Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 24
PENINGAMÁL 2000/2 23
meira en í helstu viðskiptalöndum. Aðhaldssöm
peningastefna leiddi og til hækkaðs nafngengis krón-
unnar. Slík þróun rýrir að öðru jöfnu samkeppnis-
stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina. Raungengi
fjórða ársfjórðungs 1999 var þó nálægt meðaltali
síðustu 20 ára og langt undir því hámarki sem það
náði á árunum 1987 og 1988. Afkoma í atvinnu-
rekstri var á heildina litið góð, og athyglisvert er að
útflutningur iðnaðarvöru, bæði stóriðjuafurða og
annarrar vöru, óx verulega á árinu.
Ekki er tilefni til að ætla að raungengi hafi
hækkað umfram það sem samrýmist langtímastöðug-
leika. Svo lengi sem áhrif af auknu aðhaldi í peninga-
málum og í fjármálum ríkisins hafa ekki skilað sér að
fullu í betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum er óhjá-
kvæmilegt að atvinnuvegirnir sætti sig um sinn við
lakari samkeppnisstöðu og jafnvel hærra raungengi
en nú er.
Opinber fjármál
Ég mun nú víkja nokkrum orðum að ríkisfjármálum,
en athyglin hlýtur mjög að beinast að þeim í glím-
unni við viðskiptahallann. Staða ríkisfjármála var
sterk á árinu, en skýrist þó öðru fremur af miklum
hagvexti. Eignasala átti hér einnig hlut að máli, en að
öðru jöfnu ætti hún að draga úr þenslu. Þær aðferðir
sem Seðlabankinn notar til þess að mæla aðhaldsstig
ríkisfjármála benda til minnkandi aðhalds á árinu
1999. Staða sveitarfélaganna var enn erfið, en halli á
rekstri þeirra virðist hafa verið rúmir 3 milljarðar
króna á móti 4,3 milljörðum króna árið áður. Full-
yrða má að ekki hafi verið veitt nægilegt aðhald í
opinberum rekstri í heild miðað við þá þenslu sem
ríkti. Á þessu ári er stefnt að auknu aðhaldi í ríkis-
fjármálum með 16,7 milljarða króna afgangi. Er
mjög mikilvægt að ekki verði farið fram úr útgjalda-
áformum fjárlaga og að hugsanlegar auknar tekjur
skili sér að fullu til bættrar afkomu ríkissjóðs. Við þá
miklu þenslu, sem nú gætir, er ríkissjóður öflugasta
tækið til að stuðla að bættu jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum.
Útlánaþensla
Árið 1999 einkenndist ekki síst af örum vexti útlána
og peningamagns. Útlán lánakerfisins í heild jukust
um 17,4% á árinu, en útlán innlánsstofnana mun
meira eða um 23,1%. Peningamagn á mælikvarða
M3 óx um 17,1%. Um miðbik ársins var þessi vöxtur
enn meiri, en úr honum dró á síðari hluta ársins.
Vöxtur útlána var að rúmum helmingi fjármagnaður
með erlendu lánsfé.
Öran vöxt í útlánum innlánsstofnana má bæði
rekja til mikillar eftirspurnar og aukins framboðs
lánsfjár. Aukið framboð birtist m.a. í sókn innláns-
stofnana eftir aukinni markaðshlutdeild. Efnahags-
reikningar banka og sparisjóða hækkuðu að mun, og
í heild rýrnaði eiginfjárhlutfall án víkjandi lána, en
ekki eiga allar stofnanir þar jafnan hlut að. Þetta
gerðist þrátt fyrir mjög góða afkomu innlánsstofnana
á árinu. Seðlabankinn ítrekar þá skoðun sína að hag-
Launaþróun og raungengi 1990-1999
Mynd 3
1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99
0
1
2
3
4
-1
-2
-3
-4
-5
-6
-7
-8
-9
-10
Raunlaun, %-breyting
0
2
4
6
8
10
12
14
-2
-4
-6
-8
-10
-12
-14
Gengi, %-breyting
Innlend raunlaun
Erlend raunlaun
Raungengi m.v. launakostnað
Nafngengi krónu
%-breyting innlendra og erlendra raunlauna milli ára
Vöxtur útlána lánakerfisins 1989-1999
1989 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
50
-5
-10
%
Ríkissjóður og stofnanir Bæjar- og sveitafélög
Atvinnuvegir Heimili
Mynd 4