Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 33
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 33 í gær voru 40 ár frá því aö íslenskt lið lagði Dani í fyrsta skiptið í hópíþrótt. Það var landslið íslands í handbolta sem gerði það 8. apríl 1968 með fornfrægum 15-10 sigri í Laugardalshöll. Af því tilefni heiðraði HSÍ þá merku menn sem tóku þátt í þessum leik við athöfn á Hótel Loftleiðum í gær. Einn skotfastasti maður í manna minnum, Víking- urinn Jón Hjaltalín Magnússon, var einn af nýliðunum sem voru kallaðir í leikinn. bladamaður skrifar: tomasi^dv.is 10-15 Hetjurnar stilla sér upp eftir sigurinnfrækna 1968. maður meina að breiddin í íslensk- um handknattleik væri næg til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri. Þeir fimm nýliðar sem fengu tækifær- ið voru þá hinn kornungi Björgvin Björgvinsson úr Fram, Gísli Blöndal úr Val, Emil Karlsson úr KR, Sigur- bergur Sigursteinsson úr Val og Jón Hjaltalín Magnússon úr Víkingi. Æfði sig í hvalnum „Ég var nýkominn úr kirkju fyr- ir landsleikinn þar sem var verið að ferma Dísu systir mína. Hvort ég hafi verið að drífa mig svo rosalega í veisluna sem var eftir leikinn veit ég ekki en allavega skaut ég á markið eftir tvær sekúndur og boltinn stein- lá í markinu. Markvörðurinn greyið vissi ekki einu sinni að boltinn væri kominn í markið," sagði Jón Hjalta- lín Magnússon við DV á hátíðinni en þakið ætlaði hreinlega af Laugar- dalshöllinni þegar skot Jóns rataði í netið. „Þetta var mikill kjarkur hjá lands- liðsnefndinni," segir Jón um ákvörð- un landsliðsnefndar að taka ungu mennina inn í liðið. „Þeir sýndu þarna mikið hugrekki og ákvörðun þeirra sýnir að oft er hægt að treysta ungu fólki fyrir erfiðum verkefnum. Vegna þessa þjöppuðum við okkur vel saman og voru staðráðnir í því að gera okkar allra besta. Danir voru með eitt af bestu liðunum á þessum tíma en þetta gekk hjá okkur þarna." Jón lifir í manna minnum sem einn skotfastasti leikmaður allra „Landsliðsnefndin sýndi hugrekki," skrifar Alífeð Þorsteinsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Orkuveitunn- ar, þá 24 ára blaðamaður á Tímanum árið 1968. I grein sinni hrósar hann þar landsliðsnefnd karla það árið sem þorðu eftir 17-14 tapleik gegn Dönum í handbolta að kalla á yngri og ferskari leikmenn í seinni leik- inn. Svo fór að nefndin gerði það og ungu leikmennirnir fóru á kostum í 15-10 sigri í seinni leiknum sem var um leið fyrsti sigur íslensks landsliðs á Dönum í hópfþrótt. Landsliðsnefndin valdi liðið Það þætti saga til næsta bæjar í dag ef þjálfari landsliðsins sæi ekki um að velja liðið en sú var raun- in. Herramennirnir Hannes Þ. Sig- urðsson, Hjörleifur Þórðarson og Jón Kristjánsson, sem skipuðu landsliðs- nefndina þá, völdu í liðið og Birgir Björnsson, þjálfari FH, þjálfaði lið- ið. Alfreð hafði skrifað grein í Tím- ann fyrir leikina tvo með yfirskrift- inni: „Við höfum efni á að skipta um landslið." Með því vildi þessi ungi blaða- ISL; lÉglÉ ’ 4 hkhU‘1‘1 um öyc —---- ■ TíiímV V fct.í I : i.i 11\1 ■; - : !•* ,; :MÍpÉ " 'M p I SKOTFASTURMEÐ I EINOÆMUM Jón Hjaltalín I Magnússon fékk kraftinn í I hvalstöðinni. Li irmiíitjnt tíma. „Ég var í gífurlegra góðri æfingu á þessum tíma enda hafði ég verið í erfiðustu æfingabúðum sem um get- ur. Þrjú sumur áður var ég að vinna í hvalstöðinni þar sem ég vann tólf tíma á dag við að lyfta 25 kílóa bitum með annarri hendi upp á króka. Með þessu komst ég í feikilega gott form og þarna þjálfaðist skothöndin mæta vel," sagði Jón Hjaltalín að lokum. GAMLIR EN GÓÐIR Það vantaði nokkra félaga sem komust ekki á athöfnina. .... 8*°8 |. i | í • • i i witca Portsmouth vann West 1-0 á Upton Park í gærkvöld: HARRY AÐ BAKTRYGGJA EVRÓPUSÆTIÐ Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, hefur ósjaldan lýst því yfir að metnaður hans með liðið liggi í Evrópukeppnum. Hann er nú þegar kominn með Portsmouth í úrslit ensku bikarkeppninnar en sig- urvegari þeirrar keppni fer í Evrópu- keppni félagsliða. Hvorki Harry né Portsmouth eru þó búnir að tryggja sigur þar og með 1-0 sigri á West Ham í gær þokast þeir nær 5. sæt- inu deildinni sem gefur sæti í sömu keppni. Króatinn snjalli Nico Krancjar skoraði eina mark leiksins með fal- legu skoti af 20m færi eftir sendingu Ghana-mannsins Sulley Muntari. Nico