Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 Fréttir DV DYRASTIMATU R Meöalfjölskyldan borgar rúmar 200 þúsund krónur á ári vegna verndar viö íslenskan landbúnaö. íslenskir neytendur búa við hæsta matvælaverð í heimi. Nú vilja bændur fá meira fyrir sinar afuröir vegna þess að aðföng eru orðin dýrari en áður. Tollar af innfluttu kjöti og mjólkurvörum eru svo háir að ekki tekur því að flytja vöruna inn. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv<IS Nú er viðbúið að **** matvælaverð hækki Hver fjögurra manna fjölskylda borgar á ári hverju 214 þúsund krónur til að halda uppi landbún- aðarkerfinu sem rekið er í landinu. Er þá bæði horft til hás matvæla- verðs og skattgreiðslnanna sem fara í ríkisstyrki til landbúnaðar. Kjöt og mjólkurafurðir eru dýrari en ella þar sem háir innflutningstollar vernda bændur gegn erlendri sam- keppni. Fjárins sem fer í ríkisstyrki til bænda þarf svo að afla með skatt- lagningu. Matvælaverð á Islandi er það hæsta í heimi samkvæmt útreikn- ingum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD, síðustu ár. fs- land hefur árum saman verið í hópi með Noregi, Suður-Kóreu og Sviss á toppi listans yfir þau lönd sem búa við mesta vernd við landbúnað sinn og þar af leiðandi hæsta matvæla- verðið. Nú er viðbúið að matvæla- verð hækki enn frekar. Matvæli hafa orðið dýrari á heimsvísu og sömu þróun er spáð hér. Aðföng bænda verða dýrari og nú krefjast margir þeirra þess að afurðaverð hækki. Hærra verð og skattar Síðast þegar OECD kannaði hvaða áhrif stjórnvöld í aðildar- ríkjum sínum hefðu á matvælaverð kom í ljós að íslenska landbúnað- arstefnan hafði mest áhrif til hækk- unar matvælaverðs af öllum ríkjum. Samkvæmt þeirri rannsókn þarf hver fjögurra manna fjölskylda að borga 79 þúsund krónum meira fyr- ir mjólk, kjöt og egg út úr búð en ef hægt væri að flytja slíkar vörur inn án hárra innflutningstolla. Ofan á þetta bætast margvíslegar greiðslur úr ríkissjóði sem kostar 135 þúsund krónur í skatta á fjögurra manna fjölskyldu að standa undir. Sam- anlagt eru þetta 214 þúsund krón- ur á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu eða tæpar 54 þúsund krónur á hvern landsmann. Samkvæmt útreikningum OECD hafa íslenskir bændur 66 prósent af tekjum sínum gegnum tollavernd og styrktarkerfi landbúnaðarins. Vilja litlar breytingar íslensk stjórn- völd hafa til þessa £? enn frekar. Matvæli hafa orðið dýrari á heimsvísu og sömu þróun erspáð hér. staðið gegn breytingum á heimsvið- skiptum með matvæli. Þannig hafa þau skipað sér í hóp með norskum, suður-kóreskum og svissneskum stjórnvöldum sem hafa sett mikla fýrirvara við frjálsari verslum með landbúnaðaraáirðir. Nær öll ríku ríki heims vernda landbúnað sinn, flest þeirra með tvennum hætti, verndartollum og greiðslum úr ríkissjóði. Frá þessu eru undantekningar á borð við Nýja-Sjáland sem afnam opinberan smðning við landbúnað seint á síð- ustu öld og er meðal mestu kjötút- flytjenda heims. Bændur vilja meira „Mataröryggi þjóðarinnar er al- vörumál. Engin þjóð, sem í það minnsta býr við lflca landfræðilega legu og okkar þjóð, má aðhafast neitt sem ógnar matvælaöryggi hennar," sagði Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka fslands, við upphaf Búnaðarþings á sunnudag. Þá ræddi hann miklar hækkanir sem bændur hefðu orðið fyrir eða stæðu frammi fýrir í aðföngum. Haraldur benti á að hvort tveggja fóður og áburður væri orðið mun dýrara en bændur ættu að venj- ast. Að auki stæðu þeir frammi fýrir háum vöxtum. „Bændur hafa enga aðra leið en sækja ffam eftir hærra afurðaverði," sagði Haraldur. „Bændur þekkja vel erfiða um- ræðu um matarverð og gera sér vel grein fýrir að hækkun á vöruverði er ekki til vinsælda fallin. Bændur þekkja vel að árferði í landbúnaði getur verið erfitt. En bændur vilja segja sannleikann og ekki fela sig fýrir erfiðleikum,".sagði Haraldur og bætti við að gott samtal neytenda, bænda og stjórnvalda væri nauðsyn- legt við þessar kringumstæður. Háir verndartollar Eitt af því sem veldur háu matar- verði á íslandi er það hversu háir tollar eru lagðir á er- lendar ■pL Sauðkindin Bændurtala um mikilvægi þess að mataröryggi íslands verði tryggt og tekur forseti (slands undir með þeim. Þeir vilja að tryggt sé að framleidd séu matvæli hér. § I * 3 KOSTNAÐUR FYRIR FJOGURRA MANNA FJÖLSKYLDU Hærra matvælaverð: Hærri skattar: 79 þúsund 135þúsund SAMTALS: 214 þúsund krónur HEIMILD: EFNAHAGS- OG FRAMFARASTOFNUNIN 2007. HELSTU STYRKIRTIL BÆNDA HEIMILD: FJARLÖGIN 2008 MJÓLKURBÆNDUR 4.779 milljónir SAUÐFJÁRBÆNDUR 3.538 milljónir HÁIR VERNDARTOLLAR *AUK MAGNTOLLA ÞARF AÐ BORGA 30 PRÓSENTATOLL AF INNKAUPAVERÐIVÖRUNNAR. HEIMILDIR: NÓATÚN OG TOLLASKRA GRÍSALUNDIR ÚTÚRBÚÐ MAGNTOLLAR VIÐ INNFLUTNING 2.598 kr./kg 1.195 kr./kg ..J-i kjötafurðir. Tökum nokkur dæmi. Kaupmaður sem vill flytja inn ungn- autalundir þyrfti að greiða 30 pró- senta verðtoíl af innkaupaverðinu. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því ofan á þetta bætist magntollur upp á 1.462 krónur á hvert kíló. Blaðamað- ur leit í Nóatún í gær og þá mátti fá íslenskar ungnautalundir á 4.298 krónur. Magntollurinn einn og sér nemur því 34 prósentum af útsölu- verði vörunnar. Ofan á það bætist svo virðisaukaskattur og verðtollur sem fara til hins opinbera auk þess sem kaupa þarf vöruna og flytja hana til landsins. Ungnautalundirnar eru síður en svo einsdæmi. Lítum á grísalund- ir. Þær fengust á 2.598 krónur kfló- ið í Nóatúni í gær. Ef flytja átti þær inn ffá útlöndum hefði lagst ofan á þær 1.195 króna magntollur á hvert kfló. Það er 46 prósent af útsöluverð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.