Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR BLIKAR BAUNA Breiöablik birtir afar áhugaverðan pistil á sinni heimasíðu. Þar baunarfréttaritari á uppeldisstefnu Islandsmeistara Vals ( kvennaknatt- spyrnu.„Vegna fréttarafþvíað danskur leikmaður séáleiðtil (slandsmeistara Vals var ekki úr ' vegi að velta því fyrir sér hversu marga leikmenn Valurhefur ísínum rööum nú um stundirsem eru uppaldir í félaginu. Niðurstaðan erekki eins sláandi og við var að búast, og þó! Valur hefur notað 18 leikmenn [ Lengjubikam- um til þessa, af þeim eru 5 leikmenn uppaldir hjá Val eða 27,8%. Stjarnan hefur notað 14 leikmenn (slnum 4 leikjum, af þeim eru 4 uppaldir í Stjörnunni eöa 28,6%. KR hefur notað 15 leikmenn í sínum leikjum af þeim eru 8 uppaldir f KR eða 53,3%. Breiðablik hefur notað 18 leikmenn (sína 2 leiki, af þeim eru 13 uppaldir (Breiðabliki eða 72,2%,“ segir meðal annars (pistlinum. KR SKORAÐI, SÖNG OG LOGIFELLDI TAR KR lék æfingaleik ÍTyrklandi við Ask Olen frá Drammen (Noregi og vann 10-1 en Norömennirnirfengu eitt vægast sagt mjög ódýrt víti sem þeir skoruðu úr. [ , framhaldi af stórsigrinum var svo haldið hið árlega nýliðakvöld KR. Fyrst á dagskrá var KR-idolið en þar höfðu menn eina og hálfa mínútu til að heilla mannskapinn með söng sínum og jafnvel dansi ef þeir voru á þeim skónum. Þar stóð upp úr flutningur Guðjóns Baldvinssonar á slagara Ray Charles, Hit the Road Jack, en sviðsframkoma Guðjóns þótti með mikilli prýði. Sigurvegari kvöldsins var þó Dofri Snorrason en hjartnæmurflutn- ingur hans á Bítlalaginu Yesterdayfékk Loga Ólafsson til að fella tár. ENGINN ATLANTIC CUP Búið er að blása af Atlantic Cup-leikinn sem er viðureign (slandsmeistara og Færeyjameistara. Leikurinn för ekki fram . slðasta ár og spuming er með framhaldið.Valur átti þátttökurétt ( leiknum sem rfkjandi meistari en Ótthar Edvardsson sagði í samtali við vefs(ðuna Fótbolta. net að búið væri að blása þann leik af. Hann sagði ennfremur í viðtalinu við vef- síöuna að ekki væri enn orðið Ijóst hvort Barry Smith verði í leikmannahópi Vals í sumar þar sem hann væri meiddur. GUÐJÓN SKOÐAÐIKRÓATÍSKAN LEIKMANN Guðjón Þóröarson, þjálfari (A, skoðaði ( gær króatískan leikmann, Igor Dilokapic að nafni sem er 27 ára og getur bæði leikið sem miðjumaður eða sókndjarfur bakvörður. Skagamenn léku þá æfingaleik gegn Víkingi (Akraneshöll- inni. StefánÞórÞórðarsonereinnig kominn aftur en félagaskipti hans til Norrköping gengu ekki upp. Páll Glsli Jónsson, markvörður liðsins, er einnig kominn á skrið en hann glímdi við meiðsli i baki og um tíma var óttast að hann gæti ekki leikið með (sumar. AUtlí GltUuU. hVUivJl 1ÚV Verðum aftur í DAGUR BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaöamaður skrifar: benniia>d\, „Þetta var síðasti leikurinn minn með Val, kveðjuleikurinn okkar Óla," sagði Dagur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vals, þegar hann rifj- aði upp leik Vals og KA frá 1996 sem Valur vann 25-17 og hampaði ís- landsmeistarabikarnum í 18. sinn og fjórða árið í röð. Dagur var fyr- irliði Valsliðsins á þessum tíma en þetta var síðasti leikur hans fyrir fé- lagið en hann og Ólafur Stefánsson gengu í raðir Wuppertal skömmu síðar. í greininni sem birtist í kjölfar leiksins 9. apríl 1996 segir að Dagur hafi verið einn af betri mönnum Vals í leiknum, stjórnað leik liðsins eins og herforingi og leikið við hvern sinn fingur. Ekki í fyrsta og eina sinn sem eitthvað slíkt birtist um Dag. Sjónvarpsþáttur í upphitun 4.000 manns troðfylltu Laugar- dalshöll og stemningin, hitinn og hávaðinn var ógleymanlegur fyr- ir þá sem þarna voru. Meðal áhorf- enda var Damon Albarn sem þarna var sjóðandi heitur. „Þetta tíðkaðist þá. Þessi lið voru búin að elda grátt eins og sagt er. Þeir voru með hörku- lið, Patta, Alfreð, Duranona, Erling i .. _ • ií»tí úrslitum GREININ STÓRA FRÁ 1996 Dagurog félagar fögnuðu ásamt 4.000 áhorfendum sem troðfylltu Laugardalshöll. Aðalsteinn Eyjólfsson er tekinn við kvennaliði Fylkis: Yfirgefur Garðabæinn stoltur „Ég hef talað mikið um