Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. APRfL 2008 Neytendur DV 5NEYTENDUR neytendur@dv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir \ Kjarnafæði með óbreytt verð Kjamafæði hefur ákveðið að hækka ekki verð hjá sér þrátt fyrir miklar hækkanirá hráefni, umbúðum,flutningsgjöldum og eldsneyti á undanförn- um vikum. Neytendasamtökunum barst bréf frá þeim þar sem þeir lýstu yfir að vilja fylgja tilmælum viðskiptaráðherra, forystumanna ASl og Neytenda- samtakanna um að sporna við óhóflegri verðbólgu. Kjarnafæði, líkt og Ikea, vill með þessu leggja lið í baráttunni gegn versnandi kjörum. Neytenda- samtökin hvetja enn fleiri fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. NAOMI : CAMPBELl j C-at th'fu Ef maður minnkar keyrsluna um 20 kílómetra á dag er hægt að spara allt að 200 þús- und krónum á ári. Það jafngildir einni ferð, fram og til baka, frá Reykjavík til Hafnar- Qarðar. Að sameinast í bíla er eitt af góðum sparnaðarráðum sem Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB, gefur. MINNKADU KEYRSLUNA •w 'ÉÍI.Í VERÐKOIVIVUIM Apótekin óaýrust Hægt er að fá ilmvötn á ýmsum stöðum. í fríhöfninni, í snyrtivöruverslunum og apó- tekum. í verðkönnun á þessum stöðum kemur í ljós að frihöfn- in er ódýrust. Þar á eftir koma apótekin. Á dýrasta og ódýrasta ilmvatninu er rúmur 20 pró- senta munur. VERÐ Á ILMVÖTNUM Fríhöfnin 2.889 Rima Apótek 3.409 Lyfja Smáralind 3.599 Hagkaup 3.639 Snyrtivöruverslunin Glæsibæ 3.700 Snyrtivöruverslunin Andorra 3.700 146,20 IIIfNStlV 155,10 BÍSKL W Blktshöfða 145,90 iir.ivstN 155,00 UtSKI. I Gylfaflöt 147,10 IIIIIVNtlV 156,00 DtSKL I ^u*>raul 145,80 IIF.lVStlV 154,90 DtSKI. 0J BarOastöóum 144,10 IIKNStN 153,10 UtSEI. 1 5máralind 145,90 IIKNStN 155,00 DÍSKI, HSJ Gognve91 147,70 IIKNStN 156.60 UtSEL Hægt er að spara tugi þúsunda króna með því einu að minnka keyrsluna. Bensínlítrinn er afar dýr um þessar mundir og því ekki erf- itt að fmna mun. Ef maður ekur 20 kílómetrum minna á dag í heilan mánuð getur maður sparað allt að 8 þúsund krónum miðað við lítinn fólksbíl. Sparnaðurinn getur numið allt að 17 þúsund krónum eigi mað- ur jeppa. Þessi vegalengd, 20 kíló- metrar, jafngildir því að keyra frá Reykjavík tii Hafnarfjarðar og til baíca. Mikill munur „Skipuleggja ferðirnar,"segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FlB. „Einföld leið til að eiga meiri pening í buddunni." Með því að skipuleggja ferð- irnar sínar hvern dag getur mað- ur sparað sér tíu kílómetra akst- ur á dag. Á litlum sparneytnum bíl sem eyðir 9 lítrum á hundrað- ið sparar maður tæpar 4 þúsund krónur á mánuði. Á ári eru það tæpir 50 þúsund krónur. Á stór- um jeppa sem eyðir 19 lítrum á hundraðið gerir það rúmar 100 þúsund krónur á ári. Ef maður keyrir 20 kílómetr- um minna á dag gerir það tæpar 8 þúsund krónur á mánuði og rúm- ar 95 þúsund á ári fyrir litla bílinn. Fyrir stóra jeppann gerir það um 17 þúsund krónur á mánuði og um 200 þúsund ári. Deila bíl í bæinn „Vinnufélagar geta komið sér saman um ferðir í vinnuna séu þeir að fara á sömu slóðir," bendir Run- ólfur á sem eina af sparnaðarleiðum. Tekið er dæmi um mann sem býr í Reykjanesbæ og vinnur í Reykjavík. Hann á jeppling sem eyðir 15 lítr- um á hundraðið í blönduðum akstri. Hann þarf að keyra 50 kílómetra á dag til að komast til og ffá vinnu. Það gerir 2000 kílómetra á mánuði. Miðað