Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 7 Eftir aö hafa í fyrstu hafnað aukaQárveitingu til handa fötluðum börnum yfir sumartímann ætlar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri nú að leggja fram tillögu um að þjónustan verði tryggð. Það gerir hann eftir um^öll- un DV og harða gagnrýni sem komið hefur í kjölfar þess að borgarráð hafnaði tæplega 20 milljóna króna auka- fjárveitingu i sumarstarf frístundaklúbba fatlaðra barna. Ólafur boðar viðræður en foreldrar fatlaðra barna og hagsmunasamtök kreíjast tafarlausra aðgerða. PVM * MRGARRAD HAFNARTlARVEmNGU FYRIR HEIlSARSSTARf hAI L< • •___ _ Ræðir við ríkið Ólafur borgarstjóri ætlar á næstunni að ræða við ríkið og segist liafa fullan skilning á vanda fatlaðra barna og foreldra þeirra. 7. APRlL BORGARSTJORINN BOÐAR VIÐRÆDUR TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaður skrifar: trau: „Ég hef fullan skilning á þeim vanda sem bæði fötluð böm og foreldrar þeirra standa ffammi íyrir yfir sum- artímann," segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Ólafur ætlar að leggja ífam tillögu á næsta fúndi borgarráðs um að tryggð verði heilsársþjónusta fyrir fötluð böm á aldrinum 10 til 16 ára. Að minnsta kosti ætlar borgar- stjórinn að taka upp viðræður þess efiiis. Áður hafði borgarráð hafnað aukafjárveitingu til að tryggja sumar- starf fyrir fötíuð böm. Á sama tíma samþykkti borgarráð hins vegar heilsársrekstur ffístunda- heimila borgarinnar en hafnaði í leið- inni beiðni ÍTR um aukafjármuni til að tryggja samskonar rekstur fyrir fatlaða í gegnum frístundaklúbbana. Vonir stóðu tíl um að reka frístunda- klúbba fatlaðra bama á heilsárs- gmndvelli, líkt og ffístundaheimilin, og í tíllögu ÍTR til borgarráðs var gert ráð fyrir heilsársrekstri. Þá fjármuni skar borgarráð út úr ttílögunni og því fá tugir fatíaðra bama ekki þá þjón- ustu sem ÍTR vill bjóða þeim. Ætlar að beita sér Eftir að DV vakti athygli að því að borgarráð hefði hafnað aukafjárveit- ingu tíl handa fötiuðum börnum hef- ur sú ákvörðun verið harðlega gagn- rýnd. Soffi'a Pálsdóttir, skrifstofustjóri tómstundamála ÍTR, er meðal þeirra sem harmar niðurstöðu borgarráðs og útilokaði í samtali við DV að hægt væri að skrapa saman fé úr öðmm rekstrarliðum. Hún vonast eftir því að borgarráð endurskoði ákvörðun sína. ÍTR hóf rekstur fnstundaklúbba fyrir fötíuð böm á aldrinum 10 til 16 ára síðastliðið haust en sú þjón- usta hefur fram til þessa verið bund- in við skólaárið. ÍTR óskaði hins veg- ar eftir því að færa þann rekstur yfir í heilsársform ásamt ffístundaheimil- unum. Nú er hins vegar útlit fyrir að borgarstjóri ætli að beita sér fyrir því að bjóða fötíuðum bömum upp á þá þjónustu sem þau þurfa. Að minnsta kosti boðar Ólafur viðræður við fé- lagsmálaráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga um að þjónust- an verði tryggð. Þreytt á vinnubrögðunum „Nú þegar er í giidi samkomulag um staifrækslu þessara ffístunda- klúbba yfir vetram'mann og ég tel rétt að við reynum að koma til móts við þennan hóp. Þetta hefúr verið gríð- arlegt hagsmunamái hjá foreldmm fatíaðra barna og er ég afar ánægð- ur með þessa aukafjárveitingu sem náðist í borgarráði. En betur má ef duga skal og nú fer vinna af stað við að tryggja eldri aldurshópnum þessa þjónustu yfir sumartímann, og ég er þess fullviss að það mun takast með góðu samstarfi þessara þriggja aðila," segir Ólafur. Anna Kristinsdóttir, móðir 11 ára gamals fatíaðs bams, gefur h'tið út á boðun viðræðna hjá borgarstjóran- um. Aðspurð kvíðir hún verulega fyrir komandi sumri. „Ég er alveg brjáluð yfir þessari skammarlegu ffamkomu Óljós staða Enn er óljóst hvort Margeir Þórfái ásamt jafnöldrum sínum að stunda tómstundastarf á vegum borgarinnar í sumar. ’ borgaryfirvalda. Ég hélt loksins að þau myndu leysa vandann en þá kemur borgarstjóri ffam með yfirlýs- ingu um að hann ætii að ræða kostn- aðarskiptingu við rfldð. Ég er orðin mjög þreytt á þessum vinnubrögð- um. Þessa þjónustu á að veita fötíuð- um bömum og endalausar hártogan- ir um hver eigi að borga em ólíðandi," segir Anna. Mega engum tíma eyða Vilmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatíaðra, gagnrýnir skilningsleysi fulitrúa borgarráðs eftir að aukafjár- veitingunni til handa fötíuðum var hafriað. „Úrræði fýrir fötíuð böm og ungmenni em alltof fá. Allt til skerð- ingar gagnvart þessum hópi er skelfi- legt tilhugsunar og mér líst mjög illa á skilningsleysi borgarfulltrúanna. For- eldrar fatíaðra bama eiga í miklum vandræðum með að leysa sumartím- ann og það þarf nauðsynlega að bæta þar úr hið fýrsta," segir Vilmundur. