Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 Fréttir DV Dæmdurfyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Brynjar Bergmann Guðmundsson, 20 ára, í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi íyrir vörslu fíkninefna. Brynj- ar var tekinn með 114 grömm af marijúana að kvöldi mánudagsins 15. október í fyrra í Bökkunum í Reykjavík. Brynjar ætlaði að selja efnin. Brynjar játaði brot sitt fyrir dómi. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir fikniefnalagabrot og þjófnað. Með hliðsjón af skýlausri játningu mannsins, magni efn- anna og þess að þau voru ætluð til sölu þótti hæfileg refsing fangelsi í einn mánuð. Þá voru gerð upptæk grammavog, skæri og 17 þúsund krónur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Bylting ísamgöngum „Þetta er bylting," segir Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri ísafjarðarbæjar, af því tilefni að í gær var und- irritaður samningur vegna jarðgangagerðar milli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals. „Jarðgöngin hafa þá þýðingu að þessi byggðarlög færast enn nær hvert öðru og styrk- ir okkur sem heild," segir Halldór. Hnífsdalur tilheyr- ir ísafjarðarbæ en Bolungar- víkurkaupstaður er sjálfstætt sveitarfélag. Kristján Möller samgönguráðherra var við- staddur undirritunina. Samborgararnir beittir ofbeldi Ríkisstjómin má aldrei gerast sekum að leyfa hávæmm minni- hlutahópi að kúga sig til hlýðni. Þetta kemur fram í ályktun Heim- dalls, félags ungra sjálfstæðis- manna, sem harmar mótmæla- aðgerðir atvinnubílstjóra: „Hver sem málstaðurinn kann að vera er aldrei rétdætanlegt að brjóta á samborgurum sínum og beita þá ofbeldi, skerða frelsi þeirra og stofna umferðaröryggi í hættu," segja Heimdellingar. Þeir fagna þó mjög vitundarvakningu al- mennings um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í tengslum við álögur á eldsneyti. Krakkar krota Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu gómaði unga veggja- krotara en þeir höfðu úðað á tvö hús þegar þeir náðust. Pilt- arnir em báðir á grunnskóla- aldri en þeir hafa að öllum líkindum komistyfir úðabrúsa á heimili annars þeirra. Pilt- arnir úðuðu meðal annars á eitt íbúðarhús. Þegar lögregl- an kom á vettvang neitaði annar pilturinn með öllu að segja til nafns en hinn var öllu samstarfsfúsari. Föður þess síðarnefnda bar fljótt að og var honum gerð grein fyrir mál- inu. Að því loknu var haldið að heimili þess fyrrnefnda og rætt við móður hans. Vel gekk að ná veggjakrotinu af íbúðarhúsinu en óvíst var með hitt húsið. Körfuboltamaðurinn Dimitar Karadzovski hefur verið handtekinn ásamt unnustu sinni eftir að meint þýfi fannst á heimili hans í Garðabæ. Hann er sakaður um að hafa stolið frá samherjum sinum yfir hálfs árs tímabil. Samlandi Dimitars, kona, var einnig gripin með þýfi i fórum sínum á leið út úr landinu. Hún er grunuð um aðild að málinu. „Þetta er bara ótrúlegt mál," segir Gunnar Kr. Sigurðsson, formaður körfuknatdeiksdeildar Stjörnunn- ar. Stjórnin tilkynnti meintan þjófn- að eins liðsmanna körfuboltaliðsins til lögreglunnar í fyrradag. Um er að ræða makedónska körfuknattíeiks- manninn Dimitar Karadzovski. Hann var í kjölfarið handtekinn á heimili sínu ásamt kærustu en þar fannst einnig nokkuð af þýfi. Yfirmaður auðgunar- og fjár- svikadeildar lögreglunnar, Úmar Smári Ármannsson, segir aðal- lega smáhluti hafa fundist heima hjá Dimitar eins og símar og skart. Grunur leikur á að Dimitar hafi sent þýfið til Makedóníu. Liðsmenn funduðu Lögregla leitaði á heimili Dimit- ars á mánudagskvöld. Áður höfðu liðsmenn meistaraflokks Stjörn- unnar í körfubolta fundað um hvað gera þyrfti. Þeir höfðu orðið varir við smáþjófnaði á síðastíiðn- um mánuðum en þá hurfu iðulega símar og smáskart. Sjálfir grunuðu þeir aldrei eigin liðsmann. Þeir töldu óprúttna aðila hafa