Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV Jarðvegsvinna við Álver Norðuráls í Helguvík er hafin. Kostnaðurinn við fyrsta áfanga verður sjötíu milljarðar. Verið mun framleiða 150 þúsund tonn á ári og nota 250 megavött af raforku. Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra er óhress með framkvæmdina og segir menn ekki vita hvar stinga eigi í samband. Árni Sigfásson segir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þegar hafa sýnt fram á að nóg sé af rafmagni. Framkvæmdir eru hafnar við bygg- ingu álvers í Helguvík. Umhverfls- ráðherra, Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með þá ákvörðun sveitarstjórnanna í Reykjanesbæ og Garði að veita leyfi fyrir álverinu. „Helguvík er dæmi um framkvæmd sem byrjar á öfugum enda, menn eru byrjaðir að reisa ál- ver án þess að vita hvar þeir ætla að stinga í samband," sagði umhverfis- ráðherrann í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Framkvæmdin hafði staðist um- hverfismat hjá Skipulagsstofnun. Náttúruverndarsamtökin Landvernd kærðu umhverfismatið til umhverf- isráðherra, sem vísaði kærunni frá og staðfesti þar með umhverfismatið 3. apríl síðastliðinn. Þórunn Svein- bjarnardóttir sagði við það tækifæri að hún hefði orðið að fara að lögum og staðfesta umhverfismatið, jafnvel þótt henni væri það ekki að skapi. Fórum að lögum „Norðurál stóð sjálft fyrir könnun á hentugum stöðum íyrir álver. Þeir leituðu að lokum til okkarvegnaþess að staðsetningin í Helguvík þótti henta vel. f öllu þessu ferli hefur ver- ið farið að lögum í einu og öllu," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Hann bætir við að bygging álvers Norðuráls í Helguvík hafi nú þegar verið fjögur ár í undirbúningi. Eftir að upphafleg staðsetning hafi verið valin, með tilliti til reglugerða, hafi komið fram ábendingar frá íbúum um að kerskálarnir yrðu staðsett- ir fúllnálægt byggð í Keflavík. „Upp- „RÁÐHERRAR HAFA FARIÐ UTAN OG RÆTT VK> aðstoðarAlforstjóra. MENN HAFA VILJAÐ MERKJA SÉR ÞESSAR FRAM- KVÆMDIR OG ÞANNIG MERKJA SÉR HEILU LANDSHLUTANA.' FRAMKVÆMDIR HAFNAR Stórvirkar vinnuvélar hafa þegar hafið störf við jarðvegsvinnu i Helguvík. Sjálft álverið verður í landi Garðs. - - •: '.V‘>'— .*.ý • ■• ■ ,- -■... RÓLEGA AF STAÐ Framkvæmdirí Helguvlk fara rólega af stað en umfang þeirra stóreykst um næstu áramót. mm Kostnaðurverðurá bilinu 60 til 70 milljarðar. j ziæF-ma ' hafleg staðsetning stóðst allar kröf- ur en við urðum við þessum óskum og færðum álverið, sjálfa kerskálana, inn í land Garðs," segir Árni. Hann segir að öll umræða um stóriðju og orkuvinnslu verði að eiga sér stað, en blæs um leið á þær full- yrðingar að ekki liggi fyrir hvaðan orkan í álverið eigi að koma. Sjötíu milljarða kostnaður „Hitaveita Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur hafa þegar sýnt fram á að til er nægileg orka fýrir fyrsta áfanga álversins," heldur Árni áfram. Reiknað er með að framleiðsl- an verði 150 þúsund tonn á ári. Til þess þarf 250 megavött af rafmagni. Álverið verður tekið í notkun seinni hluta árs 2010. Forsvarsmenn Norðuráls lýstu því yfir í lok síðustu viku að kostn- aður við þennan fýrsta áfanga ál- vers í Helguvík verði á bilinu sextíu til sjötíu milljarðar króna. Rúmur helmingur þessa kostnaðar kemur til vegna kaupa á framleiðslubúnaði og tækjum til álffamleiðslu. Fimmt- án prósent upphæðarinnar fara í vinnulaun við framkvæmdir og önn- ur fimmtán prósent renna til kaupa á byggingarefnum og öðrum búnaði. Annar kostnaður á borð við trygg- ingar og flutninga er talinn nema sex milljörðum króna. Stjórnmálamenn merkja sveitir „Fram að þessu hafa ákvarðanir um álver á íslandi farið þannig fram að stjórnmálamenn og ráðherrar hafa farið utan og rætt við aðstoðar- álforstjóra. Menn hafa viljað merkja sér þessar framkvæmdir og þannig merkja sér heilu landshlutana. Síðan hefúr jafnan verið fagnað ógurlega," segir Árni. „í þessu tilviki er þetta allt saman á einföldum viðskiptafor- sendum," segir Ámi. „Þeir sem barist hafa gegn þessu álveri vilja meina að ekki eigi að fara af stað í framkvæmdina nema hægt sé að hafa álverið miklu stærra og orkan í það hafi verið tryggð. Hvaða hagsmuni hafa umhverfisverndars- innar af því að þetta álver verði enn- þá stærra en þegar er gert ráð fyrir? Norðurál sættir sig við þennan fýrsta áfanga, og hann hentar bæði svæð- inu og íslensku efnahagslífi." sigtryggur@idv.is NÚGETURÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði DYTTAÐ AÐ BATNUM FeðgarnirJón Ragnar Sigurgeirsson og Sigurgeir Sveinsson notuðu tlmann og dyttuðu að bátnum Stakki við smábátahöfnina í Keflavík neðan Duus- húsa á laugardagsmorguninn. Þeir létu norðan- þræsinginn ekki hafa áhrif á sig og Jón Ragnar hafði meira að segja náð sér I tvo smáa marhnúta sem hann geymdi í glærum plastpoka, fullum af sjó.„Báturinn er fyrst og fremst tómstundagaman hjá okkur," segir Sigurgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.