upp- byggingu handboltans og þeg- ar manni er boðið starf þar sem hugmyndafræðilegi þátturinn liggur með mínum hugmyndum er ekki hægt bara að tala eitthvað út í bláinn og standa ekki við orðin," sagði Aðalsteinn Eyjólfs- son, nýráðinn þjálfari kvenna- liðs Fylkis í handbolta, þegar DV ræddi við hann í gærdag. Aðalsteinn hafði áður gef- ið það út að hann væri hætt- ur að þjálfa Stjörnuna og ætlaði ekki að þjálfa meira í bili heldur sinna öðrum störfum hjá Stjörn- unni. „Ég var nú seint til tekinn fyrst en Fylkismenn sýndu mik- inn metnað í að kynna sínar hug- myndir sem mér leist vel á. Við vorum fljótt sammála um þær leiðir sem við viljum fara með liðið og eftir það gerðust hlutirn- ir frekar hratt. Nú er ég að fara í verkefni á öðruvísi forsendum en ég hef verið í hingað til. Þó með það að markmiði að geta spilað um helstu verðlaun í kvennaboltan- um eftir 1-2 ár eða jafnvel fyrr," sagði Aðalsteinn og fór yfir stefn- una sem Fylkir hefur sett sér. „Stefnan núna er að halda áfram því góða starfi sem Gurrý [Guðríður Guðjónsdóttir] hef- ur unnið. Hún hefur alið þessar stelpur sem eru í flokknum upp frá fjórða flokki. Það er nokkuð sem margir hafa reynt en ekki tekist. Nú ætlum við að styrkja það starf enn frekar með ákveð- inni hugmyndafræði varðandi leikmenn félagsins." Aðalsteinn er uppalinn í Garðabænum. „Afi minn er einn af stofnendum klúbbsins og fað- ir minn spilaði og þjálfaði með félaginu. Sjálfur hef ég spilað upp alla flokka þarna og þjálfað þá flestalla líka. Ég er búinn að eiga frábært samstarf með öll- um í Stjörnunni og get yfirgef- ið Garðabæinn í bili stoltur og ég hugsa að þær tilfinningar séu gagnkvæmar hjá félagsmönn- um. Stundum er einfaldlega tími til þess að skera aðeins á nafla- strenginn og fara frá í einhvern tíma en Stjarnan er og verður alltaf stór hluti af mínu lífi," sagði Aðalsteinn að lokum. tomas@dv.is AÐALSTEINN EYJÓLFSSON Tekur við liði Fylkis í Árbænum. og fleiri góða. Jón Kristjánsson og Skúli Gunn- steinsson voru þjálfarar hjá okk- ur, tóku við af Tobba Jens og náðu að halda góðum dampi í liðinu. Við vorum þá orðnir burðarásar í Vals- liðinu, ég og Óli, Jón, Júlíus Gunn- arsson, Ingi Rafn, Sveinn Sigfinns, Valgarð Thor og Fúsi var kominn þarna sprækur og Gummi náttúru- lega í markinu. Þessi lið voru búin að spila úrslita- leiki árið áður sem voru líka mjög spennandi. Þar var farið í oddaleik og farið í framlengingu þannig að það var rosalegur einhver Reykjavík- Akureyri rígur." Umfjöllunin í kringum þessa leiki var ótrúleg. Hver heilsíðan á fæt- ur annarri kom í blöðunum, DV og Mogganum, og sjónvarpsstöðvarnar tóku einnig þátt. „Það var gríðarlegt áhorf á þessa leiki. Það voru einhvern veginn allir að fylgjast með þessu. Ég man eftir einu tílfelli, þá var kominn sjónvarpsþáttur með sófa á mitt gólf á Hlíðarenda og þátturinn var send- ur út af gólfinu þegar við vorum að hita upp. Það var allt gjörsamlega bijálað og allir að fylgjast með. Við vorum frekar ungir á þess- um tíma, ég, Óli og Patti, rétt rúm- lega 21 árs. Vorum kannski ekki orðnir nein svakaleg nöfn en vor- Verðskuldað hjá Va| - tryggöi sér LslandsmcLstaratitUinn ljöröa áriö í röO rneö öruggum sigri á KA GAMLA FRETTIN Gamla fréttin að þessu sinni birtist í DV á þessum degi 1996. Valur hafði þá hampað íslandsmeist- aratitlinum í handbolta fjórða árið í röð. 4.000 þúsund manns troðfylltu Laugardalshöll og sáu Dag Sigurðsson lyfta bikarnum í sínum síðasta leik fyrir félagið. um búnir að vera í toppbaráttu lengi. Ég og Óli vorum að vinna þarna okkar fjórða ís- landsmeistaratítil í röð og erum 21 árs." Dagur var fyrir- liði Vals þetta árið og segir tilfinning- una ógleymanlega að taka við bikarnum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. . „Það var mjög eftírminni- legt, sérstaklega út af því að ég var orðinn fyr- irliði og ég vissi að þetta var minn síðastí leik- ur fyrir félagið. Það var mjög tilfinninga- þrungið." dém Ktnjtoaon, þjilfan VáJK Engiiui ftkyidi afskrifa Val
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.