarinn-
ar Trish Stratus til landsins.
Trish er sjöfaldur heimsmeistari í
WWE fjölbragðaglímu og skoraði á nú-
verandi glímudrottningu fslands í ein-
vígi annað kvöld, 5. mars. „Hún velur sér
svona þjóðlegustu áskorunina í hverju
landi og skoraði bara á besta kvenmann-
inn hér í alvöru íslenskri glímu. Hún hef-
ur sjálf aldrei prófað svona glímu áður og
það sem hún óttast mest er að við kepp-
um á svona hörðu parketi. Hún er nátt-
úrulega sjálf í þessari WWE „fjölbragða-
glímu" sem er svona skemmtiglíma og
þar snýst allt um skemmtunina í atrið-
inu. En Trish er sjöfaldur heimsmeistari
í sinni grein og gríðarlega vinsæl."
Stúlkan sem tók áskorun Trish heit-
ir Svana Hrönn Jóhannsdóttir og segir
Lárus hana ekki óttast neitt. „Nei, nei,
alls ekki. Þetta verður bara hefðbundin
glímukeppni þar sem verða teknar fimm
glímur og sú sem verður fyrri tíl að sigra
í þremur glímum vinnur."
Einvígið fer ffam í Ármannshúsinu
annað kvöld klukkan átta, það eru að
sjálfsögðu allir velkomnir og aðgangs-
eyrir er enginn. krista@dv.is