við að bensínlítrinn kost- ar 147, 60 krónur eyðir hann 44.280 þúsund krónum á mánuði í ferðirn- ar. Ef maðurinn myndi deila bíl með öðrum í bæinn til að fara í vinnuna myndi hann spara þessa upphæð á mánuði. Ef hann myndi deÚa kostn- aðinum væri hann samt sem áður að spara 22.140 krónur á mánuði sem gerir 265.680 krónur á ári. Mikili ávinningur Einfaldasta og besta leiðin til að minnka eyðsluna er að passa að hafa réttan loftþrýsting í dekkj- um og engan aukaþunga í bílnum. „Það fylgir því mikill ávinningur að reyna að draga úr eldsneytisnotkun eins og hægt er. Eins og með því að yfirvinna loftmótstöðu og núnings- mótstöðu í dekkjum," segir Run- ólfur. Hann vill meina að sá sem er meðvitaður um þessa hluti sé meira vakandi fyrir umhverfinu. „Gott er að fylgjast með flæði umferðarinn- ar, hvernig ljósastaðan er við næstu gatnamót, hvenær á að beygja næst og hvaða leið sé best að fara. Þetta leiðir svo til meira öryggis í umferð- inni,“ bætir hann við. Fylgjast með Ekki keyra á háum snúningi. Það eyðir meira bensíni I langakstri 'f', 5 O 6 „Með einföldum aðgerðum er hægt að draga úr bensín- kostnaði" r IC - 3 D o-uc a/4 — Í°\ HVAÐ SPARAST EF AKSTUR ER MINNKAÐUR: Ef akstur er minnkaftur um 10 kílómetra á dag 20 kílómetra á dag 50 kílómetra á dag Litillbíil áári 47.820 95.640 318.816 Miðlungsbíl! áárí 79.704 159.408 531.360 Stór bíll áári 100.956 201.912 673.056 Leið til að losna úr vitahring klukkubúða: SKIPULEGGÐUINNKAUPIN ■ Lofið fær GuðlaugurÞór Þórðarson heilbrigðisráðherra i fyrir að fella niður komugjöld barna á heilsugæslustöðvar og á sjúkrahús. Frá áramótum greiða börn og ungmenni und- ir átján ára í framtlðinni ekkert fyrir komu á heilsugæslustöð og á sjúkrahús. Lofsvert framtak hjá Guðlaugi, IQF&LAST Lofið fær Guðlaugur Þor Þórðarson heilbrigð- isiáðherra fyrir að í fella niður komugjöld barna á heilsugæslustöðv- Ug. ar og á sjúkrahús. Frá áramót- um greiða börn og ungmenni undir átján ára í framtíðinni ekkert fyrir komu á heilsugæslustöð og á sjúkrahús. Lofsvert framtak hjá Guðlaugi. Klukkan er sex og ekki búið að ákveða hvað á að vera í matinn. f ís- skápnum er ekki nóg til að setja sam- an í staðgóða máltíð. Það er endað á því að kaupa pitsu eða keyptur tilbú- inn kjúklingur ásamt meðlæti í Nóa- túni eða 10-11. Matur sem kostar sitt. Á meðan vöruverð er svo hátt og launin standa í stað er afar óhagstætt að vera með slíka matseðla kvöld eft- ir kvöld. Fyrir þá sem þykir þetta ekki ákjósanlegur kostur er skipulagning og innkaupaferðir í lágvöruverðsversl- anir málið. f nýlegri verðkönnun milli verslana á höfuðborgarsvæðinu kom fram að tæpur 57 prósenta munur var á milli Bónus og 10-11. Mánaðarinn- kaup í 10-11 upp á 40 þúsund krónur myndu kosta rúm 22 þúsund í Bón- us samkvæmt útreikningum. Tæpur helmingsmunur. Gott ráð er að gera matseðil fyrir eina viku í senn. Taka út pening sem eyða á í mat á mánuði. Skipta hon- um síðan niður í 4 hluta. Hver hluti er svo ætlaður innkaupum þá vikuna. Til að byrja með er gott að ákveða bara kvöldmat á hverjum degi. Skipuleggja síðan restina af deginum þegar þetta er komið upp í vana. Ef maður er með barn á leikskóla er gott að skipuleggja út ff á því. Þetta virðist vera mikil aukavinna en þegar maður er kominn upp á lag- ið með þetta á það eftir að spara mikil útgjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.