Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008
Sport PV
ÍÞRÓTTAMOLAR
HANNES VILL BURT
„Ekkert sænskt lið hefur gert tilboð í
Hannes heldur var um að ræða óformlega
fýrirspurn frá umboðsmanni hvort tiltekin
upphæð væri næg til að leysa Hannes frá
félaginu. Ég svaraði því einfaldlega að
upphæðinværi
ekki nægilega
há," sagði Egil
Östenstad,
yfirmaður
knattspyrnumála
hjá norska
úrvalsdeildarlið-
inu Viking
Stavanger, við
Aftenbladet.
Látið hafði verið í veðri vaka að sænska
félagið GIF Sundsvall hefði boðið í
Hannes en Egil sagði að svo væri ekki.
Norsku félögin Tromsö og Molde hafa
sýnt áhuga á Hannesi sem segist sjálfur
vilja reyna fyrir sér annars staðar.„Helst vil
ég ekki fara til annars félags innan
Noregs. Aðalatriðið er samt að ég komist í
lið þar sem ég fæ að spila reglulega og ég
vona að þetta mál skýrist (lok vikunnar,"
segir Hannes. Hannes erfallinn neðar í
goggunarröð Viking eftir að félagið keypti
litháenska framherjann Andrius Velicka
frá Hearts og markahæsti maður liðsins
frá því í fýrra ákvað að halda áfram með
Viking.
sigurhjAroma
Italska körfuknattleiksliðið Lottomatica
Roma, sem
íslenski
landsliðsmaður-
inn, Jón Arnór
Stefánsson, leikur
með, sigraði í
sínumleikum
helgina. Liðið
lagði þáTreviso
nokkuð
auðveldlega með
fimmtán stiga mun, 79-64. Jón Arnór lék
samtals ífimmtán mínútur í leiknum og
skoraði sex stig fýrir liðið á þeim tíma.
Roma er sem stendur í þriðja sæti ítölsku
úrvalsdeildarinnar og er einnig á fullu (
meistaradeild Evrópu.
EMBLA (HÓPINN
Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu
hefur leik á morgun á æfingamótinu á
Algarve í
Portúgal. Eina
breytingu þurfti
að gera á
hópnum á síðustu
stundu en
Valsstúlkan Sif
Atladóttir þurfti
að draga sig úr
hópnum vegna
meiðsla. Fyrir
hana kallaði Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari á KR-inginn Emblu
Grétarsdóttur. Fyrsti leikur Islands á
mótinu er á morgun gegn Póllandi.
ÍDAG
Heimur úrvalsdeildarinnar .Nýr þáttur
þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð
frá ýmsum óvæntum hliðum. Leikmenn
heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar
uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska
boltanum um heim allan.
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
Útsending frá leik Arsenal og Aston Villa
í ensku úrvalsdeildinni.
Útsending frá leik West Ham og Chelsea
í ensku úrvalsdeildinni.
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum. Viðbrögð
þjálfara, stuðningsmanna og sérfræð-
inga.
23:15 BOLTON ■ LIVERPOOL
Útsending frá leik Bolton og Liverpool í
ensku úrvalsdeildinni.
-;-.T
ES
FINNST STELPUMYNDIR
Eftirminnilegasta stund í
einkalífinu?
„Þegar ég giftist manninum mínum."
Hvernig er að vera
bikarmeistari?
„Tilfinningin er frábær
en ég er ekki sammála
því að ég hafi verið
einhver hetja. Allt
liðið vann hörðum ^
höndum að þess-
um titli. Mér finnst
ekki gaman að vera
einhver hetja."
Hvernig var að spila
úrslitaleikinn í allri
þessari umgjörð?
„Það var mjög gaman. Ég
skemmti mér allavega meira en
venjulega."
Varst þú orðin smeyk þegar
Fylkir var komið með for-
ystuna?
„Ég trúði ekki mínum eigin augum
þegar ég sá að Fylkir var komið yfir
og við áttum á hættu á að tapa leikn-
um. Ég var orðin mjög reið og hugs-
■ ••
i h^ e %Z7ri
lnn^hjáDVc Jahel9ar-
■7 I
J
SKEMMTIL
Hver er Alina Petrache?
„Handboltakona."
Hvaðan ertu upprunalega?
„Rúmeníu"
Af hverju komst þú til íslands?
