Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
SUÐURNES DV
A Selfossi Meðlimir i
Hrútavinafélaginu Örvari létu
að sér kveða á Suðurlandinu.
u A h jyM
STEFNUMÓT DV
VID SUDURNESJAMENN
DV og DV.is boða Suðurnesjamenn til stefnumóts á
Ránni í Keflavík á föstudagskvöld. Stjórn og stjórnar-
andstaða munu etja kappi í spurningakeppni. Sigur-
liðið hlýtur peningaverðlaun sem það má ánafna til
góðgerðarmála. Ritstjórnirnar ræða málin og Bjart-
mar tekur lagið.
DV boðar til stefnumóts við Suður-
nesjamenn á Ránni í Keflavík, föstu-
dagskvöldið 11. apríl. Stefhumótið er
liður í hringferð blaðsins um landið.
Spurningakeppni verður haldin og
munu lið stjórnar og stjórnarand-
stöðu etja kappi. Vinningsliðið fær
eitt hundrað þusund króna peninga-
verðlaun liðið fær að ánafna til góð-
gerðarmála. Hefð hefur skapast fyrir
því að vinningsféð rati til bráttunnar
gegn fíkniefnavánni.
1 stjórnarliðinu eru Björk Guð-
jónsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, og valkyrjan Guðný Hrund
Karlsdóttir, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar. Stjórnarandstaðan reyn-
ir að hrekja stjórnina úr vinnings-
sætinu að vanda. Það eru þeir Atli
Gíslason, Vinstri-grænum, og Grét-
ar Mar Jónsson, Frjálslyndaflokkn-
um sem berjast við stjónina að þessu
sinni.
Heiðursdómarinn Rúnar
Sérstakur heiðursdómari í spurn-
ingakeppninni verður Rúnar Júlíus-
son. Aðaldómari að vanda er Elín
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Birtings. Það er svo önfirski læknir-
inn Lýður Árnason sem bæði sér um
að semja spurningarnar og spyrja
þeirra. Lýður hefur komið sér upp
kerfi alræmdrar jöfnunarspurning-
ar, sem hefu rorðið til þess að lið
hafa skilið með miklum naumind-
um.
Ristjórar DV og DV.is, þeir Reyn-
ir Traustason, Jón Trausti Reynisson
og Þórarinn Þórarinsson, munu allir
láta í sér heyra og ræða stefnu blaðs-
ins í nútíð og framtíð. Gestir fá tæki-
færi til þess að ræða málin við rit-
EKKIERLOKU
FYRIR ÞAÐ SKOTIÐ
AÐÞEIRTAKI DÚ-
ETT, BJARTMAR OG
RÚNAR JÚLÍUSSON.
stjórana og spyrja þá spjörunum úr.
Samræður hafa loft orðið líflegar á
öðrum stefnumótum blaðsins.
Fjölmenn stefnumót
Söngvaskáldið Bjartmar Guð-
laugsson hefur fylgt blaðinu alla
hirngferðina um landið. Hann mun
taka nokkur af sínum ástsælustu lög-
um. Ekki er loku fyrir það skotið að
þeir taki dúett, Bjartmar og Rúnar
Júlíusson. Bjartmar og Rúnar eiga
að baki langt samstarf og Kótilettu-
karl Bjartmars var hljóðritaður und-
ir vökulu auga Rúnars.Þeir félag-
arnir, Rúnar og Bjartmar, eru nýlega
komnir úr mikili reisu til Jamaíka,
þar sem þeir settust niður og hófu að
vinna að nýjum upptökum.
Stefnumót DV við fólkið í land-
inu hófust á Vestfjörðum í haust fyr-
ir fullu húsi í Edinborgarhúsinu á
fsafirði. Þar unnu spurningakeppn-
ina vaskir fulltrúar Bolungarvíkur.
Á Egilsstöðum sigruðu Héraðsbú-
ar lið Fjarðabyggðar. Viningsféð rat-
aði engu að síður til sýslumannsins
á Seyðisfirði, til söfnunar fýrir fíkni-
efnaleitarhundi. Fjölmenn stefnu-
mót voru svo haldin á Slefossi og Ak-
ureyri nú eftir áramótin.
Gleðskapurinn hefst klukkan 20
og stendur eitthvað fram eftir kvöldi.
Léttar veitingar verða í boði.
Á (safirði Húsfyllir var í
Edinborgarhúsinu á fsafirði.
Á Akureyri Góðmennt varfyrir norðan.
Lið Valgerðar Sverrisdóttur ánafnaði
verðlaununum til lögreglunnar.