Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV * * V r % % Orkurík fæða Fræðslunámskeið fer fram í Lífsblóminu heilsudeild Samkaup Njaróvík Marla Eirlksdóttír fimmtudagskvöldió 10. apríl kl. 20:00 _ . Pul/mrt námskeið MiesTðo s'mekmtunar k SUO JRKESJUM BE3SEVS9 Skráning I ilma 840 5366 WWW.pulsÍnn. ÍS Neyðarþjónusta Suðurnesja Tökum að okkur allar opnanír Einnig erum við með geymsluhúsnæði í garðinum tfyrir tjaldvagna og fellihýsi Óli páls S. If$ I 166 Hjartastopp - PAD hjartastartari Fljótvirkara og einfaldara verður það varla Nú þegar eru fjöldi (slendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastörturum frá Donnu. Vertu viðbúinn og fáðu þér strax Samaritan PAD hjartastartara. I Donna A Sími 555 3100 Sýnikennsla á www.donna.is -hvað er að frétta? Nóg af orku Árni bendir á að með betri tækni sé nú hægt að virkja á fjölmörgum stöðum án þess að umhverfisáhrif séu ( líkingu við þaö sem áður var. . , „ÞÁ GETUR MAÐUR ALVEG EINS SPURT SIG HVORT EKKISÉ RÉTTAST AÐ SKERA REYKJANESIÐ AF LANDINU, RÉTT EINS OGTALAÐ HEFURVERIÐ UMÍSAMBANDI VIÐ VESTFIRÐINA." ir við hættumerkin einnig." Nú þeg- ar skórinn kreppi hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum sé það hinum smærri fýritækjum sem fyrst blæði út. „Þetta eru fyrirtækin sem tóku við fólkinu sem missti vinnuna þegar herinn fór." í þessu ljósi virðist það skýrt af hálfu Árna að bæjarfélagið verði að hafa hraðar hendur í uppbyggingu at- vinnutækifæra. „Hér er ég ekki síst að tala um álversframkvæmdir í Helgu- vík." Undirliggjandi hætta En á sama tíma og tennurnar eru dregnar úr sjávarútveginum og her- inn hverfur á brott með sínar gæft- ir fyrir verktakafyrirtæki og þjónustu hefur íbúum í Reykjanesbæ og á öll- um Suðumesjum fjölgað. Við bæjar- mörkin er skilti þar sem stendur „Hér búa 13.500 manns og fjölgar ört". „f rauninni eru þetta 13.700 manns. Við höfum bara ekld haft við að endur- nýja áletrunina á skiltinu." Þessa fjölgun segir Árni að megi meðal annars rekja til uppbygging- ar skólastarfs á VaÚarheiðinni, gamla varnarsvæði Bandaríkjahers. „En jafn- vel þótt vel hafi gengið að umbreyta varnarsvæðinu og ágætlega hafi teldst til við að útvega fólki vinnu er undir- liggjandi ákveðin hætta í atvinnumál- um á Suðumesjum. Þessi hætta er raunveruleg, en við emm náttúrulega varin með okkar aðgerðum í atvinnu- málum." Hér á hann bæði við bygg- ingu álvers í Helguvík og ekki síður gagnaver Verne Holding inni á Vallar- heiði. „Þessi verkefni em til þess fallin að laða aðra starfsemi hingað." Gagnaver á Vallarheiði Gagnaver Veme Holding verð- ur til húsa í tveimur stómm vöm- húsum á Vallarheiðinni. Félagið er að megninu til í eigu Björgólfsfeðga í gegnum Novator en einnig að hluta í eigu bandaríska félagsins General Catalyst. Veme Holding hefur einnig tryggt sér aðgang að landi til ffekari uppbyggingar í framtíðinni. Áætlað er að starfsemi gagnavers- ins hefjist strax upp úr næstu ára- mótum. „Til þess að þetta megi verða að veruleika þarf þetta fyrirtæki bæði að hafa traustan aðgang að ljósleið- aratengingum, sem sé bæði Far- ice og Danice. Þeir þurfa vitanlega líka orku og hafa