„Ég fékk tilboð frá Stjörnunni og
Flora [Florentina Stanciu, markvörð-
ur Stjörnunnar) sagði svo margt fal-
legt um félagið. Flora er guðmóðir
mín í kirkjunni."
Áhugamál utan handboltans?
„Ég er íþróttakennari að mennt og
hef gaman af því að kenna."
Uppáhaldsbíómynd?
„Engin sérstök en mér finnst stelpu-
myndir skemmtilegar."
Uppáhaldsleikari?
„Hugh Grant líklega."
Uppáhaldshljómsveit?
„Ég hef mjög gaman af Justin Timb-
erlake."
Fylgist þú með öðrum íþróttum
en handbolta?
„Já, ég fylgist með öllum íþróttum,
sérstaklega fótbolta og körfubolta."
Eftirminnilegasta stund á
íþróttaferlinum?
„Að spila úrslitaleik í Evrópukeppni
unglinga. Það var frábært."
aði með sjálfri mér að ég þyrfti að
fara að skjóta á markið."
Af hverju unnið þið á
endanum?
„Við breyttum vörninni aftur
flata 6-0 og Flora fór að verja
meira.'
Var þetta þinn besti
leikur í ár?
„Já, það held ég alveg örugg-
lega."
Er stefnan nú sett á
íslandsmeistaratitilinn?
„Það vona ég svo sannarlega.
Við erum tveimur stigum á eftir
Fram en þær geta tapað einum leik
og við unnið rest, allt er mögu-
legt. Þetta er í guðs höndum
núna."
Hvað breyttist hjá
Stjörnunni eftir
áramót?
„Við erum búnar að æfa
betur eftir áramót og
farnar að spila meira
og oftar sem lið."
tomas@dv.is
Mauro Camoranesi vill ekki aö Antonio Cassano fái séns með ítalska landsliöinu í sumar:
CASSANO HEFUR EKKERT BREYST
Antonio Cassano er enn við sama
heygarðshornið og virðist ófær um að
þroskast. Um helgina var hann ósátt-
ur þegar hann var rekinn af velli gegn
Torino og henti treyjunni sinni í átt
að dómaranum á leiðinni út af. Þetta
er ekki í fyrsta skiptið sem Cassano
kemst í fréttirnar fyrir heimskupör og
væntanlega ekki í það síðasta.
„Ég áttaði mig næstum strax á því
að ég hefði gert eitthvað virkilega
heimskulegt," sagði Cassano í yfir-
lýsingu sem hann sendi eftir atvikið.
Cassano fékk að líta rauða spjaldið og
gekk berserksgang á vellinum í kjöl-
farið. Fyrir utan að henda treyjunni í
dómarann, hellti hann sér yfir hann
og jós úr skálum reiði sinnar. „Hann
getur bara sjálfum sér um kennt. Það
er ekki hægt að kenna neinum öðr-
um um nema honum. Hann er frá-
bær leikmaður en enginn meistari.
Hann er að betrumbæta sig en hann
Kominn með 7 mörk
Antonio Cassano er búinn
að skora sjö mörk í ítalska
boltanum.
er með marga karaktera," sagði Gi- mála hjá Sampdoria.
useppe Marotta, yfirmaður íþrótta- Cassano hefur verið í frábæru
formi með Sampdoria í ítalska bolt-
anum og fáir efast um að hann eigi
heima í landsliði heimsmeistaranna
fyrir EM í sumar. Hins vegar gæti
skapið hans enn á ný eyðilagt fyrir
honum.
„Það efast enginn um hæfileika
Cassanos. Hins vegar var ég feginn
því að hann var ekki í HM-hópnum í
Þýskalandi," sagði Mauro Camoran-
esi, leikmaður Juventus og lands-
liðsmaður Itala, og bætti við að það
myndi ekki gleðja hann ef Juventus
keypti vandræðabarnið eins og rætt
hefur verið um. „Hann hefur ekki
unnið neitt á sínum ferli. Ef ég á
að vera hreinskilinn myndi ég ekki
stökkva hæð mína af gleði." Cass-
ano fær væntanlega langt bann fyr-
ir atvikið um helgina en hann er að
láni frá Real Madrid en hann skoraði
eitt marka Sampdoria gegn Torino.
benni@dv.is