Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 10
PENINGAMÁL 2000/2 9 1. Bensínverð á alþjóðlegum markaði hefur lækkað verulega í kjölfar ákvörðunar fundar OPEC-ríkja í mars um að auka framleiðslu. Gangi sú lækkun ekki til baka eða lækki verðlag enn frekar má gera sér vonir um að bensínverðhækkunin hér í byrjun apríl hafi verið sú síðasta að sinni. Lítils háttar lækkun varð í maíbyrjun og hugsanlegt er að bensínverð eigi eftir að lækka enn frekar. 2. Verð innfluttra matvæla hefur lækkað nokkuð að undanförnu, eins og vikið hefur verið að, og ekki er loku fyrir það skotið að verðlag lækki enn frekar. Vægi þessa liðar í vísitölu neysluverðs er þó einungis 3% og áhrif því lítil. 3. Verðlagsáhrif lækkunarvörugjalds ástærribifreið- um munu koma fram á næstu mánuðum, en talið er að áhrif breytingarinnar á vísitölu neysluverðs muni nema u.þ.b. 0,2%. Í ljósi þess að nú virðist vera farið að draga úr vexti í innflutningi bifreiða er fremur líklegt að verðlagsáhrifin komi fram. Viðskiptahallinn 1998 og 1999 á sér vart hliðstæðu meðal þróaðra ríkja Í mars sl. birti Þjóðhagsstofnun nýja áætlun um hagvöxt á árinu 1999 og þjóðhagsspá fyrir árið 2000. Gert er ráð fyrir jafnmiklum vexti þjóðarútgjalda á árinu 1999 og í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar í des- ember. Reiknað er með 1% meiri samdrætti fjár- munamyndunar en í desemberspánni, en meiri einka- og samneysla vega það upp. Þessu til viðbótar er nú talið að útflutningur hafi verið 1% minni en reiknað var með í desember og innflutningur aðeins meiri (tafla III sýnir frávik frá októberspá Þjóðhagsstofn- unar). Hagvöxtur reiknast af þeim sökum minni en áður var talið eða 4,4%. Í október var gert ráð fyrir 5,8% hagvexti. Mikilvægustu umskiptin sem orðið hafa í þjóðarbúskapnum frá því að spár Þjóðhags- stofnunar í október og desember 1999 voru birtar felast í mun óhagstæðari viðskiptajöfnuði en áður var gert ráð fyrir. Nú er viðskiptajöfnuður talinn hafa Á undanförnum árum hefur þeirri aðferð verið beitt við uppgjör viðskiptajafnaðar að færa óinnleystan gengis- hagnað af erlendri verðbréfaeign sem þáttatekjur, þar sem gögn skorti um arðgreiðslur frá útlöndum. Þessi að- ferð vék frá alþjóðlegum stöðlum um gerð þjóðhags- reikninga en hafði ekki teljandi áhrif á útreikning viðskiptajafnaðar fyrr en á árinu 1998, enda var erlend verðbréfa- og hlutafjáreign landsmanna mjög lítil. Mikil breyting hefur orðið á erlendri verðbréfaeign landsmanna á undanförnum árum. Einkum hefur stofn erlendrar hlutafjáreignar vaxið hröðum skrefum. Árið 1994, þ.e.a.s. áður en síðustu höft á fjármagnshreyfingar voru afnumin í ársbyrjun 1995, nam erlend hlutafjáreign landsmanna 3½ ma.kr. Í árslok 1997 nam hún 40 ma.kr., en nú er áætlað að verðmæti hennar hafi numið 103 ma.kr. í árslok. Að hluta til stafar þessi öri vöxtur af mikilli verðhækkun hlutabréfa á erlendum mörkuðum undanfarin ár. Vegna þess hve stofninn óx ört jukust áhrif óinnleysts gengishagnaður á niðurstöðutölur viðskipta- jafnaðar sífellt meira, auk þess sem mikil verðhækkun átti sér stað síðustu tvö árin. Árið 1997 námu þessi áhrif 1,6 ma.kr., 6,8 ma.kr, árið 1998 og hefðu orðið 14,8 ma.kr. á sl. ári hefði sömu aðferð verið beitt og áður. Óbreytt aðferðafræði hefði því skekkt samanburðarhæfni innlendrar og erlendrar greiðslujafnaðartölfræði veru- lega. Þótt sú breyting sem gerð hefur verið á uppgjöri greiðslujafnaðar breyti engu um undirliggjandi efnahags- þróun, undirstrikar sá munur sem er á uppgjörunum enn frekar hve staða þjóðarbúsins er viðkvæm um þessar mundir. Nýlegar sviptingar á alþjóðlegum hlutafjármörk- uðum staðfesta að óinnleystur gengishagnaður er fráleitt fastur í hendi og því breiddi fyrri uppgjörsmáti yfir vissa áhættu sem í stöðunni fólst. Hitt er annað mál að til lengri tíma litið eru tekjur af hlutafjáreign að mestu leyti inn- leystar með kaupum og sölu bréfa fremur en beinum arð- greiðslum. Alþjóðlegir staðlar vanmeta því að vissu leyti langtímaábata þjóðarbúsins af erlendri hlutafjáreign landsmanna. Rammi 2 Breytingar á uppgjöri viðskiptajafnaðar Erlend verðbréfaeign í árslok 1991-1999 og ávöxtun erlendra verðbréfa 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999* 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Ma.kr. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 % Erlend verðbréfaeign (vinstri ás) Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar (vinstri ás) Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar sem % af meðalstöðu (hægri ás) Mynd 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.