Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Page 23
. DV IpjinHprfiúZ
ÞRIQJUDAGUR 4. MARS 2008 23
komu að Tónlistarhúsinu og sjá til þess
að minnsta kosti hluti af bílageymsl-
unni, sem verður undir svæðinu, verði
tilbúinn." Helgi ítrekar mikilvægi þess
að umhverfið líti sem best út og göngu-
götur og torg verðir tilbúin þegar húsið
verður vígt í desember 2009.
Óttast ekki samdrátt
Aðspurður segist Helgi ekki óttast
verktöf vegna þess samdráttar sem
hefur gert vart við sig í samfélaginu.
„Þetta mun ekki hafa áhrif á Tónlistar-
og ráðstefnuhúsið. Það er í sjálfu sér al-
veg fast sett. En hugsanlega getur þetta
haft áhrif á aðra þætti á þessu svæði.
Við vitum bara ekki hversu mikil þau
verða. En þetta er til góðs og ills. Það
verður væntanlega meiri samkeppni
á verktakamarkaðinum. Minni þensla
þýðir í rauninni lægri stofnkostnað
fyrir okkur. Þetta er langtíma verkefni
og öll okkar plön taka mið af því að ís-
lenskt efnahagslíf fer alltaf upp og nið-
Geirsgata í stokk
Framkvæmdir á Austurbakkanum
eru á góðu skriði. En það er ákveðin
óvissa sem Portus-menn glíma við.
Upp komu hugmyndir um að leggja
Geirsgötuna í stokk. Færa umferðina
neðanjarðar og setja gangandi um-
ferð í forgang. Svo stór mál taka tíma
í borgarskipulagi og því getur orðið
þó nokkur bið á þessu máli til viðbót-
ar. „Við höfum verið í svolitlum hæga-
gangi frá því í haust. Borgin hefur tek-
ið vel í þetta mál og ég held að það sé
þverpólitísk samstaða um það. Það
eru líka að vakna ný viðhorf varðandi
umhverfis- og samgöngumál - bílnum
er ekki gert eins hátt undir höfði," seg-
ir Helgi.
Tónlistarhúsið tengist
miðborginni
Margir líta svo á að Geirsgatan
skeri höfnina frá miðborginni. Þegar
svo Tónlistarhúsið er komið og öll hin
starfsemin sem þarna á að vera mun
fólk vafalítið finna meira fyrir því. Helgi
nefnir að öll umferð um Geirsgötuna
sé í rauninni flutningur milli austur-
hluta borgarinnar og vesturhluta borg-
arinnar. Þessi umferð á hvorki upphaf
sinn né endi hér í miðborginni. Þetta
er bara gegnumakstur. Þessu viljum
við breyta. Ef meginþunginn verður
færður í stokk þýðir það að Tónlist-
arhúsið muni tengjast miðborginni
sterkari böndum." Það verður spenn-
andi að fylgjast með ffamkvæmdun-
um á Austurbakka sem eru þær um-
fangsmestu í miðbæ Reykjavíkur um
þó nokkurt skeið.
'
V
TEIKNINGAR AF SVÆÐINU Þegar
svæðið verður fullbyggt er Ijóst að
ásjóna miðbæjarins verður allt önnur,