Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 Frittir DV Græn orka í Washington Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra tekur þátt í alþjóð- legri ráðstefnu Bandaríkjastjórn- ar um endurnýjanlega orku í vikunni. Ráðstefnan WIREC2008 hefst í Washington í dag og lýkur á fimmtudag. Þar koma saman ráðherrar, fulltrúar almanna- samtaka og fyrirtækja til þess að ræða leiðir og samstarf um að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkubúskap heimsins og finna lausnir sem ganga í þá átt fyrir einstök svæði og lönd. össur fundar einnig sérstaklega með Alexander Karsner, aðstoðar- orkumálaráðherra Bandaríkj- anna. Vatnstankar í Helguvík Vatnsfyrirtækið Iceland Glob- al Water ehf. hefur sótt um 3000 fermetra lóð undir vatnstanka í Helguvík. Erindið var borið upp í atvinnu- og hafnarráði í Reykja- nesbæ f síðustu viku. Tankarn- ir yrðu í höfninni við Helguvík. Fyrirtækið hyggst nýta aðstöð- una fyrir vatnsútflutning til Kan- ada en vatninu yrði þá W dælt úr tönkunum í skip. Fyrirtækið hefur fengið vilyrði um lóð í Vest- mannaeyjum en einn af forsvarsmönnum vatnsfyrirtækisins er HaO Guðjón G. Engilberts- — son. Atvinnu- og hafn- arráð hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið. Burt með transfituna Neytendasamtökin fagna þingsályktunartillögu um há- marksmagn viðbættra trans- fitusýra í matvælum. Samtökin sendu erindi til umhverfisráðherra fyrir ári þar sem hann var hvattur til að teknar yrðu upp sömu reglur og í Danmörku. Erind- ið var ítrekað fyrir ári en auk þess fékk heilbrigðisráðherra það inn á borð til sín. Lög um hámarksmagn transfitusýra í matvælum tóku gildi í Dan- mörku fyrir fimm árum. Verði tillagan samþykkt verður sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra falið að undirbúa reglur um hámarks- magn viðbættra transfitusýra í matvælum en þær geta verið skaðlegar séu þær innbyrtar í miklu magni. Foreldraverðlaun íþrettánda sinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla verða veitt í þrettánda sinn 15. maí og óskar félagið eftir til- nefningum. 1 fýrra hlaut Iþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi Foreldra- verðlaunin fýrir samræmingu skóladags og æfingatíma í sam- vinnu við bæjaryfirvöld, foreldra og grunnskóla Seltjarnarness. Leitað er eftír tílnefningum um einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla sem stuðlað hafa að árangursrík- um leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara, heimilis og skóla. Á heimasíðunni Bathmate.is er hægt að kaupa samnefnt typpastækkunartól. Eigandi síðunnar lofar að endurgreiða þeim sem ekki er ánægður með árangurinn. Læknar og kynfræðingar segja tækið ekki líklegt til að virka en engu að síður segja forsvarsmenn fyrirtækisins að salan sé gríðarlega mikil og lagerinn nánast tómur. REÐURSTÆKKUNAR- TÓL R0KSELST „Lagerinn er að verða búinn, ætli það séu nema þrjú stykki eftir" segir Ág- úst Smári, forsvarsmaður Bathmate á Islandi sem selur reðurstækkun- artól, sem vill ekki koma fram und- ir fullu nafni vegna viðskiptanna. Bathmate er kynnt sem byltingar- kennt reðurstækkunartól og hófst sala þess nýverið hér á landi á vefsíð- unni bathmate.is. Á vefsíðunni er viðskiptavinum heitíð sex sentímetra reðurlengingu eða meira. Þar eru birtar frásagnir frá meintum viðskiptavinum sem lýsa árangursríkri meðferð með tólinu. Notendum er ráðlagt að nota tækið í 15-20 mínútur á dag á sex vikna tíma- bili. „Þetta hljómar kannski ótrúlega en er alveg satt," segir á vefsíðunni. Lofar endurgreiðslu Aragrúi tölvupóstskeyta er sendur út á Netinu, þar sem boðið er upp á hinarýmsu pillur sem eiga að stækka kynfæri karlmanna. Þess háttar pill- ur virka ekki og hafa margir fjölmiðl- ar greint frá skaðsemi þeirra. Ágúst Smári heldur því fram að þrýstings- pumpur séu eina lausnin til lenging- ar. „Við bjóðum upp á fulla endur- greiðslu ef fólk er óánægt með þetta, en þá er líka miðað við að menn klári það sex vikna prógramm sem við mælum með," segir Ágúst. Reðurstækkunardælur hafa lengi verið til en segir Ágúst þær líkleg- ar til að aflaga á mönnum liminn vegna mikils þrýstings. Það sé ekki raunin með Bathmate, þar sem vatn í hólknum komi í veg fyrir þess háttar meiðsli og slys. Ágúst segir vinsældir tækisins hafa komið honum á óvart og að eins og staðan sé í dag sé ekki hægt að anna eftírspurn. „Það er von á meiru í lok vikunnar svo við ör- væntum ekki." Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar hjá Bathmate.is um sölu á tól- inu, en þegar spurt var hvort um væri að ræða tíu eintök eða meira var svarið „margfalt, margfalt meira". Stækka ekki til frambúðar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kyn- og hjúkrunarfræðingur, sagði í viðtali við DV að hún hefði ekki tíma til þess að skoða málið til hlítar. „En verksins. Limirnir á mönnum lengd- ust að meðaltali um 0,3 sentímetra, sem verður að teljast ansi lítíð. Hins vegar voru um 30 prósent mannanna afar sátt við meðferðina, sem lækn- ar sögðu vera vegna „lyfleysuáhrifa" tækisins. dori@dv.is, baidur@dv.is ■JSt POSITION i TO BODY P THIS WAY ., UP j, « um Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kyn- og hjúkrunarfræðingur Efastumað undirþrýstingspumpur virki til frambúðar. ^ Bathmate Umboðsaðili ábyrgist endurgreiðslu bæti kúnninn ekki við sig nokkrum sentímetrum. reynsla mín er sú að ef þetta hljóm- ar of gott til að vera satt er það lík- lega rétt." Jóna tók það þó sérstaklega fram að undirþrýstingspumpur, eins og Bathmate, myndu ekki stækka liminn til frambúðar og að loforð um endurgreiðslu væri þekkt bragð í markaðssetningu því ólíklegt væri að einhver myndi leggja í það að skila svona apparati og þar með viðurkenna vonbrigði sín. Hjá skrifstofu Land- læknisembættisins kom fram að land- læknir vildi ekki tjá sig um reðurstækkar- ann en að embættíð myndi fylgjast með framgangi mála. Bættu við sig 0,3 sentímetrum 1 könnun sem birt var í the British Journal of Urology Internation- al árið 2006 kom fram að slíkar pumpur væru ekki lík- legar til þess að bera árangur. I rannsókninni var fylgst með hópi af mönnum sem allir töldu sig þurfa á slíkum pumpum að halda. Þeir notuðu pumpurnar þri- svar í viku í 20 mínútur í senn í hálft ár. Það tæki sem þeir notuðu var ekki keypt í hjálpartækjaverslun heidur var það sérhannað " vísinda- mönn- til I Framkvæmdastjóri SMÁÍS ánægöur með niðurstöðuna i DC++-málinu: Níu dæmdir fyrir ólöglegt niðurhal Sáttur Snæbjörn er sáttur með niðurstöðuna þótt hann vildi fá þyngri refsingar. „Þetta er hrein og klár niðurstaða um að dómstólar telja þetta ólög- legt," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka mynd- rétthafa á Islandi (SMÁÍS), um dóm í DC++-málinu svokallaða. Málið fjallaði um ólöglegt nið- urhal á netinu í gegnum skráa- skiptaforritið DC++ sem þúsundir Islendinga notuðu um tíma. I gær var kveðinn upp dómur í málinu en þá voru níu einstaklingar sak- felldir fyrir aðild að málinu. Sá sem fékk þyngsta dóminn, Bjarki Magn- ússon, fékk 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu yfir hinum átta var frestað haldi þeir almennt skil- orð næstu tvö árin. Þeir þurfa sam- tals að greiða 2,6 milljónir í sakar- kostnað. Málið á upphaf sitt að rekja til ársins 2004 þegar lögreglan gerði húsleit hjá mönnunum og gerði mikið magn tölvubúnaðar upptækt. Var mönnunum ekki gerð þyngri refsing meðal annars á þeim grund- velli að rannsókn málsins tafðist mikið. Bjarki hlaut þyngsta dóminn en hann hafði veg og vanda af því að setja á laggirnar tengipunktinn Ás- garð á vefsvæðinu dci.is. I gegnum tengipunktinn gátu menn sótt og deilt höfundarréttarvörðu efni sín á milli en hann hýsti vefinn. Snæbjörn segir að niðurstaðan sé rétthöfum í hag en viðurkennir þó að það séu viss vonbrigði að mönn- unum hafi ekki verið gerð þyngri refsing. „Að vissu leyti eru von- brigði með refsinguna en við viss- um alveg fyrirfram að það yrðu ekki þungar refsingar í þessu máli vegna þess hve rannsóknin tók langan tíma. Þetta er prófmál en það er nið- urstaðan sem skiptir okkur mestu máli," segir Snæbjörn en dómur- inn féllst bæði á bein brot og hlut- deildarbrot á höfundarréttarlögum. Ákæra hefur verið gefin út á hendur Svavari Lútherssyni, forsvarsmanni torrent.is, en það mál verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Því máli þykir svipa til málsins sem dæmt var í f gær. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.