Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 17

Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 17
16 PENINGAMÁL 2000/2 Aðgerðir í peningamálum í febrúar Vikmörk gengisins frá miðgengi voru víkkuð 14. febrúar síðastliðinn um 3 prósentustig í báðar áttir, úr ±6% í ±9%. Eldri vikmörk voru að mati Seðlabank- ans farin að hamla frekari styrkingu á gengi krónunn- ar þar sem gengisvísitala var komin nálægt neðri mörkum. Um leið og vikmörkin voru víkkuð hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 0,3 pró- sentustig, í 10,1%, en í janúar voru þeir hækkaðir um 0,8 prósentustig. Með hækkun vaxta hér eykst, að öðru óbreyttu, munur á milli vaxta hér og erlendis, sem ýtir undir frekari styrkingu krónunnar. Aukinn fjármagnskostnaður ætti jafnframt að draga úr láns- fjáreftirspurn þegar til lengdar lætur og þar með úr þeirri eftirspurn sem átt hefur þátt í vaxandi verð- bólgu hér á landi. Hærra gengi krónunnar leiðir til þess að verð innflutnings lækkar og dregur á þann hátt úr verðbólgu. Með aðgerðum sínum lagði Seðla- bankinn áherslu á að brýnt væri að draga úr verð- bólgu og tryggja stöðugleika til frambúðar. Hærri vextir hér en erlendis hafa styrkt gengi krón- unnar… Munur þriggja mánaða peningamarkaðsvaxta hér á landi og erlendis veginna með viðskiptavog var að meðaltali um 5,4 prósentustig í janúar en var síðustu þrjá mánuði nærri 5,7 prósentustigum. Gengi krón- unnar styrktist í kjölfar aðgerða Seðlabankans í febrúar. Gengi krónunnar hækkaði strax, fór í um 6% yfir miðgildi vikmarkanna. Síðan gekk styrking krónunnar aðeins til baka og var gengið á bilinu 5,4 Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Háir vextir hafa stuðlað að styrkingu krónunnar 1. Mánaðartölur í þessari grein miðast við lok mars 2000 en daglegar tölur ná fram til 25. apríl 2000. Gengi krónunnar hefur styrkst eftir víkkun vikmarka gengisins og hækkun Seðlabankavaxta í febrúar og hefur krónan ekki verið sterkari en nú frá því að gengi hennar var fellt 28. júní 1993. Örlítið hefur dregið úr vaxtamun við útlönd vegna vaxtahækkana erlendis að undanförnu. Hann er hins vegar enn mikill og meginskýring á háu gengi krónunnar ásamt væntingum um áframhaldandi stöðugleika. Viðskipti á gjaldeyris- og krónumarkaði hafa farið vaxandi á árinu en viðskipti með ríkisvíxla dregist saman. Ávöxtun helstu markflokka ríkistryggðra verðbréfa hækkaði verulega í mars og apríl. Hækkunin varð mest á spariskírteinum, um allt að 0,9 prósentustigum, en hækkun ávöxtunar húsbréfa var allt að 0,6 prósentustigum. Verulegar sveiflur hafa verið á verði hlutabréfa á árinu eftir næstum samfellt hækkunarskeið frá því í október 1998. 1. Prósentustig 1999 2000 Mynd 1 3 mán. peningamarkaðsvextir hér og erlendis frá ársbyrjun 1999 J F M A M J J Á S O N D J F M A 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0 12,0 % Vaxtamunur ísl. og erl. ríkisvíxla 3 mán. ríkisvíxlar, Ísland 3 mán. erl. ríkisvíxlar (viðsk.vegnir vextir) Munur ísl. og erl. milli- bankavaxta 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.