Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV DEKUR FYRIR DÝRIN Atli Þorsteinsson og Kristín Davíðsdóttir , reka Hundaskólann K9 í Reykjanesbæ. í sumar flytja þau í stærra hús- næði og ætla að stórefla þjónustuna. Hundaskólinn K9 í Keflavík flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í sum- ar. Nýja húsið er fjórum sinnum stærra en það gamla og allt stefnir í að starfsemin verðir fjórum sinnum ^öflugri. Nú þegar býður K9 upp á hót- elgistingu, þjálfun, snyrtingu og hundanudd. K9 getur tekið við þrettán hundum í dag en plássin verða alls fjörutíu eftir stækkunina. Á nýja staðnum verður líka boðið upp á hótelgistingu fyrir ketti en alls verða um tuttugu búr fyrir þá. Mikið frjálsræði „Hundamir eru alsælir hjá okk- ur," segir Atli Þorsteinsson sem rek- ur hundaskólann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Davíðsdóttur. Að- spurður segist Atli ekki geta kvartað undan miklum hávaða. Það sé að- allega þegar nýir hundar koma inn. „Á nýja staðnum verður uppbygg- ingin á búrunum hins vegar þannig að hundarnir sjá ekki hver annan." Hundarnir eru þó alls ekki lokaðir inni í búrum allan daginn. Allir hafa þeir sitt útisvæði og geta ráfað inn og út. „Sumir fá að fara út saman en það fer þó allt eftir því hvernig þeim semur." Á útisvæðinu Á hótelinu hefur hver hundureittbúrinni og eitt búr úti. Áhyggjulaust frí Þetta verður sannkallað lúxus- hótel samkvæmt lýsingum Atla og ljóst er að þeir sem elska hundana sína meira en flest annað geti far- ið áhyggjulausir í fríið sitt. Mikið af fólki sem nýtir sér hótelaðstöðu K9 er fólk alls staðar af landinu, á leið til útlanda í frí. „Við bjóðum líka upp á þá þjónustu að geyma bíla fólks á meðan það er í útlöndum. Við keyr- um það þá út á völl og geymum svo bflinn hjá okkur. Svo þegar fólk kem- ur aftur heim sækjum við það á flug- völlinn á bflnum með hundinn, nú eða köttinn um borð." Hundasund í nýja húsnæði K9 verður sérhönn- uð sundlaug fyrir hunda. í henni verð- ur hlaupabretti. „Það er mjög gott fyr- ir hunda sem vinna mikið, eins og til dæmis veiðihunda." Auk þess að láta dekstra við sig geta hundarnir líka verið í þjáifun á meðan eigendurn- ir eru í ffíi. Þeir geta auk þess fengið læknishjálp ef þörf er á en dýralækn- asta aðstaða fýrir þessar tegundir arnir Hrund Hólm og Gísli Sverr- af dýrum og sú flottasta. Það er ekki ir Halldórsson ætla að flytja stofuna nokkurspurning,"segirAtliaðlokum, sína, Dýralæknastofu Suðurnesja, í og spenningurinn fyrir verkefninu nýja húsið. „Þetta verður fullkomn- leynir sér ekki. berglind&dv.is Mikill hundavinur Kristín Davíðsdóttir rekur hundaskólann K9 í Reykjanesbæ ásamt eigin- manni sínum, Atla Þorsteinssyni. Mibid líftint í nuddpotti frá úrval af nuddpottum á lager 1S Poulsen Skeifan 2 Sími: 530 5900 Fax: 530 5910 www.poulsen.is / poulsen@poulsen.is óulsen partur af lífinu &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.