Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV A Selfossi Meðlimir i Hrútavinafélaginu Örvari létu að sér kveða á Suðurlandinu. u A h jyM STEFNUMÓT DV VID SUDURNESJAMENN DV og DV.is boða Suðurnesjamenn til stefnumóts á Ránni í Keflavík á föstudagskvöld. Stjórn og stjórnar- andstaða munu etja kappi í spurningakeppni. Sigur- liðið hlýtur peningaverðlaun sem það má ánafna til góðgerðarmála. Ritstjórnirnar ræða málin og Bjart- mar tekur lagið. DV boðar til stefnumóts við Suður- nesjamenn á Ránni í Keflavík, föstu- dagskvöldið 11. apríl. Stefhumótið er liður í hringferð blaðsins um landið. Spurningakeppni verður haldin og munu lið stjórnar og stjórnarand- stöðu etja kappi. Vinningsliðið fær eitt hundrað þusund króna peninga- verðlaun liðið fær að ánafna til góð- gerðarmála. Hefð hefur skapast fyrir því að vinningsféð rati til bráttunnar gegn fíkniefnavánni. 1 stjórnarliðinu eru Björk Guð- jónsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, og valkyrjan Guðný Hrund Karlsdóttir, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar. Stjórnarandstaðan reyn- ir að hrekja stjórnina úr vinnings- sætinu að vanda. Það eru þeir Atli Gíslason, Vinstri-grænum, og Grét- ar Mar Jónsson, Frjálslyndaflokkn- um sem berjast við stjónina að þessu sinni. Heiðursdómarinn Rúnar Sérstakur heiðursdómari í spurn- ingakeppninni verður Rúnar Júlíus- son. Aðaldómari að vanda er Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings. Það er svo önfirski læknir- inn Lýður Árnason sem bæði sér um að semja spurningarnar og spyrja þeirra. Lýður hefur komið sér upp kerfi alræmdrar jöfnunarspurning- ar, sem hefu rorðið til þess að lið hafa skilið með miklum naumind- um. Ristjórar DV og DV.is, þeir Reyn- ir Traustason, Jón Trausti Reynisson og Þórarinn Þórarinsson, munu allir láta í sér heyra og ræða stefnu blaðs- ins í nútíð og framtíð. Gestir fá tæki- færi til þess að ræða málin við rit- EKKIERLOKU FYRIR ÞAÐ SKOTIÐ AÐÞEIRTAKI DÚ- ETT, BJARTMAR OG RÚNAR JÚLÍUSSON. stjórana og spyrja þá spjörunum úr. Samræður hafa loft orðið líflegar á öðrum stefnumótum blaðsins. Fjölmenn stefnumót Söngvaskáldið Bjartmar Guð- laugsson hefur fylgt blaðinu alla hirngferðina um landið. Hann mun taka nokkur af sínum ástsælustu lög- um. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir taki dúett, Bjartmar og Rúnar Júlíusson. Bjartmar og Rúnar eiga að baki langt samstarf og Kótilettu- karl Bjartmars var hljóðritaður und- ir vökulu auga Rúnars.Þeir félag- arnir, Rúnar og Bjartmar, eru nýlega komnir úr mikili reisu til Jamaíka, þar sem þeir settust niður og hófu að vinna að nýjum upptökum. Stefnumót DV við fólkið í land- inu hófust á Vestfjörðum í haust fyr- ir fullu húsi í Edinborgarhúsinu á fsafirði. Þar unnu spurningakeppn- ina vaskir fulltrúar Bolungarvíkur. Á Egilsstöðum sigruðu Héraðsbú- ar lið Fjarðabyggðar. Viningsféð rat- aði engu að síður til sýslumannsins á Seyðisfirði, til söfnunar fýrir fíkni- efnaleitarhundi. Fjölmenn stefnu- mót voru svo haldin á Slefossi og Ak- ureyri nú eftir áramótin. Gleðskapurinn hefst klukkan 20 og stendur eitthvað fram eftir kvöldi. Léttar veitingar verða í boði. Á (safirði Húsfyllir var í Edinborgarhúsinu á fsafirði. Á Akureyri Góðmennt varfyrir norðan. Lið Valgerðar Sverrisdóttur ánafnaði verðlaununum til lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.