gert samning við Landsvirkjun um að tryggja afhend- ingu á 25 megavöttum af orku, með möguleika á öðmm 25 megavöttum til viðbótar þegar fram í sækir. Fram- tíðarsýn þeirra er orkuþörf upp á 150 megavött, þegar til lengri tíma er lit- ið,“ segir Árni. Skilyrði fyrir starfsemi gagnavers, eða netþjónabús eins og starfsemin hefur einnig verið kölluð, er algjört afhendingaröryggi á raforku. „Það liggur fyrir að við getum útvegað raf- orkuna, en það þarf að gerast með tengingu við landsnetið." Það sé frá- leitt tal að hægt sé að tefja raforku- flutning af landsnetinu inn á Reykja- nesið. „Þá getur maður alveg eins spurt sig hvort ekki sé réttast að skera Reykjanesið af landinu, rétt eins og talað hefur verið um í sambandi við Vestfirðina. Þetta er óhugsandi, við búum ekki í slíku landi." Aukin menntun Einn þáttur í atvinnuleysi á Reykja- nesi, að mati Árna, er lágt menntunar- stig á svæðinu. Með stofhun skólans Keilis á Vallarheiði hafi verið stigið stórt skref í rétta átt. „I andránni er þarna svokallað frumgreinanám, sem er undirbúningur undir háskólanám. Það er hins vegar á teikniborðinu að þarna verði háskólanám með gæða- vottun ffá Háskóla íslands." Bæði þurfi að mennta starfsfólk í álveri og ekki síður þá sem koma til með að starfa í gagnaveri. „í raun er skortur á landinu á fólki með rétta menntun til þess að starfa við gagna- ver. Þarna mun myndast eftirspurn eftir námi og við gerum ráð fyrir að þessari eftirspurn verði sinnt í Keili." I gagnaverum er þörf á starfsfólki með menntun á sviði rafmagns-, raf- einda- og tölvutækni. „Þetta á eftir að gefa okkur færi á að mennta fólk sér- staklega í þessi störf. Unga fólkið sér vonandi ný tækifæri á þessu sviði." Árni segir einfalda útreikninga benda til þess að með tilkomu álvers í Helguvík muni meðaltekjur á svæð- inu hækka talsvert. „Þessi starfsemi mun gjörbylta launaumhverfinu hjá okkur. Gagnaverið mun líka hafa áhrif, en þar eru þó færri störf á ferð- inni. Innan dyra í álverinu fáum við þrjú hundruð störf." Jóhann áfram í löggunni Fjárskortur og slæm afkoma lög- regluembættisins á Suðurnesjum frá því að sameining embætta fór fram fyrir rúmu ári hefur valdið því að Jó- hann R. Benediktsson lögreglustjóri hefur rætt um að láta af störfum. Árni telur að ekki þurfi að óttast um löggæslu á svæðinu. „Það er grund- vallaratriði í þessari uppskiptingu sem nú hefur verið ákveðin að það er verið að skilja tollgæsluna frá lög- reglunni. Við munum eftir sem áður halda þeim ótvíræðu kostum sem sameinuð lögregluembætti á Suður- nesjum fela í sér." Mikilvægast telur Árni að fundin verði lausn þannig að á Keflavíkur- flugvelli verði aðeins ein yfirstjórn lögreglu og tollgæslu. „Það er hægt að gera það þó að kerfin séu aðskil- in. Það er hægt en það þarf þá vilja til-og lausnir sem virka." Menn séu ekki að hverfa aftur á bak í tíma með þessari uppskiptingu. Lögreglu- embættiá Suðurnesjum verði áfram eitt. „Ég óska þess hins vegar heitast að Jóhann starfi með okkur áfram. Hann er mjög fær og góður í sam- starfi og það yrði mikill missir að honum." sigtryggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.