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað borgarfulltrúamir em að fara með þessari ákvörðun en þeir hafa lflc- íega fengið bakþanka. Mér líst vel á ef þessir bakþankar leiða tíl þess að málið verði leyst í eitt skipti fýrir öll, núna fýrir sumarið, því það má eng- um tíma eyða," segir Vilmundur. Mikil vanlíðan Jóhanna Margeirsdóttir, móð- ir Margeirs Þórs Haukssonar, 11 ára gamals fatiaðs drengs, segir ljóst að borgarráð hafi séð að sér en skil- ur ekld hvers vegna ekki sé einfald- lega hægt að viðurkenna mistökin. „Menn hafa eitthvað séð að sér enda lítur þetta ekki vel út fýrir borgina. Ég vil bara sjá afdráttarlausa leiðréttingu borgarráðs og viðurkenningu á því að gerð hafi verið mistök gagnvart föti- uðum bömum. Ég vil sjá þessi mál komin á hreint hið allra fýrsta og get Vilja breytingar strax Anna er orðin þreytt á vinnubrögðum borgaryfirvalda. ekki horft á eftir þessu í mánaðalang- ar eða áralangar viðræður. Ég átti von á því að borgarstjóri kæmi fram með þeim hættí og myndi leysa þennan hnút. Ég er vonsvikin að svo er ekki," segir Jóhanna. Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, hefur einnig áhyggj- ur af viðhorfi borgarráðs. Hún hallast að því að höfnun fjármuna til fatíaðra hafi verið klaufaskapur. „Mér finnst þessi staða borgarráðs dapurleg. Ég vona að þetta hafi verið klaufaskap- ur en þetta er mjög alvarleg staða sem bitnar á fjölskyldum fatíaðra barna. Skflningsleysið pirrar mig og ákvörð- un borgarráðs hefur valdið mik- illi vanlíðan hjá foreldmm gagnvart sumrinu. Við erum orðin langþreytt á því að hlutimir virðast aldrei getað verið í lagi gagnvart fötíuðum og mér finnst að borgaryfirvöld eigi að við- urkenna ranga ákvörðun og bjarga þessu strax," segir Gerður. Stuttar viðræður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins og formaður borgarráðs, segist skilja vel aðstæður fjölskyldna þeirra fötíuðu barna, 10 til 16 ára, sem ekki stendur til boða frí- stundastarf í sumar. Aðspurður lofar hann því að boðaðar viðræður dragist ekki á langinn. „Það er almennur vilji borgaryfirvalda að gera vel við þann hóp sem virkilega þarf á þessari þjón- ustu að halda og ég held að borgin hafi verið að standa sig ágætíega. Menn em allir af vilja gerðir en rekstur frí- stundaklúbbanna hefur verið kostað- ur sameiginlega af rfld og sveitarfélag- inu. Þess vegna þykir okkur eðlilegt að ræða áfram við ráðuneytið um áffarn- haldandi samstarf," segir Vilhjálmur. Sofh'a Pálsdóttir, skrifstofustjóri tómstundamála hjá ÍTR, átti afar annasaman gærdag við að taka á móti kvörtunum og skipuieggja það að tfl- kynna foreldmm fatíaðra bama um niðurfellingu sumarstarfsins. Hún er bjartsýn á að lausn fáist fljótíega. „Mín óskastaða er sú að við getum boð- ið upp á þessa þjónustu í sumar því vissulega er þörfin tíl staðar. Ég heyri nú að borgarstjóri sé tíl í að skoða þetta og leyfi mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós. Ég leyfi mér að vera bjartsýn fýrir fund borgarráðs á morgun og ef dæmið myndi snúast við yrði ég glöðust allra manna," seg- ir Soffi'a. Boðar baráttu „Við göngum núna í þetta og von- andi náum við því í gegn að hafa þessa þjónustu í boði næsta sumar. Þessar viðræður verða ekki langar en okkur fannst eðlilegt að ræða við ríkið fýrst um samstarfið. Ég trúi ekki öðm en ráðuneytið vilji vera með í þessu verk- efifl en við viljum fljótt fá skýr svör. Ég hef persónulega fifllan skilning á því að foreldrar óski eftir þjónustunni og skfl mætavel þá gagnrýni sem ffarn hefúr komið því þetta er spurning um jafnræði. Eg er alveg viss um að borgarráð mun ekki bregðast þessum hópi," segirVilhjálmur. Anna segist ekki ætía að sitja undir vinnubrögðum borgaryfirvalda. Hún útilokar ekki sameiginlegar aðgerð- ir foreldra fatlaðra. „Það em margar fjölskyldur sem eiga sitt lífsviðurværi undir því að fá sumarþjónustu fyrir fötíuð börn sín. Þetta er ekkert ann- að en mismunun gagnvart fötíuðum börnum sem öllum öðrum börnum í borginni býðst. Á meðan staðan er svo lendi ég sjálf í mjög slæmri stöðu og þetta úttíokar mig af vinnumarkaði eina ferðina enn. Auðvitað hefði það verið nær lagi að borgarráð legði út þessa fjármuni sem til þarf og bæðist afsökunar. Gaman væri að sjá hvern- ig borgarstjóri bregst við þegar for- eldrar fara að hópast inn í ráðhúsið með börn sín í hjólastólum og það er ekkert úttíokað í þeim efnum að for- eldrar ráðist í sameiginlegt átak," seg- ir Anna. Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.