eins og vinir hans kalla hann eflaust er einn snjallasti leikmaður- inn í úrvalsdeildinni en það er allt- af unun að fylgjast með mönnum sem sjá alltaf eitthvað annað en bara sendingu á næsta mann. Nico hugs- ar út fýrir kassan og gæti hæglega farið lengra á komandi árum. „Krancjar er gífurlega hæfileika- ríkur," sagði Harry Redknapp um markaskorarann eftir leik. „Strákur- inn getur dúkkað upp hvar sem er og skorað mörk. Hann æfir líka eins og brjálæðingur, líka á frídögum. Það er ekki furða að hann hefur ekki misst úr leik síðan í október," bætti Redknapp við en David Nugent fékk sjaldséð tækifæri í byrjunarliði Portsmouth. „Ég er ánægður fyrir hönd Nugents. Hann þurfti virkilega á þessum leik að halda og hann stóð sig vel." Með sigrinum er Portsmouth að- eins fjórum stigum frá Everton sem sitja í fimmta sæti deildarinnar þeg- ar fimm leikir eru eftir. Takist þeim á einhvern undraverðan hátt að vinna ekki ensku bikarkeppnina vilja þeir hafa fimmta sætið í bakhöndinni og þeir sækja grimmt að því. tomas&dv.is Hafðu þig hægan vinur Scott Parker á ekki roö í tröllið sem er Papa Bouba Diop. Byrjum aftur David Nugent, flopp Portsmouth, vill byrja upp á nýtt hjá liðinu. Nugent kom frá Preston á rúman milljarð fyrir tímabilið en hefur Iftið sem ekkert getað. Hann hefurekki verið í byrjunarliðinu síðan f ágúst og aðeins skorað þrjú mörk. Harry Redknapp vildi meira að segja selja hann nánast um leið og hann keypti hann!„Þeir borguðu mikinn pening fyrir mig og það er kominn tími á að borga eitthvað til baka. Ég er allur að koma til og fólk færað sjá alvöru David Nugent bráðum. Ég vil sanna mig og sýna öllum að ég geti spilað í Úrvalsdeild- inni." Nugent kom inn á f undanúrslita- leik Portsmouth gegn WBA á laugardag en tókst ekki að skora. Jermaine Defoe má ekki spila bikarleikina og þvf er pláss á bekknum fýrir Nugent f úrslitaleiknum.„Viðerum komniralla leið í úrslitaleikinn og ég vil að sjálfsögðu vera hluti af því. Það var gaman að taka þátt í leiknum á laugardag og vonandi verður framhald þar á," sagði hinn 22 ára Nugent. Tímabilið búið hjá Cech Tímabil Petrs Cech er búið. Hann lenti f einhverju svakalegasta æfingarslysi allra tfma þegar hann fékk Tai Ben Haim á sig á fullri ferð. Þurfti að sauma 50 spor í andlti Tékkans.„Við sáum strax að þetta var alvarlegt. Hvernig hann féll niðurog blóðið sem fossaði út. Þetta var svakalegt að sjá og allir vona að hann nái sér sem fýrst," sagði heimildarmaðurThe Sun. Cech hefur ekki verið sá heppnasti með meiðsli það sem af er tímabilinu en hann var nýkominn til baka eftir ökklaaðgerð. Þá spilar hann enn með rúgbí-hjálm eftirað hafa höfuðkúpu- brotnað fyrir einu og hálfu ári.„Þetta ár hefur ekki verið gott fýrir hann. Þetta eru þriðju meiðslin hans á einu tímabili og nú virðist tímabiliö vera farið. Hann leit vel út á æfingunni og þetta var bara slys," sagði Avram Grant, stjóri Chelsea. Stutt milli hláturs og gráturs Ryan Giggs hélt upp á sinn 750. leik með Manchester Únited á sunnudag þegar liðið gerði jafntefli við Middles- brough 2-2. Giggs var arfaslakur í leiknum og nú virðist sem stuðnings- menn séu búnir að fá nóg. Það hringdu allavega nógu margir inn á MUTV til að kvarta yfir hans frammistöðu.„Hann er ekki að gera neitt núna. Hann lifirá fornri frægð," sagði einn.„Hann er búinn að vera frábær öll þessi ár og skorað mörg eftirminnileg mörken núna er ekkert að gerast í kringum hann," sagði annar. Lou Macari kom þó sínum manni til vamar.„Ef Alex Ferguson velur hann f liðið er hann nógu góður. Þessi gagnrýni kemur mér mjög á óvart því hann hefur enn mikið að bjóða." Giggs byrjaði að spila með Manchester í mars 1991. Ferdinand ekki brotinn Río Ferdinand, varnarmaður Manchester United, slapp við að brotna á rist þegar hann meiddist (leik liðsins gegn Middlesbrough og gæti spilað f kvöld. Ferdinand, sem er 29 ára, þurfti að fara af leikvelli eftir 70 mínútna leik á Riverside-vellinum en Nemanja Vidic haltraði einnig af velli gegn Roma f síðustu viku.„Rio fór f myndatöku á mánudag og við getum staðfest að hann brotnaði ekki," var sagt ( yfirlýsingu á manutd.com. Manchester United mætir Roma í kvöld í Meistara- deild Evrópu á Old Trafford og hefur 2- 0 forskot eftir fyrri leikinn f Róm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.