farið inn í klefann og bjuggust í raun við að tilvikin væru einangruð. Svo virð- ist sem tvær grímur hafi farið að renna á liðsmenn að lokum þeg- ar smáþjófnaðirnir stoppuðu ekki. Að lokum tilkynnti stjórn félagsins þjófnaðinn til lögreglu. „Þetta eralgjörlega óskiljanlegt." Körfuboltamenn vildu dótið til baka Samherjar Dimitars fóru heim til hans áður en lögreglan mætti á svæðið. Þá óskuðu þeir eftir því að Dimitar léti þá fá þýfið til baka. Ekkert gekk og lögreglan var kölluð á staðinn. Lögreglan gerði húsleit heima hjá honum og fann talsvert af þýfi. Verðmæti þess fékkst ekki geflð upp. Dimitar var í kjölfarið handtek- inn ásamt kærustu sinni sem er samlandi hans en sjálf spilar hún körfuknattleik hjá Fjölni. Ekki er vitað um þátt hennar í málinu en þegar rætt var við heimildarmenn sagði einn að hún hefði ekki vitað af athæfi Dimitars. Hann hefði í raun reynt að leyna hana því. Óskiljanlegt „Þetta er algjörlega óskiljan- legt," segir Gunnar Kr. Sigurðsson, formaður körfuknattíeiksdeildar Stjörnunnar. Samningi við Dimitar var umsvifalaust sagt upp einhliða af Stjörnunni þegar upp um brotið komst. Ibúðin sem Dimitar dvaldi í var einnig á vegum félagsins sem og sími Dimitars. Hann var sviptur öllum þessum forréttindum eftir að hann var handtekinn. Einn heimildarmaður sem DV ræddi við sagði að kona frá Make- dóníu hefði verið gripin með far- síma og skart í fórum sínum á leið sinni úr landi. Tilgangurinn hafi SAGÐUR STELA FRA FELOGUM riiniii verið að koma þýfinu í verð í Make- dóníu. Yfirheyrð í gær Þegar rætt var við lögregluna var ekki búið að yfirheyra parið en þá var beðiO eftir túlki. Þá var ekki ljóst hvort Dimitar yrði hnepptur í gæsluvarðhald eða úrskurðað- ur í farbann vegna málsins. Málið er í raun á frumstigi í rannsókn en Ómar Smári bjóst frekar við að yf- irheyrslum myndi ljúka í gær frek- ar en í dag. Dimitar starfaði, auk þess að spila körfubolta, í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Áður en Dimitar byrjaði að spila körfu með Stjörnunni spil- aði hann með Skallagrími í Borgar- nesi. Kostnaður við leiguflug nemur 6,9 milljónum króna: Ríkið fær þóknun Geirs Haarde Memorial-háskólinn greiðir þóknun fyrir fyrirlesturinn sem Geir H. Haarde forsætisráðherra heldur í Memorial-háskólanum í Kanada í næstu viku. Geir nýtur þó ekki góðs af þóknuninni sem skólinn greiðir fyrirlesurum sínum heldur rennur þóknunin til forsætisráðuneytisins. Ferð Geirs til Kanada í næstu viku er sú þriðja sem hann fer til útlanda í þessum mánuði. Tvær fyrri ferðirn- ar hefur hann, ásamt föruneyti, far- ið með leigðum einkaþotum í stað áætlunarflugs. Þriðja ferðin verður hins vegar flogin með áætíunarflugi og borgar Memorial-háskólinn fyr- irþað. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá forsætisráðuneytinu í gær kostar leigan á flugvél til að fara á Nató-fund í Búkarest í byrjun mán- Þrjár utanlandsferðir Forsætisráðherra fer þrisvar utan á hálfum mánuði, tværferð- ir eru farnar með leigðum einkaþotum en sú þriðja með áætlunarflugi á kostnað kanadísks háskóla. aðarins 4,2 milljónir króna og er því lýst sem einstöku kynningarverði í bréfi frá forsætisráðuneytinu. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður Geirs, segir að kostnaður við áætíunarflug og annað sem hefði fallið til með þeim hætti hefði numið 3,7 millj- ónum króna. Þá hafi verið áætíað að vinnutap og dagpeningar hefðu numið samtals 300 þúsund krónum með áætlunarflugi. Jetstream-flugvélin sem var leigð til fararinnar til Norður-Svíþjóðar kostar 2,7 milljónir króna í leigu en áætíunarflug hefði kostað 1,1 milljón króna. Sparnaður við hótelkosmað og dagpeninga er metinn á 370 þús- und krónur og vinnusparnaður á 360 þúsund krónur. Því er kostnaðarauk- inn 850 þúsund krónur. brynjolfur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.