Peningamál - 01.05.2000, Síða 12

Peningamál - 01.05.2000, Síða 12
Grípa þarf til frekari aðgerða til að tryggja stöðug- leika á næstu árum Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar um hagvöxt árið 2000 mun heldur draga úr honum á þessu ári. Spáð er að landsframleiðsla vaxi um 3,9%, u.þ.b. 1% örar en í fyrri spám stofnunarinnar. Veigamestu breytingar á horfum um hagvöxt á árinu felast í töluvert meiri fjármunamyndun, sem gert er ráð fyrir að aukist mun meira en áður var búist við, eða um 8½%. Gert er ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna aukist um 11½%, einkum vegna fjárfestingar í skipum og flugvélum. Einnig er gert ráð fyrir öllu meiri vexti einka- og samneyslu en áður. Nýgerðir kjarasamningar ættu ekki að breyta miklu þar um, þar sem horfur eru á að forsendur Þjóðhagsstofnunar hafi farið nokkuð nærri niðurstöðu kjarasamninga. Örari vexti þjóðarútgjalda fylgir meiri innflutn- ingur, sem nú er búist við að aukist um 4,1% í stað 2%. Þar sem enn er gert ráð fyrir mjög dræmum vexti útflutnings, eða innan við 2%, mun hallinn á við- skiptum við útlönd aukast enn frekar. Gangi spá- in eftir mun viðskiptahallinn árið 2000 nema 7,2% af landsframleiðslu, sem yrði mesti halli frá árinu 1982. Útflutningur í upphafi árs getur verið sveiflu- kenndur og gefur því líklega aðeins veika vísbend- ingu um framhaldið, en þær tölur sem nú liggja fyrir gefa ekki tilefni til bjartsýni um þróun viðskiptahall- ans á þessu ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2000 var 5,9 ma.kr. halli á vöruviðskiptum við útlönd, saman- borið við 1,1 ma.kr. halla á sama tíma í fyrra. Meiri halla í ár má að verulegu leyti rekja til sveiflu í við- skiptum með skip og flugvélar. Að skipa- og flugvélaviðskiptum undanskildum var hallinn þó 5 ma.kr. samanborið við 3,5 ma.kr. í fyrra. Það ánægju- legasta í þessum tölum er að mikill vöxtur er í út- flutningi iðnaðarvara, annarra en áls og kísiljárns. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur af þessu tagi fyrir 3,2 ma.kr., rúmlega 1 ma.kr. meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti ál- og kísiljárnútflutn- ings jókst einnig verulega frá fyrra ári, enda útflutn- ingsverð mun hærra. Tölur um vöruinnflutning fyrstu 3 mánuði ársins sýna enn umtalsverðan vöxt eða 16% á föstu gengi. U.þ.b. ¾ aukningarinnar má rekja til innflutnings dýrara eldsneytis og skipainnflutn- ings í mars. Hins vegar er eftirtektarvert að nokkuð dró úr innflutningi bifreiða og innflutningur mat- og drykkjarvöru stóð í stað. Innflutningur á öðrum varanlegum neysluvörum virðist þó enn vera í tölu- verðum vexti. Vöxtur útlána innlánsstofnana það sem af er þessu ári bendir ekki til þess að aukning eftirspurnar sé í verulegri rénun. Til marsloka sl. nam tólf mánaða vöxtur útlána innlánsstofnana 24%. Að sönnu er það minni vöxtur en um miðbik sl. árs, en þá voru útlána- tölur innlánsstofnana bólgnar af sérstökum ástæð- um.7 Það sem af er árinu hefur hins vegar ekki dregið úr tólf mánaða vexti útlána að marki, en vöxtur peningamagns (M3) hefur minnkað lítið eitt. Því verður að álykta að umtalsverð eftirspurnarspenna sé enn til staðar. Tölfræðilegt mat á nýtingu fram- leiðslugetu bendir til sömu niðurstöðu, eins og komið hefur fram. Spá Þjóðhagsstofnunar um rúmlega 7% við- skiptahalla á yfirstandandi ári er ærið áhyggjuefni. Öllu verra er þó að ekki verður séð að hallinn minnki af sjálfsdáðum á næstu árum miðað við forsendur Þjóðhagsstofnunar um langtímaþróun undirliggjandi hagstærða. Hallinn sem myndast hefur á viðskipta- jöfnuði undanfarin ár verður því viðvarandi, eða eykst jafnvel í 8% árið 2004. Sú spurning verður því áleitin hversu lengi svo mikið ójafnvægi getur varað án þess að traust markaðsaðila á efnahagsstefnuna bresti. Alþjóðleg reynsla gefur til kynna að svo mik- ill halli sé mjög áhættusamur. Þetta er álíka mikill halli og varð undanfari gjaldeyriskreppu í Mexíkó árið 1994/1995 og í Taílandi árið 1997. Ekkert þróað OECD-ríki hefur glímt við viðlíka halla undanfarinn áratug, nema hvað viðskiptahalli Nýja-Sjálands fór í 7% af landsframleiðslu árið 1997, en hefur minnkað síðan. Í því tilfelli jókst hall- inn þegar útflutningur staðnaði eða dróst saman í kjölfar verulegrar hækkunar raungengis sem stafaði af tæplega þriðjungs gengishækkun nýsjálenska dals- ins á árunum 1992 til 1997. Árið eftir féll dalurinn að meðaltali um meira en 10% og landsframleiðsla dróst saman fyrri hluta ársins. Líkt og hérlendis var staða opinberra fjármála mjög sterk, afgangur á rekstri hins opinbera sem nam 2% af landsframleiðslu árið 1997 og enn meiri afgangur árin á undan. Aðhald í peningamálum var einnig mikið. Í byrjun 9. áratug- arins áttu Portúgal og Írland einnig í verulegum efna- PENINGAMÁL 2000/2 11 7. Eins og áður hefur komið fram í ritum Seðlabankans er ástæðan sú að efnahagsreikningur Verslunarlánasjóðs var felldur inn í reikninga Ís- landsbanka í október 1998.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.