Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Síða 28
m\iA Fókus DV 800S 2HAM > HU5AaU(.9!HcJ 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 JAPANSKUR HRYLLINGUR Kvikmyndin RINGU1 verður sýnd á japönsku myndakvöldi í Háskóla (slands í dag. Um er að ræða japönsku frumgerðina sem hin vinsæla Hollywood- mynd The Ring var byggð á. Myndin verður sýnd í stofu 101 í Lögbergi og hefst sýningin klukkan 17. KRAFTLITIL OG BRAGÐLAUS Strákastríð Kvikmyndasafn íslands sýnir myndina Benjamín dúfu frá árinu 1995 í Bæjarbíói í kvöld klukkan 20. í myndinni, sem Gísli Snær Erlings- son leikstýrði, segir af fjórum 10 til 12 ára strákum sem stofna riddarareglu til að berjast gegn óréttlæti í hverfinu sínu en draumar þeirra og ímyndan- ir verða að raunveruleika í áhyggju- leysi barnæskunnar. Brestir koma í regluna og smám saman breytist æv- intýrið í martröð. Miðaverð er 500 krónur. Be Kind Rewind er ein af þeim kvikmyndum sem ég hef beðið eft- ir síðan ég sá stikluna fyrst á netinu. Góðir leikarar, góður leikstjóri, frum- legur söguþráður, bara allt til fýrir- myndar. Kvikmyndin fjallar um þá Jerry og Mike sem eru hálfutangátta aular í New Jersey. Mike vinnur í víd- eóleigu hjá herra Fletcher og fær lykl- ana að búðinni dag einn þegar sá eldri bregður sér af bæ. Tekst þá Jerry að eyðileggja öll myndböndin á leigunni og til að bjarga málunum ákveða þeir að endurgera myndirnar á máta, sem átti eflaust að vera óborganlegur, en BEKINDREWIND ÍCÍ LEIKSTJÓRN: Michel Gondry „Sumir myndu kalla hana w\ hugljúfa og sæta, en fyrir mér var hún kraftlitil og bragðlaus." BÍÓDÓMUR er í besta falli grátbroslegur. Ég hrein- lega veit ekki hvort Michel Gondry sé jafrigóður kvikmyndagerðarmaður og ég hélt að hann væri. Ég gekk út af myndinni og kláraði hana í makind- um heima hjá mér, hún var ekki þess virði að klára hana í bíóinu. Myndin er bara hæfilega vel leikin, en það er eins og að leikaramir nenni ekki að leggja sig fram. Handritið er slitrótt og góð tímasetning, sem einkennir gott grín, er skilin eftir úti í kuldan- um. Mos Def, sem er að upplagi rapp- ari, þó að hann hafi slugsað aðeins í leiklistarskóla líka, hefði mátt fá betri leikstjórn og Jack Black var einhvers konar bræðingur af öllum persón- um sem harm hefur leikið undanfar- in ár. Maður tók svo varla eftir tón- listinni, og við lok myndarinnar, þar sem sagan fer í skemmtilegar lykkjur, man maður varla hvaða þvæla leið á undan. Be Kind Rewind er ófyndin gamanmynd, drama sem ristir ofsa- lega gnmnt og ofan á allt á mynd- in lítið sem ekkert erindi til manns. Sumir myndu kalla hana hugljúfa og sæta, en fyrir mér var hún kraftlít- il og bragðlaus. Auðvitað er nett hlæ hlæ í poka, sem er hægt að brosa að, en annað var það ekki. Alveg er ég viss um að hægt hefði verið að gera betra stöff, með efnivið eins og þess- um, en því miður. Be Kind Rewind er vonbrigði ársins, allavega hingað til. Dóri DNA Fjörugur og fræðandi Á laugardagsmorgnum er ósköp indælt að setjast niður með morg- unkaffið og hlusta aðeins á útvarp- ið áður en tekist er á við daginn. Þetta uppgvötvaði ég um helgina. Ég vaknaði óvenju snemma síðasta laugardag og klukkan rúmlega tíu um morguninn stillti ég inn á Rás 1 á viðtældnu og stuttu seinna hófst kvikmyndaþátturinn Kvika. Kvika er í umsjón Sigríðar Péturs- dóttur og fannst mér þátturinn sérstaklega skemmtilegur í