Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV DEKUR FYRIR DÝRIN Atli Þorsteinsson og Kristín Davíðsdóttir , reka Hundaskólann K9 í Reykjanesbæ. í sumar flytja þau í stærra hús- næði og ætla að stórefla þjónustuna. Hundaskólinn K9 í Keflavík flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í sum- ar. Nýja húsið er fjórum sinnum stærra en það gamla og allt stefnir í að starfsemin verðir fjórum sinnum ^öflugri. Nú þegar býður K9 upp á hót- elgistingu, þjálfun, snyrtingu og hundanudd. K9 getur tekið við þrettán hundum í dag en plássin verða alls fjörutíu eftir stækkunina. Á nýja staðnum verður líka boðið upp á hótelgistingu fyrir ketti en alls verða um tuttugu búr fyrir þá. Mikið frjálsræði „Hundamir eru alsælir hjá okk- ur," segir Atli Þorsteinsson sem rek- ur hundaskólann ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Davíðsdóttur. Að- spurður segist Atli ekki geta kvartað undan miklum hávaða. Það sé að- allega þegar nýir hundar koma inn. „Á nýja staðnum verður uppbygg- ingin á búrunum hins vegar þannig að hundarnir sjá ekki hver annan." Hundarnir eru þó alls ekki lokaðir inni í búrum allan daginn. Allir hafa þeir sitt útisvæði og geta ráfað inn og út. „Sumir fá að fara út saman en það fer þó allt eftir því hvernig þeim semur." Á útisvæðinu Á hótelinu hefur hver hundureittbúrinni og eitt búr úti. Áhyggjulaust frí Þetta verður sannkallað lúxus- hótel samkvæmt lýsingum Atla og ljóst er að þeir sem elska hundana sína meira en flest annað geti far- ið áhyggjulausir í fríið sitt. Mikið af fólki sem nýtir sér hótelaðstöðu K9 er fólk alls staðar af landinu, á leið til útlanda í frí. „Við bjóðum líka upp á þá þjónustu að geyma bíla fólks á meðan það er í útlöndum. Við keyr- um það þá út á völl og geymum svo bflinn hjá okkur. Svo þegar fólk kem- ur aftur heim sækjum við það á flug- völlinn á bflnum með hundinn, nú eða köttinn um borð." Hundasund í nýja húsnæði K9 verður sérhönn- uð sundlaug fyrir hunda. í henni verð- ur hlaupabretti. „Það er mjög gott fyr- ir hunda sem vinna mikið, eins og til dæmis veiðihunda." Auk þess að láta dekstra við sig geta hundarnir líka verið í þjáifun á meðan eigendurn- ir eru í ffíi. Þeir geta auk þess fengið læknishjálp ef þörf er á en dýralækn- asta aðstaða fýrir þessar tegundir arnir Hrund Hólm og Gísli Sverr- af dýrum og sú flottasta. Það er ekki ir Halldórsson ætla að flytja stofuna nokkurspurning,"segirAtliaðlokum, sína, Dýralæknastofu Suðurnesja, í og spenningurinn fyrir verkefninu nýja húsið. „Þetta verður fullkomn- leynir sér ekki. berglind&dv.is Mikill hundavinur Kristín Davíðsdóttir rekur hundaskólann K9 í Reykjanesbæ ásamt eigin- manni sínum, Atla Þorsteinssyni. Mibid líftint í nuddpotti frá úrval af nuddpottum á lager 1S Poulsen Skeifan 2 Sími: 530 5900 Fax: 530 5910 www.poulsen.is / poulsen@poulsen.is óulsen partur af lífinu &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.