Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guömundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Fjölmiðlamaðurinn Árni
Snævarr er á meðal lands-
liðsmanna Eyjunnar í bloggi.
Hann leiðréttir í gær slæm
mistök sín þar sem hann hafði
haldið því fram að Dátar hefðu
flutt smellinn Gluggann sem
alþjóð veit auðvitað að voru
Flowers með Jónas R. Jónsson
(fylkingarbrjósti. Svo sæk-
ir kvíði að bloggaranum sem
óttast að verða lögsóttur af
„ónefndum lögmanni í Reyka-
víkurborg (köllum hann Copy-
Paste for arguments sake)".
Þarna vísar Árni væntanlega
til lögmannsins Vilhjálms Vil-
hjálmssonar sem skilaði loka-
ritgerð á sínum tíma sem var
kópíeruð frá öðrum.
■ Guðlaugur Þór Þórðarsson
heilbrigðisráðherra skoraði
Hekki mörg
stig í Silfri
Egils ef
marka má
þau orð
(jgmundar
Jónasson-
ar alþing-
ismanns
í Býtinu á
Bylgjunni að hann hafi malað
eins og köttur í fangi stjórn-
andans, Egils Helgasonar,
sem fráleitt hafi spurt ráð-
herrann réttu spurninganna.
Guðlaugur hefur undanfarið
siglt með löndum í framháldi
uppgjörsins með REI-málið
sem hann er upphafsmað-
ur að. En nú er hann kominn
fram í dagsljósið og boðar
stórlækkun lyfjaverðs.
■ Dómari Gettu betur, Páll
Ásgeir Ásgeirsson, er ekki ein-
hamur. Auk þess að standa í
ólgusjó spurningakeppninn-
ar þar sem
taugar eru
þandar til
hins ítr-
asta með
tilheyrandi
sprengi-
hættu hefur
hann tekið
að sér að rit-
stýra tímaritinu Útiveru. En Páll
gjörþekkir auðvitað það svið
sem snýr að ferðum og útiveru
eftir að hafa skrifað metsölu-
bækur um viðfangsefnið. Þá
þekkir hann vel til tímarita en
hann var um árabil umsjónar-
maður helgarblaðs DV.
■ Meirihlutinn í borgarstjórn
er harðákveðinn í því að nú
muni allt verða í samlyndi það
sem eftir lifir
kjörtímabils.
í því skyni
ákváðu
þeir Ólaf-
ur Friðrik
Magnússon
borgarstjóri
og Vilhjálm-
ur Þór-
lindur Vilhjálmsson, leiðtogi
sjálfstæðismanna, að stefna
öllum austur á Hótel Rangá á
föstudagsmorguninn þar sem
hópurinn sat við málefnavinnu
daglangt og ffam á laugardag.
Hermt er að samkoman hafi
verið friðsæl og öll fjögur borg-
arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins
átt samskipti í vinsemd.
LEIÐARI
i Klíkur ráða lífeyrissjóðum
REYNIR TRAUSTASON RITSTJORISKRIFAR.
Lífeyrissjóðum hins almenna borgara er stjórnað af klík-
um sem leyfa takmarkað lýðræði. Hópur gæðinga hefur
tekið að sér að stjórna þess-
um fyrirbærum í gegnum
MeðJJármuniim liöiultri sidan uinbodslitlir nteiut.
stað við kosningu á stjórnarmönnum sjóðanna. Venjulega halda
lífeyrissjóðir fámenna aðalfúndi þar sem valið er í stjórn. Þar
verkalýðsfélögin og fara gjarnan sínu
fram í fjárfestingum. DV sagði frá því
í gær að reiknað tap lífeyrissjóðanna
á fjárfestingum í Exista samsvarar
iðgjöldum tæplega 30 þúsund laun-
þega sem í sveita síns andlits hafa
greitt 10 prósent af launum sínum
inn í báknið. Vonandi tekst Exista
að rétta úr kútnum, ef ekki er ljóst
að stjórnarmenn ákveðinna lífeyris-
sjóða hafa steypt sjóðum sínum út í
varanlegt stórtap.
Fæstir þeirra sem greiða svo hátt
hlutfall af launum sínum hafa neitt um það að scgja hvernig
sjóðunum er stjórnað. Árni Páll Árnason, alþingismaður Sam-
fyikingar, benti á það í morgunþættinum í bítið í gærmorgun að
áhrif hins almenna sjóðfélaga væru ekki sýnileg. Þetta er hárrétt
hjá Árna Páli og snýst öðrum þræði um skeytingarleysi almenn-
ings sem ekki hefur gert háværa kröfu um að lýðræði eigi sér
er eyrnamerkt að atvinnurekendur
eigi stjórnarmenn án þess að rökin
fyrir því séu sýnileg.
Hagsmunir einstakra launþega eru
gríðarlegir eins og sjá má af því að
gera má ráð fyrir því að á 40 ára
starfsævi greiði einstaklingur um
15 milljónir króna inn í kerfið. Með
fjármunina höndla síðan umboðs-
litlir menn. Fjárfestingastefna ein-
stakra sjóða er óljós og grunsemd-
ir eru um að á stundum ráðist hún
af valdatafli eða öðrum hagsmun-
um svo sem byggðamálum. Dæmi
eru um að sjóðir hafi tapað stórt
vegna þess að þeir lánuðu til fyrirtækja í héraði og töldu sig vera
að verjast fólksflótta. Hvorki valdatafl né varnir byggða eiga að
vera hluti af fjárfestingastefnu lífeyrissjóða heldur eingöngu
beinharðir hagsmunir þeirra sem leggja fyrir með þessum hætti.
