Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Síða 7
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR4. MARS 2008 7 Meiðyrðamál Landsbankans og Björgólfs Guðmundssonar gegn Kristjáni S. Sigurðssyni var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Stefnendur krefjast þess að ummæli Kristjáns í Morgunblaðinu 29. október í fyrra verði dæmd dauð og ómerk. Kristján segir að þetta sé skrípaleikur. SKRIPALEIKURI Kristján S. Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri Ver sig sjálfur og telur að Héraðsdómur Reykjavíkur sé vanhæfur (málinu. HERAÐSDO BALDURGUÐMUNDSSON blaðcimadur skrifar baldur@dv.is „Ég fer fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur komi ekki nálægt málinu á einn eða annan hátt," sagði Kristj- án S. Guðmundsson, íyrrverandi skipstjóri, fyrir dómara í héraðsdómi gær. Þar var verið að þingfesta meið- yrðamál sem Björgólfur Guðmunds- son og Landsbankinn hafa höfðað vegna ummæla Kristjáns í Morgun- blaðinu 29. október í fyrra. Kristján ákvað að verja sig sjálfur og lét engan bilbug á sér finna. Sjö ár án úrskurðar í héraðsdómi í gær sagði Kristján að allir dómarar héraðsdóms væru vanhæfir til að annast þetta meið- yrðamál. Það væri vegna vítaverðra lögbrota af hálfu dómstólsins í sjö ára gömlu máli. „Enn þann dag í dag hefur dómurinn ekki afgreitt mál sem krafist var úrskurðar í fyrir sjö árum. Því er dómstóllinn vanhæfur til að skipta sér af málum sem snerta mig," sagði Kristján. Rússagull Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn kiefjast þess að Kristj- án verði dæmdur fyrir meiðyrði vegna biaðagreinar sem hann skrifaði í haust um lífeyrismál fyrrverandi starfs- manna Eimskips. 29. október skrifaði Kristján meðal annars: „Eftir yfirtöku á Hf. Eimskipafélagi íslands svo og Landsbankanum réðust ráðamenn þar í að sölsa undir sig umræddan fif- eyrissjóð með slíkri ósvífni að glæp- samlegt yrði talið í siðmenntuðum heimi." Um Björgólf sagði Kristján í sömu grein: „Fyrrum ráðamaður í félaginu Hafskip hf. og sögulegum endalokum þess tekst með tilkomu Rússagulls að ná yfirhöndinni í hluta- bréfaeign Hf. Eimskipafélags Islands og leggja fyrirtækið síðan niður með yfirtöku dótturfélags Hf. Eimskipa- félags íslands, þ.e. Burðaráss ehf. Því hefur vaknað sú spuming hvort um hafi verið að ræða sykursæta hefnd- Landsbankinn Vill að ummæli Kristjáns verði dæmd ógild. araðgerð af hálfu fyrrverandi ráða- manns í Hafskip hf. að leggja vondan keppinaut niður tii að sýna hver hefur valdið," skrifaði hann meðal annars. Ómerking ummæla Þórunn Guðmundsdóttir, iögmað- ur Björgólfs Guðmundssonar, seg- ir að krafa skjólstæðings síns sé ein- fóld. „Það er einfaldlega farið fram á að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Hvorki er krafist refsingar né sektar, einungis ógildingar þeirra um- mæla sem stefndi hafði uppi í Morg- unblaðinu 29. október," segir hún. Málið verður tekið upp að nýju í dag þar sem dómari vildi ekki taka við greinargerð Kristjáns um hvers vegna Héraðsdómur Reykjavíkur væri van- hæfur. Hann yrði að gera grein fyrir því sjálfur og því var réttarhaldinu fund- inn nýr tími. „Þetta er í fjórða skipti sem ég mæti hér fyrir dómara án þess að nokkuð gerist. Þetta er skrípaleik- ur," sagði Kristján við blaðamann DV eftir að dómnum var slitið í gær. Fiðrildavika UNIFEM er fjáröflun í þágu kvenna á stríðshrjáðum svæðum: Uppboð á brjóstum Sýning á hekluðum btjóstum í Saltfélaginu er meðal þess sem boðið er upp á í Fiðrildaviku UNIFEM sem hófst í gær. Á föstudag verður þar síðan stórglæsilegt brjóstauppboð. Brjóstin voru gerð af íslenskum handverkskon- um um land allt fyrir sýningu Vama- dansmeyjanna Gyðjan í vélinni sem ffarn fór í varðskipinu Óðni í fyrra og fjallaði um sögu kvenna í árþúsundir. Saltfélagið er ein sjö verslana sem taka þátt í Fiðrildavikunni. UNIFEM á Is- landi ætlar að leggja í stærstu fjáröflun sína til þessa vikuna 3. til 8. mars. UN- IFEM á íslandi vill beina sjónum fólks að ofbeldi gegn konum og stúlkum á stríðshrjáðum svæðum í Afríku. Þeir fjármunir sem safiiast renna til verk- efna í Suður-Súdan, Kongó og Líberíu. í tilefrú af Fiðrildavikunni og -söfriun- inni koma til landsins Olubanke King- Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, og Joanne Sandler, starfandi aðalfram- kvæmdastýra UNIFEM í New York. Þær verða hér í boði utanríkisráðu- neytisins og UNIFEM í New York á al- þjóðlegum degi kvenna 8. mars. Hrund Gunnsteinsdóttir, talskona Fiðrildavikunnar, segir undirbún- ingsvinnu átaksins hafa staðið lengi yfir. Fiðrildaáhrif vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geta haft gríðar- leg áhrif á veðurkerfi hmum megin á hnettmum. í því samhengi biður UNI- FEM á fslandi almenning að hafa fiðr- ildaáhrif; líkt og vængjasláttur fiðrilda getur ffamlag fslendmga haft gríðarleg áhrif í þágu þeirra kvenna og stúlkna sem UNIFEM starfar fyrir. Þeir sem vilja leggja málefrúnu fið geta hringt í 904-1000, 904-3000 eða 904-5000 eft- ir því hvort fólk vill gefa 1000 krónur, 3000 eða 5000 krónur. erla@dv.is f m f þágu stríðshrjáðra kvenna Hrund Gunnsteinsdóttir segir átak UNIFEM á fslandi þegar hafa vakið alþjóðlega athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.