Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 BfLAR DV > i ANDRI OTTESEN Almannatengill Carbon Recycling Internation- al bindur miklar vonir við fljótandi eldsneyti. ANDRI OTTESEN, ALMANNATENGILL FYRIRTÆKIS- INS CARBON RECYCLING INTERNATIONAL EHF., SEG- IR ISLAND EIGA ALLA MÖGULEIKA Á ÞVÍ AÐ VERÐA ÓHÁÐ OLI'UFRAMLEIÐSLU í FRAMTIÐINNI. Það er alltaf gaman þegar íslenskir hugvits- menn taka sig til og láta hendur standa fram úr ermum. Það er þó ekki alíslenskt en um er að ræða íslenskt-amerískt fyrirtæki, Carb- on Recycling Intemational ehf. Fyrirtækið er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta. Fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum við að byggja upp starfsemi sína. DV ræddi við Andra Ottesen, almannatengil fyrirtækisins, og fékk hann til að skýra frá starfsemi þess. Fyrsta sinnar tegundar „í samvinnu við Mannvit, Hitaveitu Suð- umesja og Olís erum við að hanna og byggja verksmiðju sem breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum í metanól. En met- anól er fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önn- ur farartæki. Þetta verður fyrsta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum." Að sögn Andra er stefrit að því að verksmiðjan, sem verður á Reykjanesi, verði tilbúin í júní á næsta ári. Talið er að árleg afkastageta verði 4,5 milljónir h'tra af metanóli sem blandað verður bensíni í hlutföllimum 5% á móti 95%. Kjöraðstæður á íslandi „Þessi blanda hækkar oktangildi eldsneyt- isins og stuðlar að hreinni brennslu og betri nýtingu þess. Blandan eykur jafnframt afl bensínbíla, janft nýrra sem eldri, án þess að nokkurra vélarbreytinga verði þörf." Markmið verkefiiisins er að koma á fót framleiðslu á fljótandi eldsneyti sem byggist á þvi að koltví- sýringsútblástur frá jarðvarmavirkjunum er endumýttur á skilvirkan og hagkvæman hátt. Þá er einnig í athugun að nýta koltvísýrings- útblástur frá álverum og umbreyta honum í orku. Að sögn Andra eru kjöraðstæður fyrir þessa starfsemi hérálandivegnaj arð varmans og því er verkefnið prufúkeyrt hér. Með ffarn- leiðslu á fljótandi eldsneyti gæti farið svo að í ff amtíðinni verði ísland óháð olíufr amleiðslu og getí minnkað útblástur koltvísýrings jafn- framt því að framleiðsla jarðvarmavirkjana verður nýtt á arðbærari hátt en áður. berglind@dv.is DV-MYND Sigurður Guömundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.