Tímabært er að þeir sem standa undir sjóðunum ráði einhverju
um framvinduna.
Hlutabréfaelgn þrlggja lífeyrlasjóða i Exlsla heftrr rýrnad um rúma tíu mUUarOa toóia á átta tnánuOitm
en brátt fVrir veröfall hlutabréfanna halda sjóölrnir áffam aö Qárfesta í félaginu. Tapiö gæti því veriö
mun meira. Sklptar skoöanir eru um hvort lífeyrissjóölr eigi aö vera i áhættufjárfestingum sem þessum,
en englnn gat séð fyrir þær gríöarmlklu lækkanir sem oröiö hafa undanfariö segir Asmundur Gíslason,
sérfræölngur á greiningardeild Glltnis. Talsmenn lífeyrissjóöanna þriggja segja aö ekki sé um tapaö fe
séaöræöa SJóöirnir þurfa iögjaldagreiöslur29þúsundmanns íáttamánuöitilaöbætaupptapiö.
10MILLJARÐA
MINUSVEGNA
BRÉFA í EXISTA
ENDURREISNARTIMINN
Hnignunarskeið karl-
mennskunnar hefur stað-
ið yfir síðustu ár. Á öllum
vígstöðvum hefur karlmennskan
hopað undan femínismanum og
metrósexúalisma. Karlmennska
hefur verið metin sem óviðeigandi
og hjákátlegur eiginleiki, á meðan
hinum mýkri gildum og kvenlæg-
ari hefur verið hampað í hvívetna.
Atónlistarsviðinu hafa karlkyns
krútt tekið við af karlmönnum.
Bubbi Morthens er ekki lengur
svipur hjá sjón miðað við hinn harða
Bubba níunda áratugarins. Hann
syngur ekki lengur um verkamenn
og sjómennsku, heldur eiga mýkri
málefni hug hans allan. „Jörðin hún
snýst um sólina," syngur hann, eins
og linkindin holdi klædd. Hvað varð
um stál og hníf?
Ipólitíkinni er orðið fátt um
karlmenni. Enginn „Járn-
karl" er nú í pólitfkinni, eins
og Matthías Bjamason var hér
áður. Nú heldur Guðni Ágústs-
son helst karlmennskunni á
lofti með digurbarkalegum
ræðum. Karlmennskan
er fótum troðin á hinu
háa Alþingi. Forsætis-
ráðherra er mjúkmenni
og þótt Össur Skarphéð-
insson sé árásargjarn og
Björn Bjarnason hrjúfur og
vígreifur eru aðrir ráðherrar
ýmist konur eða metrósexúal.
Síðasta orrustan um karl-
mennskuna, orrustan um
Eurovision, tapaðist fýrir tíu
dögum, þegar fílefldir trommukarl-
menn fóru halloka fyrir hinum
silkimjúka Friðriki Ómari og
valkyrjunni Regínu Ósk.
Karlmennin eru sögð
tómar tunnur og hljómur
þeirra holur. Það er ekki
nema von að karlmenn
leiti endurreisnar.
Svar karlmanna við
þessari kreppu er, eins
og karlmennskan býður
inn hefur farið illa
með karlmenn,
en nú er runninn
upp endurreisn-
artíminn. „Ný-
karlmennskan"
felst í því að stækka
hvers kyns vöðva. Hún er
löðrandi í testósteróni og einkenn-
ist af skorti á innihaldi en massífum
umbúðum. Ho, ho, ho, hey, hey,
hey er merki hennar og undir þeim
söng marsera fram þjáðir menn í
þúsund löndum.
þeim, efnislegt og hnitmiðað. Gríð-
arleg aukning hefur orðið á sölu
lyfja sem veita kulnuðu holdi síð-
búna endurreisn. Þannig hafa karl-
menn af gamla skólanum fengið
uppreisn æru. Þeir standa nú keikir
úti um hvippinn og hvappinn, enda
gulltryggt að reisn þeirra stenst tím-
ans tönn.
Og hin ungu karlmenni sækja
nú einnig í fallísk metorð.
Nýr búnaður sem stuðlar að
reðurlengingu selst nú eins og heit-
ar lummur seldust áður. Tíðarand-
SVARTHÖFÐI
DÓMSTÓLL GÖTUNlNfAR
VAR Kl I I \l) III l | \ LODMIYI II) \K \ IMÝ?
„Já, ég er hlynntur loðnuveiðunum. Ég
er aö hugsa um rlkið, og ríkið er ég. Ég
held að það sé nóg af loðnu."
Björn Þór Gunnlaugsson, 67 ára
leigubílstjóri
„Ég held að það hafi verið rétt
ákvörðun þegar loðnuveiðum var hætt
en sjávarútvegsráðherra hafi tekið
góða ákvörðun þegar hann ákvað að
hefja þær að nýju."
Jón Sigtryggsson, 64 ára leigubíl-
stjóri
„Það er nóg loðna. Ég er sjálfur gamall
loðnuveiðisjómaður og er sannfærður
um að ráðgjöf Hafró sé ekki alltaf rétt."
Þorkell Bergsson, 63 ára sjómaður
„Ég held aö það hafi verið hið besta
mál. Ég er ekki sannfærður um
réttmæti mælinga Hafrannsóknastofn-
unar. Það mætti líklega bæta
mælingarnar."
Einar Loftsson, 50 ára verslunar-
maður