þetta skiptið þar sem aðalviðfangsefni þáttarins var animation eða teikni- myndagerð, listform sem mér hefur alltaf þótt forvitnilegt og athyglis- vert. I þættinum spjallaði Sigríð- ur við Kristínu Evu Þórhallsdóttur sem nam við hinn virta listaháskóla CalArts í Kaliforníu. Ræddu þær um lífið í skólanum, námið, kennarana draumaverkefni Kristínar, tilrauna- kenndar teiknimyndir, Walt Disney og uppáhaldið mitt, Tim Burton. KVIKA ★★★★ RÁS 1, laugardagar kl. 10.15 Vegna mistaka birtist ekki dómur um Kviku með stjörnugjöfíDV i gær. Dómurinn er því birtur hér að neðan. ÚTVARPSDÓMUR Ekki skemmdi fýrir hversu skemmti- legur viðmælandi Kristín var. öll vinnsla við þáttinn er til fýr- irmyndar og ýmiss konar teikni- myndabrot, lög og smá innskot- sumfjöllun Sigríðar um Walt Disney brutu þáttinn skemmtilega upp. Mér fannst þátturinn örlítið of langur fýrir minn smekk en hann er fjörutíu og fimm mínútur að lengd. Hálf- tími hefði nægt mér en að öðru leyti finnst mér Kvika vera fýrirmyndar- útvarpsþáttur og þetta verður ekki í síðasta sinn sem ég hlusta á þáttinn. Ég ffæddist allavega alveg heilmikið um heim teiknimyndanna af þættin- um í þetta skiptið. Krista Hall Be Kind Rewind llla skrifuð og ekki nógu vel leikstýrt, alls ekki fullnægjandi. Hl ; ^ i , l I Bl " -?* výý- jLi. . \ í SKYNDI PARADÍS OG PYNTINGARTÓNLIST Það er fámennt á American Style við Tryggvagötu þegar ég geng þar inn seinnipartinn á sunnudegi með betri helmingnum og fáum við því afgreiðslu strax. Afgreiðslustúlk- an stendur sig með prýði í að taka á móti pöntuninni, Heavy Special máltíð mínus beikon (1.385 kr.) og ostborgaramáltíð (1.095 kr.). Aðeins einu sinni hef ég pantað mér eitt- hvað annað á „Stælnum" en Heavy Special, og það urðu vonbrigði ólílct þeim skiptum sem ég hef sporð- rennt hinum þunga sérstaka. Hélt mig því við hann. Þegar við setjumst uppgötva ég allt í einu að það er engin tónlist inni á staðnum. öðruvísi mér áður brá. En Adam var ekki lengur í para- dís en viðskiptavinur inni á hljóð- látum American Style. Skömmu seinna hófst gargið. Ég heyrði ekki bemr en að fýrsta lagið væri eitt- hvað sull með Robbie Williams, en lagið var það rispað að ég er hreint ekki viss. Þrátt fýrir að konan hafi bent afgreiðslustúlkunni á þetta var ekki sett á næsta lag, eða allavega lækkað, og var skýringin eitthvað á þá leið að hún gæti það ekki. Lagið fékk því að hölda til loka og tók Axl nokkur Rose þá við míkrafóninum og krafðist þess að gestir staðarins færu með hann heim til paradísar- borgar. Maturinn kom skömmu seinna. Hann bragðaðist vel eins og endra- nær og frí drykkjaráfylling getur eldd annað en glatt viðsldptavinina. Það sama verður hins vegar ekki sagt um tónlistina. Hún er eiginlega þess leg að maður vill komast út sem fýrst, og kom það reyndar til tals hjá mér og félögum mínum nýverið hvort þetta sé ekki fullkomlega af ásettu ráði hjá rekstraraðilanum; að spila harða, háværa tónlist - jafnvel hreint og klárt leiðinlega - til að fólk hafi sig á brott um leið og það er búið að éta og næsti hópur geti komist að til að eyða þarna peningum. Til að gera stutta sögu styttri: maturinn fínn, þjónustan ágæt, tón- listin afleit. KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON fór ú AmencanStyle HRAÐI: VEITINGAR: VIÐMÓT: ★★ UMHVERFI: r ★★★ VERÐ: ' ★ ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.